Segir hlé ekki inni í myndinni nema gíslum sé sleppt Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 15:28 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að aðgerðir hersins á Gasaströndinni verði ekki hætt tímabundið, fyrr en í fyrsta lagi eftir að gíslum Hamas veðri sleppt. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að ekki komi til greina að gera svokallað mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Ísrael og ræddi hann við Netanjahú um slíkt hlé. Forsætisráðherrann sagði í yfirlýsingu eftir fundinn með Blinken að mannúðarhlé kæmi ekki til greina, án þess að öllum gíslum sem Hamas-liðar eru með í haldi yrði sleppt. Annars yrði hernaði Ísrael haldið áfram af fullum krafti. Talið er að Hamas-liðar hafi tekið um 240 manns í gíslingu í árásum þeirra á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Óljóst er hve margir þeirra eru á lífi í dag. Netanjahú sagði það sama varðandi eldsneyti. Ekki komi til greina að leyfa flutning þess inn á Gasaströndina fyrr en gíslunum hefði verið sleppt. Ljósavélar sjúkrahúsa á Gasaströndinni eru tómar eða að tæmast og hefur það komið verulega niður á heilbrigðisþjónustu. Í ávarpi sínu eftir fundinn með Blinken sagði Netanjahú að Ísraelar myndi sigra óvini sína. Markmið stríðisins væri að gera útaf við Hamas-samtökin, frelsa gíslana og tryggja öryggi fyrir Ísraela. Vill að borgarar séu betur varðir Antony Blinken kallaði eftir mannúðarhlé á fundi með Netanjahú og öðrum ráðamönnum Ísrael í dag. Eftir fundinn sagðist hann hafa ítrekað að vernda þyrfti óbreytta borgara á Gasaströndinni en ítrekaði að Hamas-liðar skýldu sér bakvið þá. Þá sagði Blinken að rétt væri að vernda óbreytta borgara og það að gera það ekki hjálpaði Hamas. Mannfall meðal óbreyttra borgara væri vatn á myllu Hamas. Minnst 9.200 hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndina, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir. „Það þarf að gera meira til að verja borgara,“ sagði Blinken. Met with senior Israeli leadership today. Israel has the right to defend itself against terrorism and ensure this never happens again. We discussed concrete steps that can and should be taken to protect civilians. pic.twitter.com/f3xTMbZIE9— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) November 3, 2023 Eftir fundinn með Netanjahú sagði Blinken að tveggja ríkja lausn á deilunum yrði að vera markmið stríðs Ísraela gegn Hamas. Ekki væri nóg að bara sigra samtökin heldur þyrfti að skipa friðsama framtíð fyrir Ísraela og Palestínumenn. „þetta snýst ekki bara um að sigra Hamas. Þetta snýst um að tryggja að það sem gerðist 7. október geti ekki gerst aftur,“ sagði Blinken. Hann sagði að einnig þyrfti bjóða fram betri framtíð en Hamas-liðar geti. Blinken sagði að tveggja ríkja lausn gæti boðið þá framtíð og sú lausn hefði mikinn stuðning. Blaðamannafund Blinken má sjá í spilaranum hér að neðan. Reiðir yfir ofbeldi á Vesturbakkanum Hann sagði einnig að leiðtogar Ísrael hefðu heitið því að fordæma ofbeldi ísraelsks landtökufólks og ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna og Bedúína á Vesturbakkanum. Gripið yrði til aðgerða til að stöðva þetta ofbeldi og refsa þeim sem hefðu brotið af sér. „Við munum fylgjast náið með því að vinir okkar standi við þessar skuldbindingar,“ sagði Blinken á blaðamannafundinum. Umrætt ofbeldi hefur verið umfangsmikið frá 7. október en ráðamenn í Ísrael hafa lítið sem ekkert tjáð sig um það. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Tel Aviv.AP/Jonathan Ernst Times of Israel sagði frá því fyrr í dag að ofbeldið á Vesturbakkanum hefði reitt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og aðra í ríkisstjórn hans til reiði. Heimildarmenn miðilsins innan ríkisstjórnar Ísraelar benda á að Biden hafi talað um þetta opinberlega. „Við þurfum algeran stuðning ríkisstjórnarinnar [Bandaríkjanna] núna,“ sagði einni heimildarmaður TOI. Hann sagði það skaða hagsmuni Ísrael að stöðva ekki ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum í garð Pelstínumanna. Leiðtogi Hezbollah virðist ekki vilja stríð enn Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hélt ræðu í dag sem beðið var með eftirvæntingu. Óttast er að Hezbollah muni opna nýja víglínu í norðurhluta Ísrael, við landamæri Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru mjög áhrifarík. Ef marka má ræðu Nasrallah, hefur hann og ráðamenn í Íran, sem styðja Hezbollah dyggilega, ekki áhuga á að opna nýja víglínu. Hann hélt möguleikanum þó opnum og sagði að flugmóðurskip Bandaríkjanna á Miðjarðarhafinu hræddu meðlimi Hezbollah ekki. Joe Biden lét sigla tveimur slíkum skipið að Mið-Austurlöndum með því markmiði að koma í veg fyrir að stríð Ísraela og Hamas dreifði úr sér. Nasrallah sagði að komið hefði til átaka við Ísraela og gaf í skyn að árásir yfir landamærin myndu halda áfram en þær yrðu takmarkaðar. Markmið þeirra virðist vera að halda hluta herafla Ísraela uppteknum í norðri. Hann sagði einnig að leiðtogar Hamas hefðu ekki látið aðra vita af ætlunum þeirra fyrir árásina 7. október og sagði hana eingöngu hafa verið gerða af Palestínumönnum. Aðrir hefðu ekki komið að henni. Hezbollah eru mun öflugri samtök en Hamas en þau eru mynduð af þúsundum manna sem margir hafa reynslu af átökum í Sýrlandi og í Írak. Þá er talið að samtökin sitji á um 150 þúsund eldflaugum sem hægt væri að skjóta að Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölskyldur fórnarlamba Hamas krefjast rannsóknar Alþjóðasakamáladómstólsins Fjölskyldur níu einstaklinga sem létust í árásum Hamas-liða á byggðir Ísraelsmanna við landamörkin að Gasa 7. október hafa sent inn kvörtun til Alþjóðasakamáladómstólsins vegna mögulegra stríðsglæpa. 3. nóvember 2023 11:46 Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði í yfirlýsingu eftir fundinn með Blinken að mannúðarhlé kæmi ekki til greina, án þess að öllum gíslum sem Hamas-liðar eru með í haldi yrði sleppt. Annars yrði hernaði Ísrael haldið áfram af fullum krafti. Talið er að Hamas-liðar hafi tekið um 240 manns í gíslingu í árásum þeirra á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Óljóst er hve margir þeirra eru á lífi í dag. Netanjahú sagði það sama varðandi eldsneyti. Ekki komi til greina að leyfa flutning þess inn á Gasaströndina fyrr en gíslunum hefði verið sleppt. Ljósavélar sjúkrahúsa á Gasaströndinni eru tómar eða að tæmast og hefur það komið verulega niður á heilbrigðisþjónustu. Í ávarpi sínu eftir fundinn með Blinken sagði Netanjahú að Ísraelar myndi sigra óvini sína. Markmið stríðisins væri að gera útaf við Hamas-samtökin, frelsa gíslana og tryggja öryggi fyrir Ísraela. Vill að borgarar séu betur varðir Antony Blinken kallaði eftir mannúðarhlé á fundi með Netanjahú og öðrum ráðamönnum Ísrael í dag. Eftir fundinn sagðist hann hafa ítrekað að vernda þyrfti óbreytta borgara á Gasaströndinni en ítrekaði að Hamas-liðar skýldu sér bakvið þá. Þá sagði Blinken að rétt væri að vernda óbreytta borgara og það að gera það ekki hjálpaði Hamas. Mannfall meðal óbreyttra borgara væri vatn á myllu Hamas. Minnst 9.200 hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndina, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir. „Það þarf að gera meira til að verja borgara,“ sagði Blinken. Met with senior Israeli leadership today. Israel has the right to defend itself against terrorism and ensure this never happens again. We discussed concrete steps that can and should be taken to protect civilians. pic.twitter.com/f3xTMbZIE9— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) November 3, 2023 Eftir fundinn með Netanjahú sagði Blinken að tveggja ríkja lausn á deilunum yrði að vera markmið stríðs Ísraela gegn Hamas. Ekki væri nóg að bara sigra samtökin heldur þyrfti að skipa friðsama framtíð fyrir Ísraela og Palestínumenn. „þetta snýst ekki bara um að sigra Hamas. Þetta snýst um að tryggja að það sem gerðist 7. október geti ekki gerst aftur,“ sagði Blinken. Hann sagði að einnig þyrfti bjóða fram betri framtíð en Hamas-liðar geti. Blinken sagði að tveggja ríkja lausn gæti boðið þá framtíð og sú lausn hefði mikinn stuðning. Blaðamannafund Blinken má sjá í spilaranum hér að neðan. Reiðir yfir ofbeldi á Vesturbakkanum Hann sagði einnig að leiðtogar Ísrael hefðu heitið því að fordæma ofbeldi ísraelsks landtökufólks og ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna og Bedúína á Vesturbakkanum. Gripið yrði til aðgerða til að stöðva þetta ofbeldi og refsa þeim sem hefðu brotið af sér. „Við munum fylgjast náið með því að vinir okkar standi við þessar skuldbindingar,“ sagði Blinken á blaðamannafundinum. Umrætt ofbeldi hefur verið umfangsmikið frá 7. október en ráðamenn í Ísrael hafa lítið sem ekkert tjáð sig um það. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Tel Aviv.AP/Jonathan Ernst Times of Israel sagði frá því fyrr í dag að ofbeldið á Vesturbakkanum hefði reitt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og aðra í ríkisstjórn hans til reiði. Heimildarmenn miðilsins innan ríkisstjórnar Ísraelar benda á að Biden hafi talað um þetta opinberlega. „Við þurfum algeran stuðning ríkisstjórnarinnar [Bandaríkjanna] núna,“ sagði einni heimildarmaður TOI. Hann sagði það skaða hagsmuni Ísrael að stöðva ekki ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum í garð Pelstínumanna. Leiðtogi Hezbollah virðist ekki vilja stríð enn Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hélt ræðu í dag sem beðið var með eftirvæntingu. Óttast er að Hezbollah muni opna nýja víglínu í norðurhluta Ísrael, við landamæri Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru mjög áhrifarík. Ef marka má ræðu Nasrallah, hefur hann og ráðamenn í Íran, sem styðja Hezbollah dyggilega, ekki áhuga á að opna nýja víglínu. Hann hélt möguleikanum þó opnum og sagði að flugmóðurskip Bandaríkjanna á Miðjarðarhafinu hræddu meðlimi Hezbollah ekki. Joe Biden lét sigla tveimur slíkum skipið að Mið-Austurlöndum með því markmiði að koma í veg fyrir að stríð Ísraela og Hamas dreifði úr sér. Nasrallah sagði að komið hefði til átaka við Ísraela og gaf í skyn að árásir yfir landamærin myndu halda áfram en þær yrðu takmarkaðar. Markmið þeirra virðist vera að halda hluta herafla Ísraela uppteknum í norðri. Hann sagði einnig að leiðtogar Hamas hefðu ekki látið aðra vita af ætlunum þeirra fyrir árásina 7. október og sagði hana eingöngu hafa verið gerða af Palestínumönnum. Aðrir hefðu ekki komið að henni. Hezbollah eru mun öflugri samtök en Hamas en þau eru mynduð af þúsundum manna sem margir hafa reynslu af átökum í Sýrlandi og í Írak. Þá er talið að samtökin sitji á um 150 þúsund eldflaugum sem hægt væri að skjóta að Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölskyldur fórnarlamba Hamas krefjast rannsóknar Alþjóðasakamáladómstólsins Fjölskyldur níu einstaklinga sem létust í árásum Hamas-liða á byggðir Ísraelsmanna við landamörkin að Gasa 7. október hafa sent inn kvörtun til Alþjóðasakamáladómstólsins vegna mögulegra stríðsglæpa. 3. nóvember 2023 11:46 Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fjölskyldur fórnarlamba Hamas krefjast rannsóknar Alþjóðasakamáladómstólsins Fjölskyldur níu einstaklinga sem létust í árásum Hamas-liða á byggðir Ísraelsmanna við landamörkin að Gasa 7. október hafa sent inn kvörtun til Alþjóðasakamáladómstólsins vegna mögulegra stríðsglæpa. 3. nóvember 2023 11:46
Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43
„Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54