Wembanyama stórkostlegur í sigri á Suns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 06:25 Victor Wembanyama fer hér framhjá Kevin Durant í leiknum í nótt. AP/Rick Scuteri Nýliðinn Victor Wembanyama átti sinn fyrsta risaleik í nótt þegar San Antonio Spurs vann 132-121 sigur á Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta. Wembanyama skoraði 38 stig í leiknum og var líka mjög öflugur í lokin þegar það virtist sem að Spurs liðið væri að henda frá sér sigrinum. Wembanyama skoraði tíu stig á síðustu fjórum mínútum leiksins en allt Suns liðið skoraði bara fimm stig á sama tíma. EVERY HIGHLIGHT from Victor Wembanyama's dominant night in the Spurs' W 38 PTS (career-high)10 REB2 BLK pic.twitter.com/E7FXwDlX9A— NBA (@NBA) November 3, 2023 „Hann er fjölhæfur leikmaður og hann mun líka gefa boltann á opna manninn. Hann hefur trú á sjálfum sér. Hann gerði nokkrum sinnum ótrúlega hluti í þessum leik. Þessi blanda er skrambi góð,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs. Wembanyama nýtti 15 af 26 skotum sínum þar af 3 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var einnig með 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot. Liðið vann með 21 stigi þegar hann var inn á gólfinu. Leikurinn varð óvænt spennandi í lokin eftir endurkomu Suns. Phoenix menn höfðu þá unnið upp 27 stiga forskot Spurs og náð að jafna leikinn þegar 4:21 voru eftir af klukkunni. San Antonio svaraði með því að skora næstu tólf stig og þar af komu tíu þeirra frá Wembanyama. Mikið hefur verið látið með Wembanyama enda þykir hann einn mest spennandi nýliði síðan að LeBron James kom inn í deildina á sínum tíma. Þetta var aðeins hans fimmti leikur í deildinni og hann var með 16,3 stig að meðaltali í hinum fjórum. "He's a multifaceted player."Pop on Wemby after his career-high 38 PTS pic.twitter.com/Gz1xOEzqUO— NBA (@NBA) November 3, 2023 San Antonio Spurs var þarna að vinna sinn annan leik á móti Phoenix Suns á stuttum tíma en liðið hafði unnið mjög dramatískan sigur, 115-114, á þriðjudaginn. Wembanyama var með 18 stig, 8 fráköst og 4 varin skot í þeim leik. Devin Booker kom aftur inn í lið Suns og var næstum því með þrennu en hann skoraði 31 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Kevin Durant var síðan með 28 stig. Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115 NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Wembanyama skoraði 38 stig í leiknum og var líka mjög öflugur í lokin þegar það virtist sem að Spurs liðið væri að henda frá sér sigrinum. Wembanyama skoraði tíu stig á síðustu fjórum mínútum leiksins en allt Suns liðið skoraði bara fimm stig á sama tíma. EVERY HIGHLIGHT from Victor Wembanyama's dominant night in the Spurs' W 38 PTS (career-high)10 REB2 BLK pic.twitter.com/E7FXwDlX9A— NBA (@NBA) November 3, 2023 „Hann er fjölhæfur leikmaður og hann mun líka gefa boltann á opna manninn. Hann hefur trú á sjálfum sér. Hann gerði nokkrum sinnum ótrúlega hluti í þessum leik. Þessi blanda er skrambi góð,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs. Wembanyama nýtti 15 af 26 skotum sínum þar af 3 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var einnig með 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot. Liðið vann með 21 stigi þegar hann var inn á gólfinu. Leikurinn varð óvænt spennandi í lokin eftir endurkomu Suns. Phoenix menn höfðu þá unnið upp 27 stiga forskot Spurs og náð að jafna leikinn þegar 4:21 voru eftir af klukkunni. San Antonio svaraði með því að skora næstu tólf stig og þar af komu tíu þeirra frá Wembanyama. Mikið hefur verið látið með Wembanyama enda þykir hann einn mest spennandi nýliði síðan að LeBron James kom inn í deildina á sínum tíma. Þetta var aðeins hans fimmti leikur í deildinni og hann var með 16,3 stig að meðaltali í hinum fjórum. "He's a multifaceted player."Pop on Wemby after his career-high 38 PTS pic.twitter.com/Gz1xOEzqUO— NBA (@NBA) November 3, 2023 San Antonio Spurs var þarna að vinna sinn annan leik á móti Phoenix Suns á stuttum tíma en liðið hafði unnið mjög dramatískan sigur, 115-114, á þriðjudaginn. Wembanyama var með 18 stig, 8 fráköst og 4 varin skot í þeim leik. Devin Booker kom aftur inn í lið Suns og var næstum því með þrennu en hann skoraði 31 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Kevin Durant var síðan með 28 stig. Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115
Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115
NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira