Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:01 Tlaib var harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi mynskeiði í síðustu viku þar sem mótmælendur hrópuðu ítrekað „frá á til sjávar“. AP/Amanda Andrade-Rhoades Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. Tlaib, sem er eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, tók til máls við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram og varði gagnrýni sína á Ísrael, biðlaði til þingmanna um samkennd með Palestínumönnum og ítrekaði áköll sín eftir vopnahléi. Atkvæði féllu 234 gegn 188 en 22 Demókratar greiddu atkvæði með tillögunni um að ávíta Tlaib og fjórir Repúblikanar á móti. Einn Demókrati og þrír Repúblikanar sátu hjá. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hópuðust Demókratar að Tlaib til að sýna henni stuðning. Í tillögunni, sem lögð var fram af Rich McCormick, Repúblikana frá Georgíu, sagði að ummæli Tlaib þar sem hún kallaði eftir „endalokum aðskilnaðarstefnu sem hefði leitt til kæfandi, ómanneskjulegra aðstæðna sem gætu endað með andspyrnu“ væru í raun jafngildi málsvarnar fyrir hryðjuverk. Þá var einnig getið stuðnings Tlaib við slagorðin „Frá á til sjávar“ sem eru afar umdeild. Frasinn er upphaflega „Frá á til sjávar, Palestína mun verða frjáls“ (e. From the River to the Sea Palestine Will be Free) og vísar til frjálsrar Palestínu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins, þar sem nú er Ísrael. Frasinn hefur bæði verið túlkaður sem ákall eftir frelsi og lýðræði til handa Palestínu og sem ákall eftir tortímingu Ísraelsríkis. Anti-Defamation League í Bandaríkjunum styður síðarnefndu túlkunina og segir gyðingaandúð felast í notkun frasans. Tlaib segir frasann hins vegar ákall um friðsamlega sambúð. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að segja þetta en palestínska þjóðin má ekki bara missa sín,“ sagði Tlaib á þinginu í gær og virtist berjast við að bresta ekki í grát. „Grátur palestínskra og ísraelskra barna hljóma eins í mínum eyrum.“ Tlaib sagði gagnrýni sína ávallt hafa verið á stjórnvöld í Ísrael, ekki ísraelsku þjóðina og minnti kollega sína á að áköll þeirra sem vildu vopnahlé yrðu háværari með hverjum deginum. „Þið getið ávítt mig en þið þaggið ekki niður í þeim.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Tlaib, sem er eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, tók til máls við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram og varði gagnrýni sína á Ísrael, biðlaði til þingmanna um samkennd með Palestínumönnum og ítrekaði áköll sín eftir vopnahléi. Atkvæði féllu 234 gegn 188 en 22 Demókratar greiddu atkvæði með tillögunni um að ávíta Tlaib og fjórir Repúblikanar á móti. Einn Demókrati og þrír Repúblikanar sátu hjá. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hópuðust Demókratar að Tlaib til að sýna henni stuðning. Í tillögunni, sem lögð var fram af Rich McCormick, Repúblikana frá Georgíu, sagði að ummæli Tlaib þar sem hún kallaði eftir „endalokum aðskilnaðarstefnu sem hefði leitt til kæfandi, ómanneskjulegra aðstæðna sem gætu endað með andspyrnu“ væru í raun jafngildi málsvarnar fyrir hryðjuverk. Þá var einnig getið stuðnings Tlaib við slagorðin „Frá á til sjávar“ sem eru afar umdeild. Frasinn er upphaflega „Frá á til sjávar, Palestína mun verða frjáls“ (e. From the River to the Sea Palestine Will be Free) og vísar til frjálsrar Palestínu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins, þar sem nú er Ísrael. Frasinn hefur bæði verið túlkaður sem ákall eftir frelsi og lýðræði til handa Palestínu og sem ákall eftir tortímingu Ísraelsríkis. Anti-Defamation League í Bandaríkjunum styður síðarnefndu túlkunina og segir gyðingaandúð felast í notkun frasans. Tlaib segir frasann hins vegar ákall um friðsamlega sambúð. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að segja þetta en palestínska þjóðin má ekki bara missa sín,“ sagði Tlaib á þinginu í gær og virtist berjast við að bresta ekki í grát. „Grátur palestínskra og ísraelskra barna hljóma eins í mínum eyrum.“ Tlaib sagði gagnrýni sína ávallt hafa verið á stjórnvöld í Ísrael, ekki ísraelsku þjóðina og minnti kollega sína á að áköll þeirra sem vildu vopnahlé yrðu háværari með hverjum deginum. „Þið getið ávítt mig en þið þaggið ekki niður í þeim.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira