Veruleg aukning á tafarlausum dauða og Hvalur hyggst leita réttar síns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2023 06:40 Hvalur hyggst leita réttar síns og Kristján hefur áður sagst stefna ótrauður áfram á veiðar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Hvals hf. hafa skilað inn skýrslu til Matvælastofnunar og Fiskistofu um hvalveiðarnar í haust. Í skýrslunni segir meðal annars að stöðvun veiðanna í tvígang hafi valdið stórfelldu fjárhagslegu tjóni og að Hvalur muni leita réttar síns. Frá þessu greinir Morgunblaðið. „Niðurstöðurnar eru jákvæðar og sýna fram á að þróun og fjárfesting okkar í veiðiaðferðum og veiðibúnaði eftir lok hvalvertíðar 2022 er að skila marktækum árangri. Ég bendi þó á að þessar breytingar höfðu þegar verið innleiddar í júní 2023, áður en ráðherra tók ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf. Í skýrslunni segir að tafarlaus dauðatíðni langreyða hafi verið 80 prósent í haust, samanborið við 59 til 67 prósent í fyrra. Þetta megi rekja til þróunar og fjárfestinga í veiðiaðferðum og veiðibúnaði sem búið var að leggja í þegar hvalveiðar áttu að hefjast síðasta sumar. „Ég er sannfærður um að notkun rafskutuls hefði aukið enn á skilvirknina. Ég á satt best að segja erfitt með að skilja af hverju tilteknir einstaklingar býsnast yfir hugmyndum um notkun rafskutuls til að auka enn skilvirkni veiðanna, kannski óttast þeir niðurstöðuna,“ segir Kristján. Í skýrslunni segir að megináskorunin sem fyrirtækið standi frammi fyrir „tengist fyrst og síðast því pólitíska ölduróti sem hefur verið um hvalveiðar og að teknar séu meiriháttar ákvarðanir um starfsemi félagsins án þess að lagabókstafnum, þ. á m. stjórnarskrárvörðum réttindum félagsins, sé sérstakur gaumur gefinn“. Hvalveiðar Hvalir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. „Niðurstöðurnar eru jákvæðar og sýna fram á að þróun og fjárfesting okkar í veiðiaðferðum og veiðibúnaði eftir lok hvalvertíðar 2022 er að skila marktækum árangri. Ég bendi þó á að þessar breytingar höfðu þegar verið innleiddar í júní 2023, áður en ráðherra tók ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf. Í skýrslunni segir að tafarlaus dauðatíðni langreyða hafi verið 80 prósent í haust, samanborið við 59 til 67 prósent í fyrra. Þetta megi rekja til þróunar og fjárfestinga í veiðiaðferðum og veiðibúnaði sem búið var að leggja í þegar hvalveiðar áttu að hefjast síðasta sumar. „Ég er sannfærður um að notkun rafskutuls hefði aukið enn á skilvirknina. Ég á satt best að segja erfitt með að skilja af hverju tilteknir einstaklingar býsnast yfir hugmyndum um notkun rafskutuls til að auka enn skilvirkni veiðanna, kannski óttast þeir niðurstöðuna,“ segir Kristján. Í skýrslunni segir að megináskorunin sem fyrirtækið standi frammi fyrir „tengist fyrst og síðast því pólitíska ölduróti sem hefur verið um hvalveiðar og að teknar séu meiriháttar ákvarðanir um starfsemi félagsins án þess að lagabókstafnum, þ. á m. stjórnarskrárvörðum réttindum félagsins, sé sérstakur gaumur gefinn“.
Hvalveiðar Hvalir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent