Al-Nassr vann leikinn, 1-0, í sextán liða úrslitum sádiarabíska konungsbikarsins en Ronaldo var samt hinn ósáttasti á meðan honum stóð. Hann fékk til að mynda gult spjald í fyrri hálfleik fyrir mótmæli.
Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Brasilíumaðurinn Talisca fyrir Al-Nassr. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Ronaldo var rangstæður.
Portúgalinn hafði lítinn húmor fyrir þessari ákvörðun, gaf merki um skiptingu og benti svo á dómarann, hinn síleska Piero Maza.
— DIARIO MEDIA (@DiarioMedi_a) October 31, 2023
: @Nfcdiario pic.twitter.com/FCmTQ6ovI1
Hann fékk ósk sína þó ekki uppfyllta og ekki kættist hann augnabliki síðar þegar Talisca var rekinn af velli fyrir olnbogaskot.
Jafnt varð í liðum á 89. mínútu þegar Ali Abdullah Hazzazi, leikmaður Al-Ettifaq, fékk rautt spjald. Bæði lið voru því með tíu leikmenn inn á í framlengingunni þar sem úrslit leiksins réðust.
Sadio Mané reyndist hetja Al-Nassr en hann skoraði eina mark leiksins á 107. mínútu og tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum konungsbikarsins.