Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:01 Tlaib var harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi mynskeiði í síðustu viku þar sem mótmælendur hrópuðu ítrekað „frá á til sjávar“. AP/Amanda Andrade-Rhoades Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. Tlaib, sem er eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, tók til máls við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram og varði gagnrýni sína á Ísrael, biðlaði til þingmanna um samkennd með Palestínumönnum og ítrekaði áköll sín eftir vopnahléi. Atkvæði féllu 234 gegn 188 en 22 Demókratar greiddu atkvæði með tillögunni um að ávíta Tlaib og fjórir Repúblikanar á móti. Einn Demókrati og þrír Repúblikanar sátu hjá. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hópuðust Demókratar að Tlaib til að sýna henni stuðning. Í tillögunni, sem lögð var fram af Rich McCormick, Repúblikana frá Georgíu, sagði að ummæli Tlaib þar sem hún kallaði eftir „endalokum aðskilnaðarstefnu sem hefði leitt til kæfandi, ómanneskjulegra aðstæðna sem gætu endað með andspyrnu“ væru í raun jafngildi málsvarnar fyrir hryðjuverk. Þá var einnig getið stuðnings Tlaib við slagorðin „Frá á til sjávar“ sem eru afar umdeild. Frasinn er upphaflega „Frá á til sjávar, Palestína mun verða frjáls“ (e. From the River to the Sea Palestine Will be Free) og vísar til frjálsrar Palestínu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins, þar sem nú er Ísrael. Frasinn hefur bæði verið túlkaður sem ákall eftir frelsi og lýðræði til handa Palestínu og sem ákall eftir tortímingu Ísraelsríkis. Anti-Defamation League í Bandaríkjunum styður síðarnefndu túlkunina og segir gyðingaandúð felast í notkun frasans. Tlaib segir frasann hins vegar ákall um friðsamlega sambúð. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að segja þetta en palestínska þjóðin má ekki bara missa sín,“ sagði Tlaib á þinginu í gær og virtist berjast við að bresta ekki í grát. „Grátur palestínskra og ísraelskra barna hljóma eins í mínum eyrum.“ Tlaib sagði gagnrýni sína ávallt hafa verið á stjórnvöld í Ísrael, ekki ísraelsku þjóðina og minnti kollega sína á að áköll þeirra sem vildu vopnahlé yrðu háværari með hverjum deginum. „Þið getið ávítt mig en þið þaggið ekki niður í þeim.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Tlaib, sem er eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, tók til máls við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram og varði gagnrýni sína á Ísrael, biðlaði til þingmanna um samkennd með Palestínumönnum og ítrekaði áköll sín eftir vopnahléi. Atkvæði féllu 234 gegn 188 en 22 Demókratar greiddu atkvæði með tillögunni um að ávíta Tlaib og fjórir Repúblikanar á móti. Einn Demókrati og þrír Repúblikanar sátu hjá. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hópuðust Demókratar að Tlaib til að sýna henni stuðning. Í tillögunni, sem lögð var fram af Rich McCormick, Repúblikana frá Georgíu, sagði að ummæli Tlaib þar sem hún kallaði eftir „endalokum aðskilnaðarstefnu sem hefði leitt til kæfandi, ómanneskjulegra aðstæðna sem gætu endað með andspyrnu“ væru í raun jafngildi málsvarnar fyrir hryðjuverk. Þá var einnig getið stuðnings Tlaib við slagorðin „Frá á til sjávar“ sem eru afar umdeild. Frasinn er upphaflega „Frá á til sjávar, Palestína mun verða frjáls“ (e. From the River to the Sea Palestine Will be Free) og vísar til frjálsrar Palestínu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins, þar sem nú er Ísrael. Frasinn hefur bæði verið túlkaður sem ákall eftir frelsi og lýðræði til handa Palestínu og sem ákall eftir tortímingu Ísraelsríkis. Anti-Defamation League í Bandaríkjunum styður síðarnefndu túlkunina og segir gyðingaandúð felast í notkun frasans. Tlaib segir frasann hins vegar ákall um friðsamlega sambúð. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að segja þetta en palestínska þjóðin má ekki bara missa sín,“ sagði Tlaib á þinginu í gær og virtist berjast við að bresta ekki í grát. „Grátur palestínskra og ísraelskra barna hljóma eins í mínum eyrum.“ Tlaib sagði gagnrýni sína ávallt hafa verið á stjórnvöld í Ísrael, ekki ísraelsku þjóðina og minnti kollega sína á að áköll þeirra sem vildu vopnahlé yrðu háværari með hverjum deginum. „Þið getið ávítt mig en þið þaggið ekki niður í þeim.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent