Vanskil eru að aukast – en ekki mikið ennþá Leifur Grétarsson skrifar 8. nóvember 2023 10:30 Það dylst engum að nú er þrengra um í efnahagslífinu en á sama tíma í fyrra. Verðbólga hefur aukist og vextir sömuleiðis og fyrirtæki jafnt sem heimili hafa þurft að þrengja mittisólarnar. Það þýðir að forgangsröðun í útgjöldum breytist, fólk þarf að taka ákvarðanir um hvaða liðir í bókhaldinu halda sér og hvar hægt er að skera niður. Við hjá Motus höfum um nokkurra ára skeið haldið utan um upplýsingar um það sem við köllum greiðsluhraða hjá heimilum og fyrirtækjum, en með því er átt við það hve hátt hlutfall krafna eru greiddar á eindaga. Ólíkt því sem margir bjuggust við jókst greiðsluhraði umtalsvert í Covid faraldrinum og náði hæðum sem við höfðum ekki séð áður. Fólk og fyrirtæki voru með öðrum orðum að greiða fleiri kröfur á réttum tíma. Þessi aukni greiðsluhraði hefur haldist að mestu fram á þetta ár, en vísbendingar eru um að hann geti verið að gefa eftir. Greiðsluhraði hefur minnkað um 0,1% hjá heimilum og 0,2% hjá fyrirtækjum á þessu ári. Þetta er ekki mikil breyting í stóra samhenginu, en hún er markverð þegar við höfum í huga að þetta er í fyrsta sinn um stórt árabil sem greiðsluhraði minnkar. Alvarleg vanskil aukast hjá fyrirtækjum Það er einnig áhugavert að skoða tölur um alvarleg vanskil, þ.e. hlutfall krafna sem enn eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga. Árið 2019 fóru að meðaltali 2,5% af öllum kröfum viðskiptavina Motus í alvarleg vanskil, en hlutfallið er núna 1,4%. Á þessum tíma hefur kröfum í alvarlegum vanskilum fækkað um 47% hjá heimilum og 34% hjá fyrirtækjum. Við tókum hins vegar eftir því í vor að alvarlegum vanskilum fyrirtækja fjölgaði í fyrsta sinn frá október 2020. Þetta er ekki mikil aukning enn sem stendur, en það er mikilvægt að fylgjast með þessari þróun. Upplýsingar um greiðsluhraða og hlutfall krafna í alvarlegum vanskilum geta gefið mikilvægar upplýsingar um lausafjárstöðu íslenskra fyrirtækja og heimila og það sem meira er um vert þá verða þessar tölur nánast til í rauntíma og geta því haft ákveðið forspárgildi um framtíðina. Það er okkar von að þær geti gagnast bæði opinberum aðilum og einkageiranum í þeirra áætlanavinnu og geti jafnframt verið ákveðinn viðvörunarbjalla í samfélaginu, því ef greiðsluhraði minnkar óvænt mjög hratt, þá er það til merkis um að eitthvað sé að gerast sem bregðast þurfi við. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það dylst engum að nú er þrengra um í efnahagslífinu en á sama tíma í fyrra. Verðbólga hefur aukist og vextir sömuleiðis og fyrirtæki jafnt sem heimili hafa þurft að þrengja mittisólarnar. Það þýðir að forgangsröðun í útgjöldum breytist, fólk þarf að taka ákvarðanir um hvaða liðir í bókhaldinu halda sér og hvar hægt er að skera niður. Við hjá Motus höfum um nokkurra ára skeið haldið utan um upplýsingar um það sem við köllum greiðsluhraða hjá heimilum og fyrirtækjum, en með því er átt við það hve hátt hlutfall krafna eru greiddar á eindaga. Ólíkt því sem margir bjuggust við jókst greiðsluhraði umtalsvert í Covid faraldrinum og náði hæðum sem við höfðum ekki séð áður. Fólk og fyrirtæki voru með öðrum orðum að greiða fleiri kröfur á réttum tíma. Þessi aukni greiðsluhraði hefur haldist að mestu fram á þetta ár, en vísbendingar eru um að hann geti verið að gefa eftir. Greiðsluhraði hefur minnkað um 0,1% hjá heimilum og 0,2% hjá fyrirtækjum á þessu ári. Þetta er ekki mikil breyting í stóra samhenginu, en hún er markverð þegar við höfum í huga að þetta er í fyrsta sinn um stórt árabil sem greiðsluhraði minnkar. Alvarleg vanskil aukast hjá fyrirtækjum Það er einnig áhugavert að skoða tölur um alvarleg vanskil, þ.e. hlutfall krafna sem enn eru ógreiddar 45 dögum eftir eindaga. Árið 2019 fóru að meðaltali 2,5% af öllum kröfum viðskiptavina Motus í alvarleg vanskil, en hlutfallið er núna 1,4%. Á þessum tíma hefur kröfum í alvarlegum vanskilum fækkað um 47% hjá heimilum og 34% hjá fyrirtækjum. Við tókum hins vegar eftir því í vor að alvarlegum vanskilum fyrirtækja fjölgaði í fyrsta sinn frá október 2020. Þetta er ekki mikil aukning enn sem stendur, en það er mikilvægt að fylgjast með þessari þróun. Upplýsingar um greiðsluhraða og hlutfall krafna í alvarlegum vanskilum geta gefið mikilvægar upplýsingar um lausafjárstöðu íslenskra fyrirtækja og heimila og það sem meira er um vert þá verða þessar tölur nánast til í rauntíma og geta því haft ákveðið forspárgildi um framtíðina. Það er okkar von að þær geti gagnast bæði opinberum aðilum og einkageiranum í þeirra áætlanavinnu og geti jafnframt verið ákveðinn viðvörunarbjalla í samfélaginu, því ef greiðsluhraði minnkar óvænt mjög hratt, þá er það til merkis um að eitthvað sé að gerast sem bregðast þurfi við. Höfundur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar