Urðu meistarar með Harvard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 10:31 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er hér lengst til hægri og Írena Héðinsdóttir Gonzalez er lengst til vinstri á þessari mynd með liðsfélögum sínum úr meistaraliðinu. @harvardwsoccer Íslensku knattspyrnukonurnar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez urðu í gær meistarar í Ivy League í bandaríska háskólafótboltanum. Þær eru á sínu fyrsta ári með Harvard háskólanum og voru báðar í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á Columbia í úrslitaleiknum. Ólöf Sigríður spilaði með Þrótti í Bestu deildinni í sumar en Írena með Breiðabliki. Hildur Þóra Hákonardóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, báðar úr Breiðabliki, eru líka leikmenn liðsins en þær eru báðar frá vegna meiðsla. Fengu höfuðhögg sem þær eru að jafna sig á. Josefine Hasbo var hetja liðsins því hún skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. Ólöf komst einu sinni nálægt því að skora. We're going to enjoy this one... but we're not done yet. NCAA Tournament, Harvard is coming #GoCrimson pic.twitter.com/MBZd8iVwOH— Harvard Women's Soccer (@Harvard_WSoccer) November 6, 2023 Þetta var sögulegur sigur því þetta er í fyrsta sinn sem Ivy deildin er með úrslitakeppni um Ivy titilinn. Með þessum sigri þá tryggði Harvard sér einnig sæti í úrslitakeppninni um bandaríska háskólameistaratitilinn. Þær Ólöf og Írena eiga því vonandi nóg eftir af tímabilinu. Ólöf skoraði sjö deildarmörk fyrir Harvard á leiktíðinni og var valin besti nýliðinn í Ivy deildinni. Írena, sem spilar aftarlega á miðjunni, náði ekki að skora en byrjaði ellefu af sautján deildarleikjum. Ivy League háskólar eru með bestu háskólum Bandaríkjanna en þeir eru líka með elstu háskólum í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli er sá elsti en hann var stofnaður 1636. Skólarnir eru allir einkareknir og eru með auðugustu menntastofnunum heims. View this post on Instagram A post shared by Harvard Women's Soccer (@harvardwsoccer) Bandaríski fótboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Þær eru á sínu fyrsta ári með Harvard háskólanum og voru báðar í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á Columbia í úrslitaleiknum. Ólöf Sigríður spilaði með Þrótti í Bestu deildinni í sumar en Írena með Breiðabliki. Hildur Þóra Hákonardóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, báðar úr Breiðabliki, eru líka leikmenn liðsins en þær eru báðar frá vegna meiðsla. Fengu höfuðhögg sem þær eru að jafna sig á. Josefine Hasbo var hetja liðsins því hún skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. Ólöf komst einu sinni nálægt því að skora. We're going to enjoy this one... but we're not done yet. NCAA Tournament, Harvard is coming #GoCrimson pic.twitter.com/MBZd8iVwOH— Harvard Women's Soccer (@Harvard_WSoccer) November 6, 2023 Þetta var sögulegur sigur því þetta er í fyrsta sinn sem Ivy deildin er með úrslitakeppni um Ivy titilinn. Með þessum sigri þá tryggði Harvard sér einnig sæti í úrslitakeppninni um bandaríska háskólameistaratitilinn. Þær Ólöf og Írena eiga því vonandi nóg eftir af tímabilinu. Ólöf skoraði sjö deildarmörk fyrir Harvard á leiktíðinni og var valin besti nýliðinn í Ivy deildinni. Írena, sem spilar aftarlega á miðjunni, náði ekki að skora en byrjaði ellefu af sautján deildarleikjum. Ivy League háskólar eru með bestu háskólum Bandaríkjanna en þeir eru líka með elstu háskólum í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli er sá elsti en hann var stofnaður 1636. Skólarnir eru allir einkareknir og eru með auðugustu menntastofnunum heims. View this post on Instagram A post shared by Harvard Women's Soccer (@harvardwsoccer)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira