Skapofsmaðurinn í rauðu peysunni allur: Þrír titlar, stólakast og einstök arfleið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 12:00 Bob Knight í einkennisklæðnaðinum, rauðu peysunni. getty/Gary Mook Bob Knight, einn þekktasti og sigursælasti þjálfari í sögu bandaríska háskólakörfuboltans, lést í gær. Hann gerði Indiana þrisvar sinnum að meisturum en var einnig þekktur fyrir mikið skap og að láta reiði sína bitna á ýmsum nærliggjandi hlutum. Knight lést á heimili sínu í Bloomington í Indiana í gær, 83 ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús í apríl og hafði glímt við heilsubrest um árabil. Basketball coach Bob Knight has died at the age of 83, his family announced. pic.twitter.com/89mURdyDkv— ESPN (@espn) November 1, 2023 Knight fæddist í Ohio 1940 og lék með Ohio State á árunum 1959-62 og varð meistari með liðinu 1960. Hann tók svo við liði bandaríska hersins 1965, þá aðeins 24 ára og yngsti þjálfarinn í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans. Árið 1971 var Knight ráðinn þjálfari Indiana og stýrði liðinu til aldamóta. Hann er dýrkaður og dáður hjá stuðningsmönnum Indiana enda gerði hann liðið þrisvar sinnum að meisturum. Indiana varð meistari 1976 (án þess að tapa leik), 1981 og 1987. Aðalmaðurinn í meistaraliðinu 1981 var Isiah Thomas sem varð tvívegis NBA-meistari með Detroit Pistons. One of the most successful & influential figures in the history of college basketball. pic.twitter.com/6XMvJvcuaB— Indiana Basketball (@IndianaMBB) November 1, 2023 Knight var einnig þjálfari bandaríska landsliðsins sem varð Ólympíumeistari á heimavelli 1984. Meðal leikmanna í liðinu var Michael Jordan. Knight skildi lítið í forráðamönnum Portland Trail Blazers að velja Jordan ekki í nýliðavalinu 1984. Þegar þeir sögðu honum að þá vantaði miðherja sagði hann einfaldlega: Veljið Jordan og notið hann sem helvítis miðherja. Knight var harður húsbóndi, heiðursborgari gamla skólans og missti ítrekað stjórn á skapi sínu. Frægt er þegar hann kastaði stól inn á völlinn í leik gegn Purdue. Hann var einnig handtekinn fyrir að kýla lögreglumann, skallaði leikmann Indiana og reifst ítrekað við fjölmiðlamenn, dómara og aðra sem á vegi hans urðu. Bob knight launching a chair during a game is still iconic . Rip pic.twitter.com/KaXTfqUjGh— John (@iam_johnw) November 1, 2023 Knight var rekinn frá Indiana haustið 2000 eftir að hafa gripið í höndina á leikmanni. Hann var á gulu spjaldi eftir að myndband náðist af honum taka annan leikmann, Neil Reed, hálstaki á æfingu 1997. Brottvikning Knights frá Indiana var afar umdeild enda er hann í guðatölu hjá stuðningsmönnum skólans. Knight tók við Texas Tech 2001 og stýrði liðinu til 2008 þegar sonur hans, Pat, tók við því. Sama ár sló Knight met Deans Smith yfir flesta sigra þjálfara í efstu deild háskólaboltans. Hann átti metið í fjögur ár, eða þar til Mike Krzyzewski sló það. Knight þjálfaði Krzyzewski einmitt í hernum og þeir mættust svo margoft sem þjálfarar seinna meir. „Við höfum misst einn besta þjálfara í sögu körfuboltans. Hann var einstakur,“ sagði Krzyzewski. „Knight þjálfari fékk mig í herinn og hafði gríðarlega mikil áhrif á feril minn og líf. Þetta er gríðarlegur missir fyrir íþróttina og fjölskyldan okkar er mjög sorgmædd vegna fráfalls hans.“ Be Thou At Peace, Bob Knight. Army MBB Head Coach 1963-1971. pic.twitter.com/Bn02S5cqOF— Army Men's Basketball (@ArmyWP_MBB) November 1, 2023 Knight stýrði liðum sínum til alls 902 sigra í 1.273 í leikjum í efstu deild háskólaboltans og er með 70,9 prósent sigurhlutfall. Sem fyrr sagði vann Indiana þrjá meistaratitla undir hans stjórn, hann kom liðinu fimm sinnum í úrslitahelgina (e. Final Four), vann sína deild (Big Ten) ellefu sinnum og Indiana komst 24 sinnum í úrslitakeppnina á þeim 29 tímabilum sem hann stýrði liðinu. Bob Knight has passed away at the age of 83.1x NCAA Champion (player)3x NCAA Champion (coach)5x Final Four11x Big Ten Champion3x AP Coach of the Year1x Naismith Coach of the Year1991 Naismith Basketball Hall of Fame InducteeA true legend. pic.twitter.com/7GSDd1y3Ty— NCAA March Madness (@MarchMadnessMBB) November 1, 2023 Þrátt fyrir umdeildar þjálfunaraðferðir og hafa margoft farið yfir strikið útskrifuðust nær allir leikmenn sem Knight þjálfaði og hann braut aldrei reglur NCAA. Maðurinn í rauðu peysunni er allur en arfleiðf hans lifir sem og nokkur ódauðleg ummæli. Hann óskaði meðal annars eftir því að vera jarðaður öfugt svo gagnrýnendur hans gætu smellt kossi á rassinn á honum. When my time on earth is gone, and my activities here are passed, I want them to bury me upside down, and my critics can kiss my ass! - Coach Bob Knight #RIP pic.twitter.com/FzqgFPJ54I— Barstool Sports (@barstoolsports) November 1, 2023 Knight fór sínar eigin leiðir og það var því vel við hæfi að lagið „My Way“ hafi verið spilað þegar hann sló metið yfir flesta sigra í efstu deild háskólaboltans. Bandaríski háskólakörfuboltinn Andlát Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Knight lést á heimili sínu í Bloomington í Indiana í gær, 83 ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús í apríl og hafði glímt við heilsubrest um árabil. Basketball coach Bob Knight has died at the age of 83, his family announced. pic.twitter.com/89mURdyDkv— ESPN (@espn) November 1, 2023 Knight fæddist í Ohio 1940 og lék með Ohio State á árunum 1959-62 og varð meistari með liðinu 1960. Hann tók svo við liði bandaríska hersins 1965, þá aðeins 24 ára og yngsti þjálfarinn í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans. Árið 1971 var Knight ráðinn þjálfari Indiana og stýrði liðinu til aldamóta. Hann er dýrkaður og dáður hjá stuðningsmönnum Indiana enda gerði hann liðið þrisvar sinnum að meisturum. Indiana varð meistari 1976 (án þess að tapa leik), 1981 og 1987. Aðalmaðurinn í meistaraliðinu 1981 var Isiah Thomas sem varð tvívegis NBA-meistari með Detroit Pistons. One of the most successful & influential figures in the history of college basketball. pic.twitter.com/6XMvJvcuaB— Indiana Basketball (@IndianaMBB) November 1, 2023 Knight var einnig þjálfari bandaríska landsliðsins sem varð Ólympíumeistari á heimavelli 1984. Meðal leikmanna í liðinu var Michael Jordan. Knight skildi lítið í forráðamönnum Portland Trail Blazers að velja Jordan ekki í nýliðavalinu 1984. Þegar þeir sögðu honum að þá vantaði miðherja sagði hann einfaldlega: Veljið Jordan og notið hann sem helvítis miðherja. Knight var harður húsbóndi, heiðursborgari gamla skólans og missti ítrekað stjórn á skapi sínu. Frægt er þegar hann kastaði stól inn á völlinn í leik gegn Purdue. Hann var einnig handtekinn fyrir að kýla lögreglumann, skallaði leikmann Indiana og reifst ítrekað við fjölmiðlamenn, dómara og aðra sem á vegi hans urðu. Bob knight launching a chair during a game is still iconic . Rip pic.twitter.com/KaXTfqUjGh— John (@iam_johnw) November 1, 2023 Knight var rekinn frá Indiana haustið 2000 eftir að hafa gripið í höndina á leikmanni. Hann var á gulu spjaldi eftir að myndband náðist af honum taka annan leikmann, Neil Reed, hálstaki á æfingu 1997. Brottvikning Knights frá Indiana var afar umdeild enda er hann í guðatölu hjá stuðningsmönnum skólans. Knight tók við Texas Tech 2001 og stýrði liðinu til 2008 þegar sonur hans, Pat, tók við því. Sama ár sló Knight met Deans Smith yfir flesta sigra þjálfara í efstu deild háskólaboltans. Hann átti metið í fjögur ár, eða þar til Mike Krzyzewski sló það. Knight þjálfaði Krzyzewski einmitt í hernum og þeir mættust svo margoft sem þjálfarar seinna meir. „Við höfum misst einn besta þjálfara í sögu körfuboltans. Hann var einstakur,“ sagði Krzyzewski. „Knight þjálfari fékk mig í herinn og hafði gríðarlega mikil áhrif á feril minn og líf. Þetta er gríðarlegur missir fyrir íþróttina og fjölskyldan okkar er mjög sorgmædd vegna fráfalls hans.“ Be Thou At Peace, Bob Knight. Army MBB Head Coach 1963-1971. pic.twitter.com/Bn02S5cqOF— Army Men's Basketball (@ArmyWP_MBB) November 1, 2023 Knight stýrði liðum sínum til alls 902 sigra í 1.273 í leikjum í efstu deild háskólaboltans og er með 70,9 prósent sigurhlutfall. Sem fyrr sagði vann Indiana þrjá meistaratitla undir hans stjórn, hann kom liðinu fimm sinnum í úrslitahelgina (e. Final Four), vann sína deild (Big Ten) ellefu sinnum og Indiana komst 24 sinnum í úrslitakeppnina á þeim 29 tímabilum sem hann stýrði liðinu. Bob Knight has passed away at the age of 83.1x NCAA Champion (player)3x NCAA Champion (coach)5x Final Four11x Big Ten Champion3x AP Coach of the Year1x Naismith Coach of the Year1991 Naismith Basketball Hall of Fame InducteeA true legend. pic.twitter.com/7GSDd1y3Ty— NCAA March Madness (@MarchMadnessMBB) November 1, 2023 Þrátt fyrir umdeildar þjálfunaraðferðir og hafa margoft farið yfir strikið útskrifuðust nær allir leikmenn sem Knight þjálfaði og hann braut aldrei reglur NCAA. Maðurinn í rauðu peysunni er allur en arfleiðf hans lifir sem og nokkur ódauðleg ummæli. Hann óskaði meðal annars eftir því að vera jarðaður öfugt svo gagnrýnendur hans gætu smellt kossi á rassinn á honum. When my time on earth is gone, and my activities here are passed, I want them to bury me upside down, and my critics can kiss my ass! - Coach Bob Knight #RIP pic.twitter.com/FzqgFPJ54I— Barstool Sports (@barstoolsports) November 1, 2023 Knight fór sínar eigin leiðir og það var því vel við hæfi að lagið „My Way“ hafi verið spilað þegar hann sló metið yfir flesta sigra í efstu deild háskólaboltans.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Andlát Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti