Skrýtin uppákoma í Hæstarétti, réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Ég lenti í dómsmáli sem ég rak sjálfur að miklu leyti. Þegar það var komið fyrir Hæstarétt fékk ég ábendingu um að ég gæti sótt um að málflutningur yrði skriflegur sem ég gerði. Mér fannst Hæstiréttur taka á því máli á mjög sérkennilegan hátt. Mér var munnlega svarað stuttu eftir að ég sótti um, í gegnum skrifstofustjóra Hæstaréttar, á þá leið að búið væri að samþykkja umsókn mína, það er skriflegan málflutning. Ég fór ekki fram á að fá samþykktina skriflega. Taldi að henni væri treystandi eins og nýju neti. Þetta var jú sjálfur Hæstiréttur Íslands. Skriflegur málflutningur byggist á því að réttinum og gagnaðila er sendur málflutningur í skriflegu formi sem gagnaðilinn síðan svarar skriflega eftir að hafa fengið ákveðinn frest til þess. Síðar var sagt að samþykktinni hefði verið hafnað með bréfi sem hefði verið sent í pósti tveimur mánuðum eftir hina munnlegu samþykkt og tveimur mánuðum áður en mér var sagt frá efni hennar. Ég veit einungis að mér hefur aldrei borist bréfið. Mér fannst athyglisvert hvernig Hæstiréttur Íslands kom skilaboðunum á framfæri á tölvuöld. Ég hef reyndar mínar efasemdir um að það hafi yfirleitt verið sent. Ég var í sambandi við réttinn fáeinum dögum áður en bréfið var sagt sent. Þá var mér sagt að ekki væri búið að ákveða skiladag fyrir skriflega málflutninginn. Lögmaður sagði mér að hann hefði verið í sambandi við Hæstarétt um svipað leyti, líklega einhverjum dögum seinna, þar sem honum var sagt að ég væri með skriflegan málflutning. Þegar ég fékk vitneskjuna um afturköllunina hafði ég þegar lokið við að undirbúa skriflegan málflutning þannig að ég þurfti að breyta honum í munnlegan. Það var veruleg breyting vegna þess að ég vissi ekki fyrr en eftir það að Hæstiréttur krefðist þess að hann færi ekki yfir 30 mínútur en ég hafði haft þann skriflega sem svaraði þreföldum þeim tíma. Um 20 blaðsíður í stað 7-8. Að vísu voru til dæmis tilvitnanir í skjöl mjög umfangsmiklar en ég lagði mikla áherslu á þær enda byggðist málflutningur minn mjög mikið á skriflegum sönnunum. Þeim varð ég að sleppa sem mér fannst veikja hann verulega. Þegar ég bað um skýringar á afturkölluninni var því fyrst borið við að hinn aðili málsins vildi það ekki. Síðar var sagt að skriflegur málflutningur væri bara samþykktur við alveg sérstakar aðstæður sem ekki væru fyrir hendi. Ekki var unnt að fá útskýrt hvaða sérstakar aðstæður þyrfti til. Við málflutninginn kom svo fram að dómararnir vildu bara hafa þetta svona. Þeim þætti það bara best enda vanastir því. Mín rök skiptu sem sagt engu máli. Það sem var nokkuð sérstakt við þessar umræður milli aðila var að ég hélt fram fjórum ástæðum til rökstuðnings mínum málstað. Þeir svöruðu aðeins hvað varðaði eina af þeim enda vissi ég ekki til þess að þeir gerðu neitt til þess að skoða málið. Hún varðaði það að ég heyrði illa í stórum sölum sem ekki væru lausir við bergmál. Þeim ástæðum var í engu svarað að ég væri ólöglærður, mér finndist málið vera þannig vaxið að töluvert flóknar útskýringar af minni hálfu þyrfti til að koma málinu til skila. Tilvísunum í gögn málsins yrði að sleppa við munnlegan málflutning en þær þyrftu að verða mjög umfangsmiklar. Auðvelt myndi verða fyrir dómarana að tileinka sér þær við lestur á texta og fletta þeim upp eftir því sem þeim þætti þörf á.Mér finnst þessi níska á röksemdir af hálfu Hæstaréttar mjög í anda dómskerfisins í heild. Er ég þá með hugann við að dómarar geti rökstutt dóma einungis frá sjónarmiði þess sem hann dæmir í hag sem auðveldar það mjög að þeir geti dæmt hverjum sem er í vil. Ég tel að munnleg aðalmeðferð sé oft mótdræg hinum ólöglærða. Hér á hann að eiga valið hvort hann velur munnlegan eða skriflegan málflutning sé yfirleitt vilji fyrir jafnræði í dómstólum landsins. Með skriflegum málflutningi er unnt að draga úr margs konar yfirburðum lögmanna. Sem dæmi má nefna yfirburða lögfræðikunnáttu og yfirburðakunnáttu í að setja fram dómsmál. Þá er það einnig mikilvægt að hinn ólöglærði geti ráðfært sig við löglærða milli umferða til þess að geta betur varist hugsanlegum lagaklækjum hins aðilans. Ég geri ráð fyrir að umferðirnar yrðu tvær. Þá er eftir að spyrja hvort þær aðfarir sem lýst er í þessu máli séu boðlegar. Þar sem um er að ræða Hæstarétt Íslands finnst mér það fjarri lagi. Mér finnst að þar þurfi menn að bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér. Annars er hætt við að þeir glati virðingu annarra sem ég held reyndar að þeir séu smám saman að gera. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Dómstólar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég lenti í dómsmáli sem ég rak sjálfur að miklu leyti. Þegar það var komið fyrir Hæstarétt fékk ég ábendingu um að ég gæti sótt um að málflutningur yrði skriflegur sem ég gerði. Mér fannst Hæstiréttur taka á því máli á mjög sérkennilegan hátt. Mér var munnlega svarað stuttu eftir að ég sótti um, í gegnum skrifstofustjóra Hæstaréttar, á þá leið að búið væri að samþykkja umsókn mína, það er skriflegan málflutning. Ég fór ekki fram á að fá samþykktina skriflega. Taldi að henni væri treystandi eins og nýju neti. Þetta var jú sjálfur Hæstiréttur Íslands. Skriflegur málflutningur byggist á því að réttinum og gagnaðila er sendur málflutningur í skriflegu formi sem gagnaðilinn síðan svarar skriflega eftir að hafa fengið ákveðinn frest til þess. Síðar var sagt að samþykktinni hefði verið hafnað með bréfi sem hefði verið sent í pósti tveimur mánuðum eftir hina munnlegu samþykkt og tveimur mánuðum áður en mér var sagt frá efni hennar. Ég veit einungis að mér hefur aldrei borist bréfið. Mér fannst athyglisvert hvernig Hæstiréttur Íslands kom skilaboðunum á framfæri á tölvuöld. Ég hef reyndar mínar efasemdir um að það hafi yfirleitt verið sent. Ég var í sambandi við réttinn fáeinum dögum áður en bréfið var sagt sent. Þá var mér sagt að ekki væri búið að ákveða skiladag fyrir skriflega málflutninginn. Lögmaður sagði mér að hann hefði verið í sambandi við Hæstarétt um svipað leyti, líklega einhverjum dögum seinna, þar sem honum var sagt að ég væri með skriflegan málflutning. Þegar ég fékk vitneskjuna um afturköllunina hafði ég þegar lokið við að undirbúa skriflegan málflutning þannig að ég þurfti að breyta honum í munnlegan. Það var veruleg breyting vegna þess að ég vissi ekki fyrr en eftir það að Hæstiréttur krefðist þess að hann færi ekki yfir 30 mínútur en ég hafði haft þann skriflega sem svaraði þreföldum þeim tíma. Um 20 blaðsíður í stað 7-8. Að vísu voru til dæmis tilvitnanir í skjöl mjög umfangsmiklar en ég lagði mikla áherslu á þær enda byggðist málflutningur minn mjög mikið á skriflegum sönnunum. Þeim varð ég að sleppa sem mér fannst veikja hann verulega. Þegar ég bað um skýringar á afturkölluninni var því fyrst borið við að hinn aðili málsins vildi það ekki. Síðar var sagt að skriflegur málflutningur væri bara samþykktur við alveg sérstakar aðstæður sem ekki væru fyrir hendi. Ekki var unnt að fá útskýrt hvaða sérstakar aðstæður þyrfti til. Við málflutninginn kom svo fram að dómararnir vildu bara hafa þetta svona. Þeim þætti það bara best enda vanastir því. Mín rök skiptu sem sagt engu máli. Það sem var nokkuð sérstakt við þessar umræður milli aðila var að ég hélt fram fjórum ástæðum til rökstuðnings mínum málstað. Þeir svöruðu aðeins hvað varðaði eina af þeim enda vissi ég ekki til þess að þeir gerðu neitt til þess að skoða málið. Hún varðaði það að ég heyrði illa í stórum sölum sem ekki væru lausir við bergmál. Þeim ástæðum var í engu svarað að ég væri ólöglærður, mér finndist málið vera þannig vaxið að töluvert flóknar útskýringar af minni hálfu þyrfti til að koma málinu til skila. Tilvísunum í gögn málsins yrði að sleppa við munnlegan málflutning en þær þyrftu að verða mjög umfangsmiklar. Auðvelt myndi verða fyrir dómarana að tileinka sér þær við lestur á texta og fletta þeim upp eftir því sem þeim þætti þörf á.Mér finnst þessi níska á röksemdir af hálfu Hæstaréttar mjög í anda dómskerfisins í heild. Er ég þá með hugann við að dómarar geti rökstutt dóma einungis frá sjónarmiði þess sem hann dæmir í hag sem auðveldar það mjög að þeir geti dæmt hverjum sem er í vil. Ég tel að munnleg aðalmeðferð sé oft mótdræg hinum ólöglærða. Hér á hann að eiga valið hvort hann velur munnlegan eða skriflegan málflutning sé yfirleitt vilji fyrir jafnræði í dómstólum landsins. Með skriflegum málflutningi er unnt að draga úr margs konar yfirburðum lögmanna. Sem dæmi má nefna yfirburða lögfræðikunnáttu og yfirburðakunnáttu í að setja fram dómsmál. Þá er það einnig mikilvægt að hinn ólöglærði geti ráðfært sig við löglærða milli umferða til þess að geta betur varist hugsanlegum lagaklækjum hins aðilans. Ég geri ráð fyrir að umferðirnar yrðu tvær. Þá er eftir að spyrja hvort þær aðfarir sem lýst er í þessu máli séu boðlegar. Þar sem um er að ræða Hæstarétt Íslands finnst mér það fjarri lagi. Mér finnst að þar þurfi menn að bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér. Annars er hætt við að þeir glati virðingu annarra sem ég held reyndar að þeir séu smám saman að gera. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun