„Ég er ekki þessi níu til fimm pabbi“ Íris Hauksdóttir skrifar 4. nóvember 2023 08:01 Rapparinn Flóni breytti um lífstíl í kjölfar fæðingu frumburðarins. Vilhelm/Vísir Rapparinn Friðrik Róbertsson, betur þekkur sem Flóni, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ríflega sex árum. Þrátt fyrir að vera þekktur fyrir einlægni veitir Flóni sjaldan viðtöl og segist vera frekar prívat maður. Flóni hóf samband með kærustu sinni í miðjum heimsfaraldri og fljótlega fæddist frumburðurinn, Benjamin Hrafnar. Hann segir föðurhlutverkið hafa breytt allri sinni sýn á lífið og sé þakklátur að geta sinnt syninum lengur á hverjum degi en flestir aðrir feður. Týndur í sólarhringnum „Ég er ekki þessi níu til fimm pabbi,“ segir Flóni þar sem blaðakona hittir á hann á miðju leikteppi með soninn, tæplega eins árs. „Hann breytti allri minni sýn á heiminn og ekkert varð aftur eins. Tímaskipulagið umturnaðist en áður hafði ég verið týndur í sólarhringnum. Ég lifði á öðrum hraða en ég geri í dag. Það að fá svona skilyrðislausa ást er það skemmtilegasta sem ég hef upplifað á ævinni og ég vildi óska þess að ég hefði gert þetta fyrr ef eitthvað er.“ Fyrsta og eina kærastan Flóni segist þakklátur heimsfaraldrinum og segir hann hafa verið ákveðna blessun. Flóni segir heimsfaraldurinn hafa haft sína kosti.Vilhelm/Vísir „Þarna gafst allt í einu tími til að stoppa og leyfa sér að hugsa, hvernig manni liði og hver maður væri. Það var heilbrigð áskorun fyrir mig að aflýsa öllum giggum og skoða hvert mitt raunverulega sjálf er. Þarna fékk ég tíma til að hugsa hver ég væri og hvað ég vildi. Þarna átti ég líka svo gott tímabil með kærustunni minni. Við byrjuðum saman þegar ekkert var um að vera og vorum bara tvö heima að spila tölvuleiki.“ Spurður hvernig kynni þeirra hafi borið að verður Flóni glettinn á svip. „Ég hafði alltaf vitað hver hún er og að hún væri það sem mig langaði í. Hún er fyrsta og eina manneskjan sem ég hef verið í sambandi með og það má alveg kalla það hvolpaást en ég hef alltaf litið á það sem svo að manneskjan sem ég væri í alvöru samband með væri sú sem ég væri 150 prósent með. Hrafnkatla er besti vinur minn og ég hennar.“ Flóni viðurkennir að vera rómantískur gæi og að fjölskyldan skipti sig öllu máli. „Ég vissi alltaf að við ættum að vera saman. Auðvitað er fyrsta árið með barn áskorun en við eigum bara svo góð samskipti.“ Stoltur af mistökunum Eftir komu drengsins í heiminn sneri Flóni blaðinu við og sagði skilið við fyrri lífsstíl. Hann segir það þó enn geta tekið á að rífa sig í gang fyrir gigg eftir lítinn sem engan nætursvefn. „Það er stundum brjálæðislega erfitt að hoppa inn á klúbb þegar litli hefur kannski verið veikur alla nóttina. Maður hefur ekki gert neitt annað en að reyna sitt besta í að láta barninu sínu líða vel í einhverja daga og þarf að skemma fólki sem er að djamma á fullu. Það eru helst þannig moment sem mér finnst þetta vera klikkun en svo er líka gaman að fá tíma fyrir sig sjálfan. Ég er þakklátur að geta verið mikið heima með þeim báðum, það eru ekki allir pabbar sem fá þann lúxus. Flóni segist þakklátur vinnu sinni sem gerir honum kleift að sinna syni sínum flestum stundum.Vilhelm/Vísir Hins vegar er engin skömm í því að hafa djammað og lifað þeim lífsstíl sem ég gerði áður fyrr. Tónlistin getur sogað að sér allskonar hluti. Áfengi var aldrei neitt vandamál fyrir mér, nema fyrir þær sakir að valda mér kvíða. En öllu eitri fylgir þunglyndi og ég þurfti að taka mig saman í andlitinu. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri hér í dag ef ég hefði ekki gert það á sínum tíma.“ Spurður hvort hann óttist álit annarra segir Flóni það auðsótt fyrir aðdáendur sína að heyra í gegnum textana hvaða leið hann hafi valið að feta. „Það heyra allir sem hlusta á tónlistina mína að þessir hlutir hafa fylgt mér og eru partur af því sem ég hef upplifað. Mistökin sem hafa mótað mig og gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Ef eitthvað er, er ég stoltur af því.“ Þakklátur mömmu fyrir þolinmæðina Flóni er fæddur og uppalinn í Vesturbænum. Þrátt fyrir að hafa flakkað á milli hverfa fylgdi hann alltaf bekkjarsystkinum sínum í gegnum Melaskóla og Hagaskóla. Eftir grunnskólagöngu hóf hann nám við Verzlunarskóla Íslands. Sjálfur segist hann hafa verið fyrirmyndranemandi þó menntaskólagangan hafi ekki verið löng. „Ég hafði ekki hugmynd um það hvert ég vildi stefna. Ég fór á þessa hefðbundnu braut í Verzló en hataði það. Mér fannst ég ekki passa inn í. Ég hellti mér út í félagslífið frekar en að læra bókhald og var í hálfgerðum mótþróa. Samhliða námi vann ég hjá Dominos og á Hamborgarabúllunni svo var ég alltaf að búa til músík. Ég mætti í skólann eftir að hafa verið að semja tónlist fram eftir nóttu og endaði auðvitað á því að falla í skóla. Þú getur rétt ímyndað þér hvað mamma var ánægð með mig þá,“ segir Flóni í léttum tón en hann er einkabarn einstæðrar móður. Þau mæðginin eru afar náin og segir hann móður sína merkilegustu manneskjuna í sínu lífi. Flóni ólst upp hjá einstæðri móður og óendanlega þakklátur fyrir hana.Vilhelm/Vísir „Ég er svo þakklátur henni fyrir þolinmæðina sem hún hafði fyrir mér. Á þeim tíma sem ég var að byggja upp nafnið mitt bjó hún erlendis en hún gaf mér bæði svigrúm og traust til að virkja mig. Verandi foreldri í dag skil ég hana miklu betur. Ég ætti sjálfsagt erfitt með að horfa upp á son minn falla úr skóla og taka áhættuna á að gera eitthvað sem litlar líkur eru á að muni heppnast, en hún gerði það.“ Tvö ár af kvíða Móðir Flóna er ¼ Svisslendingur og faðir hans hálfur Slóvani, hann segist því í grunninn vera góður bragðarefur. „Ég er með erlendan bakgrunn og er í raun algjör blendingur. Þess vegna var mér mikið í mun að sonur okkar fengi alþjóðlegt nafn.“ En talandi um nöfn, Flóni, hvernig kom það til? „Ég var alltaf kallaður Flóni sem krakki og þegar ég byrjaði í tónlist var það fyrsta sem flestir tengdu við mig. Þetta var aldrei meðvituð stefna. Fjölskyldan mín, kærastan og nánustu vinir kalla mig samt alltaf Friðrik. Það er það sem aðskilur þá sem eru nánir og hina.“ Hann segir það þó aldrei hafa verið meðvitað plan að feta frægðarveginn en einhvern veginn óvart urðu á vegi hans listamenn á borð við Sturlu Atlas, Birni og Aron Can. „Ég var meira í að pródúsera lög og standa á hliðarlínunni en óvart fóru lögin mín að leka og verða vinsæl underground. Á einhverjum tímapunkti voru þau svo komin út um allt og við ákváðum að gefa út plötuna Flóni 1.“ Hvernig leið þér með það? „Ég var ógeðslega stressaður. Þetta var vel út fyrir rammann. Þegar ég hugsa til baka voru þetta tvö ár af kvíða. Þriðja platan væntanleg Nú eru fjögur ár síðan fyrsta platan kom út og von er á nýrri. Platan Flóni 3 er væntanleg í nóvember en Flóni 2 kom út í millitíðinni. Hann útilokar ekki að þessi marki endalok þríleiks síns plötu-tónlistarferils. Flóni gefur eingöngu út tónlist sem hefur þýðingu fyrir sig.Vilhelm/Vísir „Ég get ekki svarað því hvort ég sé hættur eða ekki. Tónlist er eitthvað sem ég mun alltaf starfa við en ég ákvað samt aldrei neitt formlega eða meðvitað að vinna við þetta. Ég gæti alveg eins rankað við mér eftir tuttugu ár og sagst aldrei vilja gefa aftur út tónlist nema hún hafi sérstaka þýðingu fyrir mig. Það er svo auðvelt að verða uppfullur af sjálfum sér starfandi í þessari grein. Egóið er hættulegt fyrirbæri en ég hef verið góður í að umkringja mig góðu fólki. Við lifum á svo skrítnum tímum, ekki síst hvað varðar tónlist. Hraðinn er gífurlegur og þessa stundina vil ég einbeita mér eins mikið og ég get að gera allt eins vel og ég get. Það hafa margir kvartað yfir því að ég sé ekki löngu búinn að gefa frá mér nýtt efni en góðir hlutir gerast hægt og þetta er plata sem á að vera tímalaus, rétt eins og hinar. Ég get ekki sagt neitt annað en að ég sé spenntur fyrir framhaldinu, í hvaða átt sem það leiðir mig. Tónlist Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sonur Flóna og Hrafnkötlu kominn með nafn Tónlistarmaðurinn Flóni og kærasta hans Hrafnkatla hafa gefið nýfæddum syni sínum nafn. Drengurinn heitir Benjamín. 12. desember 2022 12:36 Flóni er orðinn faðir Tónlistarmaðurinn vinsæli Flóni er orðinn faðir. Hann greindi frá þessum gleðitíðindum á Instagram síðu sinni nú í morgun. 11. nóvember 2022 12:09 Floni gefur út nýja plötu í lok mánaðar: „Tónlistin gengur fyrir, ekki peningurinn“ Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. 14. janúar 2019 23:00 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Flóni hóf samband með kærustu sinni í miðjum heimsfaraldri og fljótlega fæddist frumburðurinn, Benjamin Hrafnar. Hann segir föðurhlutverkið hafa breytt allri sinni sýn á lífið og sé þakklátur að geta sinnt syninum lengur á hverjum degi en flestir aðrir feður. Týndur í sólarhringnum „Ég er ekki þessi níu til fimm pabbi,“ segir Flóni þar sem blaðakona hittir á hann á miðju leikteppi með soninn, tæplega eins árs. „Hann breytti allri minni sýn á heiminn og ekkert varð aftur eins. Tímaskipulagið umturnaðist en áður hafði ég verið týndur í sólarhringnum. Ég lifði á öðrum hraða en ég geri í dag. Það að fá svona skilyrðislausa ást er það skemmtilegasta sem ég hef upplifað á ævinni og ég vildi óska þess að ég hefði gert þetta fyrr ef eitthvað er.“ Fyrsta og eina kærastan Flóni segist þakklátur heimsfaraldrinum og segir hann hafa verið ákveðna blessun. Flóni segir heimsfaraldurinn hafa haft sína kosti.Vilhelm/Vísir „Þarna gafst allt í einu tími til að stoppa og leyfa sér að hugsa, hvernig manni liði og hver maður væri. Það var heilbrigð áskorun fyrir mig að aflýsa öllum giggum og skoða hvert mitt raunverulega sjálf er. Þarna fékk ég tíma til að hugsa hver ég væri og hvað ég vildi. Þarna átti ég líka svo gott tímabil með kærustunni minni. Við byrjuðum saman þegar ekkert var um að vera og vorum bara tvö heima að spila tölvuleiki.“ Spurður hvernig kynni þeirra hafi borið að verður Flóni glettinn á svip. „Ég hafði alltaf vitað hver hún er og að hún væri það sem mig langaði í. Hún er fyrsta og eina manneskjan sem ég hef verið í sambandi með og það má alveg kalla það hvolpaást en ég hef alltaf litið á það sem svo að manneskjan sem ég væri í alvöru samband með væri sú sem ég væri 150 prósent með. Hrafnkatla er besti vinur minn og ég hennar.“ Flóni viðurkennir að vera rómantískur gæi og að fjölskyldan skipti sig öllu máli. „Ég vissi alltaf að við ættum að vera saman. Auðvitað er fyrsta árið með barn áskorun en við eigum bara svo góð samskipti.“ Stoltur af mistökunum Eftir komu drengsins í heiminn sneri Flóni blaðinu við og sagði skilið við fyrri lífsstíl. Hann segir það þó enn geta tekið á að rífa sig í gang fyrir gigg eftir lítinn sem engan nætursvefn. „Það er stundum brjálæðislega erfitt að hoppa inn á klúbb þegar litli hefur kannski verið veikur alla nóttina. Maður hefur ekki gert neitt annað en að reyna sitt besta í að láta barninu sínu líða vel í einhverja daga og þarf að skemma fólki sem er að djamma á fullu. Það eru helst þannig moment sem mér finnst þetta vera klikkun en svo er líka gaman að fá tíma fyrir sig sjálfan. Ég er þakklátur að geta verið mikið heima með þeim báðum, það eru ekki allir pabbar sem fá þann lúxus. Flóni segist þakklátur vinnu sinni sem gerir honum kleift að sinna syni sínum flestum stundum.Vilhelm/Vísir Hins vegar er engin skömm í því að hafa djammað og lifað þeim lífsstíl sem ég gerði áður fyrr. Tónlistin getur sogað að sér allskonar hluti. Áfengi var aldrei neitt vandamál fyrir mér, nema fyrir þær sakir að valda mér kvíða. En öllu eitri fylgir þunglyndi og ég þurfti að taka mig saman í andlitinu. Ég veit hreinlega ekki hvort ég væri hér í dag ef ég hefði ekki gert það á sínum tíma.“ Spurður hvort hann óttist álit annarra segir Flóni það auðsótt fyrir aðdáendur sína að heyra í gegnum textana hvaða leið hann hafi valið að feta. „Það heyra allir sem hlusta á tónlistina mína að þessir hlutir hafa fylgt mér og eru partur af því sem ég hef upplifað. Mistökin sem hafa mótað mig og gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Ef eitthvað er, er ég stoltur af því.“ Þakklátur mömmu fyrir þolinmæðina Flóni er fæddur og uppalinn í Vesturbænum. Þrátt fyrir að hafa flakkað á milli hverfa fylgdi hann alltaf bekkjarsystkinum sínum í gegnum Melaskóla og Hagaskóla. Eftir grunnskólagöngu hóf hann nám við Verzlunarskóla Íslands. Sjálfur segist hann hafa verið fyrirmyndranemandi þó menntaskólagangan hafi ekki verið löng. „Ég hafði ekki hugmynd um það hvert ég vildi stefna. Ég fór á þessa hefðbundnu braut í Verzló en hataði það. Mér fannst ég ekki passa inn í. Ég hellti mér út í félagslífið frekar en að læra bókhald og var í hálfgerðum mótþróa. Samhliða námi vann ég hjá Dominos og á Hamborgarabúllunni svo var ég alltaf að búa til músík. Ég mætti í skólann eftir að hafa verið að semja tónlist fram eftir nóttu og endaði auðvitað á því að falla í skóla. Þú getur rétt ímyndað þér hvað mamma var ánægð með mig þá,“ segir Flóni í léttum tón en hann er einkabarn einstæðrar móður. Þau mæðginin eru afar náin og segir hann móður sína merkilegustu manneskjuna í sínu lífi. Flóni ólst upp hjá einstæðri móður og óendanlega þakklátur fyrir hana.Vilhelm/Vísir „Ég er svo þakklátur henni fyrir þolinmæðina sem hún hafði fyrir mér. Á þeim tíma sem ég var að byggja upp nafnið mitt bjó hún erlendis en hún gaf mér bæði svigrúm og traust til að virkja mig. Verandi foreldri í dag skil ég hana miklu betur. Ég ætti sjálfsagt erfitt með að horfa upp á son minn falla úr skóla og taka áhættuna á að gera eitthvað sem litlar líkur eru á að muni heppnast, en hún gerði það.“ Tvö ár af kvíða Móðir Flóna er ¼ Svisslendingur og faðir hans hálfur Slóvani, hann segist því í grunninn vera góður bragðarefur. „Ég er með erlendan bakgrunn og er í raun algjör blendingur. Þess vegna var mér mikið í mun að sonur okkar fengi alþjóðlegt nafn.“ En talandi um nöfn, Flóni, hvernig kom það til? „Ég var alltaf kallaður Flóni sem krakki og þegar ég byrjaði í tónlist var það fyrsta sem flestir tengdu við mig. Þetta var aldrei meðvituð stefna. Fjölskyldan mín, kærastan og nánustu vinir kalla mig samt alltaf Friðrik. Það er það sem aðskilur þá sem eru nánir og hina.“ Hann segir það þó aldrei hafa verið meðvitað plan að feta frægðarveginn en einhvern veginn óvart urðu á vegi hans listamenn á borð við Sturlu Atlas, Birni og Aron Can. „Ég var meira í að pródúsera lög og standa á hliðarlínunni en óvart fóru lögin mín að leka og verða vinsæl underground. Á einhverjum tímapunkti voru þau svo komin út um allt og við ákváðum að gefa út plötuna Flóni 1.“ Hvernig leið þér með það? „Ég var ógeðslega stressaður. Þetta var vel út fyrir rammann. Þegar ég hugsa til baka voru þetta tvö ár af kvíða. Þriðja platan væntanleg Nú eru fjögur ár síðan fyrsta platan kom út og von er á nýrri. Platan Flóni 3 er væntanleg í nóvember en Flóni 2 kom út í millitíðinni. Hann útilokar ekki að þessi marki endalok þríleiks síns plötu-tónlistarferils. Flóni gefur eingöngu út tónlist sem hefur þýðingu fyrir sig.Vilhelm/Vísir „Ég get ekki svarað því hvort ég sé hættur eða ekki. Tónlist er eitthvað sem ég mun alltaf starfa við en ég ákvað samt aldrei neitt formlega eða meðvitað að vinna við þetta. Ég gæti alveg eins rankað við mér eftir tuttugu ár og sagst aldrei vilja gefa aftur út tónlist nema hún hafi sérstaka þýðingu fyrir mig. Það er svo auðvelt að verða uppfullur af sjálfum sér starfandi í þessari grein. Egóið er hættulegt fyrirbæri en ég hef verið góður í að umkringja mig góðu fólki. Við lifum á svo skrítnum tímum, ekki síst hvað varðar tónlist. Hraðinn er gífurlegur og þessa stundina vil ég einbeita mér eins mikið og ég get að gera allt eins vel og ég get. Það hafa margir kvartað yfir því að ég sé ekki löngu búinn að gefa frá mér nýtt efni en góðir hlutir gerast hægt og þetta er plata sem á að vera tímalaus, rétt eins og hinar. Ég get ekki sagt neitt annað en að ég sé spenntur fyrir framhaldinu, í hvaða átt sem það leiðir mig.
Tónlist Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sonur Flóna og Hrafnkötlu kominn með nafn Tónlistarmaðurinn Flóni og kærasta hans Hrafnkatla hafa gefið nýfæddum syni sínum nafn. Drengurinn heitir Benjamín. 12. desember 2022 12:36 Flóni er orðinn faðir Tónlistarmaðurinn vinsæli Flóni er orðinn faðir. Hann greindi frá þessum gleðitíðindum á Instagram síðu sinni nú í morgun. 11. nóvember 2022 12:09 Floni gefur út nýja plötu í lok mánaðar: „Tónlistin gengur fyrir, ekki peningurinn“ Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. 14. janúar 2019 23:00 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Sonur Flóna og Hrafnkötlu kominn með nafn Tónlistarmaðurinn Flóni og kærasta hans Hrafnkatla hafa gefið nýfæddum syni sínum nafn. Drengurinn heitir Benjamín. 12. desember 2022 12:36
Flóni er orðinn faðir Tónlistarmaðurinn vinsæli Flóni er orðinn faðir. Hann greindi frá þessum gleðitíðindum á Instagram síðu sinni nú í morgun. 11. nóvember 2022 12:09
Floni gefur út nýja plötu í lok mánaðar: „Tónlistin gengur fyrir, ekki peningurinn“ Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. 14. janúar 2019 23:00