Auður heldur tónleika hér á landi í fyrsta sinn í rúm tvö ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 22:13 Tónlistarmaðurinn Auður „lofar neglu“ í Iðnó í desember. Vísir/Daníel Þór Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, Auður, mun halda tónleika í Iðnó í desember. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur tónleika hérlendis frá því að hann dró sig úr sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum konum fyrir rúmum tveimur árum. Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson var á hápunkti ferils síns árið 2021, þegar nokkrar konur sökuðu hann um að hafa brotið á sér. Auðunn gaf frá sér yfirlýsingu og viðurkenndi að hafa farið yfir mörk einnar konu en í kjölfarið stigu fleiri fram og lýstu slæmri reynslu. Í viðtali við Ísland í dag í fyrra steig Auðunn fram og sagðist axla ábyrgð á sumum af þeim ásökunum sem á hann voru bornar en hafnaði algjörlega orðrómum um til að mynda þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. Málið hafði miklar afleiðingar á feril Auðs og dró hann sig úr sviðsljósinu. Í febrúar bárust fréttir af því að hann væri fluttur til Los Angeles en þar starfar hann sem hljóðupptökustjóri og lagahöfundur. Hlakkar til að komast í sund og gufu Lítið hefur farið fyrir Auðni undanfarna mánuði en nú virðist hann vera tilbúinn til að koma út úr skelinni á ný. Hann tilkynnti á Instagram síðu sinni fyrr í dag að hann myndi halda tónleika hér á landi, í Iðnó, í desember. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) „Ég er ógeðslega spenntur að koma til Íslands og halda þessa tónleika,“ sagði Auðunn á Instagram. Þetta verður svolítið sérstök og dýrmæt stund, að ég vona og trúi og heiti. Í samtali við fréttastofu segist Auðunn hafa verið á leið heim til Íslands til að eyða jólunum með vinum og fjölskyldu þegar hann ákvað að slá til og halda tónleikana. „Það er svo gaman að halda tónleika í desember, þá er fólk í tónleikagír og svona öðruvísi stemning.“ Gestir mega eiga von á gömlu og góðu efni í bland við nýja tónlist. Þá sagði hann að tónleikarnir yrðu einu tónleikarnir hér á landi í ár en mögulega yrðu þeir fleiri í framtíðinni. Aðspurður um hvernig honum líkaði lífið í LA sagði Auðunn það frábært. Síðan hann flutti út í febrúar hafi hann unnið að tónlist á hverjum einasta degi. Það er mjög insperandi að vera hérna úti í fjölmenningarsamfélagi þar sem er hægt að fá innblástur frá svo mörgum. Hann hlakkar þó til að komast í sund og almenninlega gufu þegar hann kemur heim til Íslands. „Fólkið í ræktinni sem ég er í fer fullklætt í saunu, jafnvel í sokkum og skóm. Maður á ekki orð eiginlega.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem birtist við Auðunn í fyrra. Mál Auðuns Lútherssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57 Floni fjarlægir plötu með Auði Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum. 13. júní 2021 16:15 UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson var á hápunkti ferils síns árið 2021, þegar nokkrar konur sökuðu hann um að hafa brotið á sér. Auðunn gaf frá sér yfirlýsingu og viðurkenndi að hafa farið yfir mörk einnar konu en í kjölfarið stigu fleiri fram og lýstu slæmri reynslu. Í viðtali við Ísland í dag í fyrra steig Auðunn fram og sagðist axla ábyrgð á sumum af þeim ásökunum sem á hann voru bornar en hafnaði algjörlega orðrómum um til að mynda þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. Málið hafði miklar afleiðingar á feril Auðs og dró hann sig úr sviðsljósinu. Í febrúar bárust fréttir af því að hann væri fluttur til Los Angeles en þar starfar hann sem hljóðupptökustjóri og lagahöfundur. Hlakkar til að komast í sund og gufu Lítið hefur farið fyrir Auðni undanfarna mánuði en nú virðist hann vera tilbúinn til að koma út úr skelinni á ný. Hann tilkynnti á Instagram síðu sinni fyrr í dag að hann myndi halda tónleika hér á landi, í Iðnó, í desember. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) „Ég er ógeðslega spenntur að koma til Íslands og halda þessa tónleika,“ sagði Auðunn á Instagram. Þetta verður svolítið sérstök og dýrmæt stund, að ég vona og trúi og heiti. Í samtali við fréttastofu segist Auðunn hafa verið á leið heim til Íslands til að eyða jólunum með vinum og fjölskyldu þegar hann ákvað að slá til og halda tónleikana. „Það er svo gaman að halda tónleika í desember, þá er fólk í tónleikagír og svona öðruvísi stemning.“ Gestir mega eiga von á gömlu og góðu efni í bland við nýja tónlist. Þá sagði hann að tónleikarnir yrðu einu tónleikarnir hér á landi í ár en mögulega yrðu þeir fleiri í framtíðinni. Aðspurður um hvernig honum líkaði lífið í LA sagði Auðunn það frábært. Síðan hann flutti út í febrúar hafi hann unnið að tónlist á hverjum einasta degi. Það er mjög insperandi að vera hérna úti í fjölmenningarsamfélagi þar sem er hægt að fá innblástur frá svo mörgum. Hann hlakkar þó til að komast í sund og almenninlega gufu þegar hann kemur heim til Íslands. „Fólkið í ræktinni sem ég er í fer fullklætt í saunu, jafnvel í sokkum og skóm. Maður á ekki orð eiginlega.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem birtist við Auðunn í fyrra.
Mál Auðuns Lútherssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57 Floni fjarlægir plötu með Auði Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum. 13. júní 2021 16:15 UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57
Floni fjarlægir plötu með Auði Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum. 13. júní 2021 16:15
UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34
Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04