Auður heldur tónleika hér á landi í fyrsta sinn í rúm tvö ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 22:13 Tónlistarmaðurinn Auður „lofar neglu“ í Iðnó í desember. Vísir/Daníel Þór Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, Auður, mun halda tónleika í Iðnó í desember. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur tónleika hérlendis frá því að hann dró sig úr sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum konum fyrir rúmum tveimur árum. Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson var á hápunkti ferils síns árið 2021, þegar nokkrar konur sökuðu hann um að hafa brotið á sér. Auðunn gaf frá sér yfirlýsingu og viðurkenndi að hafa farið yfir mörk einnar konu en í kjölfarið stigu fleiri fram og lýstu slæmri reynslu. Í viðtali við Ísland í dag í fyrra steig Auðunn fram og sagðist axla ábyrgð á sumum af þeim ásökunum sem á hann voru bornar en hafnaði algjörlega orðrómum um til að mynda þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. Málið hafði miklar afleiðingar á feril Auðs og dró hann sig úr sviðsljósinu. Í febrúar bárust fréttir af því að hann væri fluttur til Los Angeles en þar starfar hann sem hljóðupptökustjóri og lagahöfundur. Hlakkar til að komast í sund og gufu Lítið hefur farið fyrir Auðni undanfarna mánuði en nú virðist hann vera tilbúinn til að koma út úr skelinni á ný. Hann tilkynnti á Instagram síðu sinni fyrr í dag að hann myndi halda tónleika hér á landi, í Iðnó, í desember. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) „Ég er ógeðslega spenntur að koma til Íslands og halda þessa tónleika,“ sagði Auðunn á Instagram. Þetta verður svolítið sérstök og dýrmæt stund, að ég vona og trúi og heiti. Í samtali við fréttastofu segist Auðunn hafa verið á leið heim til Íslands til að eyða jólunum með vinum og fjölskyldu þegar hann ákvað að slá til og halda tónleikana. „Það er svo gaman að halda tónleika í desember, þá er fólk í tónleikagír og svona öðruvísi stemning.“ Gestir mega eiga von á gömlu og góðu efni í bland við nýja tónlist. Þá sagði hann að tónleikarnir yrðu einu tónleikarnir hér á landi í ár en mögulega yrðu þeir fleiri í framtíðinni. Aðspurður um hvernig honum líkaði lífið í LA sagði Auðunn það frábært. Síðan hann flutti út í febrúar hafi hann unnið að tónlist á hverjum einasta degi. Það er mjög insperandi að vera hérna úti í fjölmenningarsamfélagi þar sem er hægt að fá innblástur frá svo mörgum. Hann hlakkar þó til að komast í sund og almenninlega gufu þegar hann kemur heim til Íslands. „Fólkið í ræktinni sem ég er í fer fullklætt í saunu, jafnvel í sokkum og skóm. Maður á ekki orð eiginlega.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem birtist við Auðunn í fyrra. Mál Auðuns Lútherssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57 Floni fjarlægir plötu með Auði Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum. 13. júní 2021 16:15 UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson var á hápunkti ferils síns árið 2021, þegar nokkrar konur sökuðu hann um að hafa brotið á sér. Auðunn gaf frá sér yfirlýsingu og viðurkenndi að hafa farið yfir mörk einnar konu en í kjölfarið stigu fleiri fram og lýstu slæmri reynslu. Í viðtali við Ísland í dag í fyrra steig Auðunn fram og sagðist axla ábyrgð á sumum af þeim ásökunum sem á hann voru bornar en hafnaði algjörlega orðrómum um til að mynda þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. Málið hafði miklar afleiðingar á feril Auðs og dró hann sig úr sviðsljósinu. Í febrúar bárust fréttir af því að hann væri fluttur til Los Angeles en þar starfar hann sem hljóðupptökustjóri og lagahöfundur. Hlakkar til að komast í sund og gufu Lítið hefur farið fyrir Auðni undanfarna mánuði en nú virðist hann vera tilbúinn til að koma út úr skelinni á ný. Hann tilkynnti á Instagram síðu sinni fyrr í dag að hann myndi halda tónleika hér á landi, í Iðnó, í desember. View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) „Ég er ógeðslega spenntur að koma til Íslands og halda þessa tónleika,“ sagði Auðunn á Instagram. Þetta verður svolítið sérstök og dýrmæt stund, að ég vona og trúi og heiti. Í samtali við fréttastofu segist Auðunn hafa verið á leið heim til Íslands til að eyða jólunum með vinum og fjölskyldu þegar hann ákvað að slá til og halda tónleikana. „Það er svo gaman að halda tónleika í desember, þá er fólk í tónleikagír og svona öðruvísi stemning.“ Gestir mega eiga von á gömlu og góðu efni í bland við nýja tónlist. Þá sagði hann að tónleikarnir yrðu einu tónleikarnir hér á landi í ár en mögulega yrðu þeir fleiri í framtíðinni. Aðspurður um hvernig honum líkaði lífið í LA sagði Auðunn það frábært. Síðan hann flutti út í febrúar hafi hann unnið að tónlist á hverjum einasta degi. Það er mjög insperandi að vera hérna úti í fjölmenningarsamfélagi þar sem er hægt að fá innblástur frá svo mörgum. Hann hlakkar þó til að komast í sund og almenninlega gufu þegar hann kemur heim til Íslands. „Fólkið í ræktinni sem ég er í fer fullklætt í saunu, jafnvel í sokkum og skóm. Maður á ekki orð eiginlega.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem birtist við Auðunn í fyrra.
Mál Auðuns Lútherssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57 Floni fjarlægir plötu með Auði Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum. 13. júní 2021 16:15 UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57
Floni fjarlægir plötu með Auði Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum. 13. júní 2021 16:15
UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34
Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning