Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 11:52 Íbúar á Reykjanesi eru beðnir um að tapa ekki gleðinni en vera reiðubúnir þó ef eitthvað kemur upp. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. Sveitin mælir með því að íbúar eigi sirka tíu lítra af vatni á flöskum og brúsum heima fyrir. Þeir sem eigi gæludýr gætu þurft að hafa meira. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að boðað hafi verið til upplýsingafundar í dag sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna mun stýra. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Þá er íbúum bent á að gera ráðstafanir með gistingu utan svæðis sé þess nokkur kostur. Bent er á að foreldrar með smábörn hafist ekki við í óupphituðu húsnæði ef heita vatnið fer af. Hamstri ekki eldsneyti „Alls ekki kaupa rafmagnsofna í hvert herbergi ef allt fer á versta veg, þá verður ekki nægt rafmagn til að keyra alla þessa ofna. Ákveðið hvaða herbergi þið ætlið hita og veljið lítinn rafmagnsofn í það rými.“ Þá segir björgunarsveitin að íbúar skuli ekki hamstra eldsneyti. Hættulegt sé að geyma það í miklu mæli í heimahúsum. Nauðsynlegt sé að eiga vasaljós og aukarafhlöður og kerti. Þá verði kveikjarinn að vera á sínum stað. Ekki þörf á því að hamstra klósettpappír „Við ráðleggjum líka öllum íbúum á Reykjanesi að kynna sér þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir það svæði sem við búum á. Björgunarsveitin telur ekki þörf á því að birgja sig upp af klósettpappír.“ Gott sé að eiga matvöru með langan fyrningartíma. Íbúar eru hvattir til að skoða stöðuna á gasinu á grillinu. Alltaf sé hægt að grilla. Grilluð samloka með osti og skinku smakkist einstaklega vel í náttúruhamförum. Þá bendir björgunarsveitin á heimasíðu Rauða krossins. Þar eru nánari upplýsingar um hvað sé gott að hafa til þriggja daga ef hætta er á náttúruhamförum eða veðurhamförum. „Alltaf má hafa samband við Björgunarsveitina Suðurnes til að fá frekari upplýsingar en allar hjálparbeiðnir fara í gegnum neyðarlínuna í síma 1-1-2. Höldum alltaf ró okkar hlustum á fyrirmæli frá opinberum aðilum. Útskýrum fyrir smá fólkinu okkar hvað er að gerast og töpum alls ekki gleðinni.“ Fundur almannavarna klukkan 15 Klukkan 15:00 í dag, mánudaginn 6. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum. Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að því er fram kemur í tilkynningu. Reykjanesbær Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sveitin mælir með því að íbúar eigi sirka tíu lítra af vatni á flöskum og brúsum heima fyrir. Þeir sem eigi gæludýr gætu þurft að hafa meira. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að boðað hafi verið til upplýsingafundar í dag sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna mun stýra. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Þá er íbúum bent á að gera ráðstafanir með gistingu utan svæðis sé þess nokkur kostur. Bent er á að foreldrar með smábörn hafist ekki við í óupphituðu húsnæði ef heita vatnið fer af. Hamstri ekki eldsneyti „Alls ekki kaupa rafmagnsofna í hvert herbergi ef allt fer á versta veg, þá verður ekki nægt rafmagn til að keyra alla þessa ofna. Ákveðið hvaða herbergi þið ætlið hita og veljið lítinn rafmagnsofn í það rými.“ Þá segir björgunarsveitin að íbúar skuli ekki hamstra eldsneyti. Hættulegt sé að geyma það í miklu mæli í heimahúsum. Nauðsynlegt sé að eiga vasaljós og aukarafhlöður og kerti. Þá verði kveikjarinn að vera á sínum stað. Ekki þörf á því að hamstra klósettpappír „Við ráðleggjum líka öllum íbúum á Reykjanesi að kynna sér þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir það svæði sem við búum á. Björgunarsveitin telur ekki þörf á því að birgja sig upp af klósettpappír.“ Gott sé að eiga matvöru með langan fyrningartíma. Íbúar eru hvattir til að skoða stöðuna á gasinu á grillinu. Alltaf sé hægt að grilla. Grilluð samloka með osti og skinku smakkist einstaklega vel í náttúruhamförum. Þá bendir björgunarsveitin á heimasíðu Rauða krossins. Þar eru nánari upplýsingar um hvað sé gott að hafa til þriggja daga ef hætta er á náttúruhamförum eða veðurhamförum. „Alltaf má hafa samband við Björgunarsveitina Suðurnes til að fá frekari upplýsingar en allar hjálparbeiðnir fara í gegnum neyðarlínuna í síma 1-1-2. Höldum alltaf ró okkar hlustum á fyrirmæli frá opinberum aðilum. Útskýrum fyrir smá fólkinu okkar hvað er að gerast og töpum alls ekki gleðinni.“ Fundur almannavarna klukkan 15 Klukkan 15:00 í dag, mánudaginn 6. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum. Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að því er fram kemur í tilkynningu.
Reykjanesbær Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira