Anníe Mist agndofa yfir endurkomu Tiu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist. Anníe veit vel hvað Tia var að ganga í gegnum. @anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir sýndi CrossFit heiminum hvernig á að koma til baka eftir barnsburð og nú hefur Ástralinn Tia-Clair Toomey fetað í fótspor hennar. Toomey eignaðist dóttur í maí en sneri aftur á Rogue Invitational stórmótinu um helgina þar sem hún náði öðru sæti. Anníe hafði áður komist á verðlaunapall innan við ári eftir að hún eignaðist dóttur sína Freyju Mist. Það munaði líka ótrúlega litlu að Toomey tækist að vinna nýkrýndan heimmeistara Lauru Horvath þrátt fyrir að hafa eignast barn fyrir aðeins fimm mánuðum. Anníe ætlaði að taka þátt í mótinu en hætti við þegar hún komst að því að hún væri ófrísk að sínu öðru barni. Anníe mætti samt á staðinn og hitti aðdáendur sína. Þau fengu ekki að sjá hana keppa við þær bestu en fögnuðu því að geta hitt hetjuna sína. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro Anníe sá þá frá fyrstu hendi hvernig ofurmanneskjan Toomey gerði frábæra hluti svo stuttu eftir barnsburð. Anníe hrósaði líka sexfalda heimsmeistaranum. „Þvílík helgi. Ég fékk aðeins að stíga einu sinni inn á gólfið en það var góð tilfinning. Ég fékk að setjast í öðruvísi sæti þar sem ég lýsti því þegar þau bestu voru að gefa allt sitt í þetta. Saknaði ég þess að keppa ekki? Já. Naut ég þess að horfa? Auðvitað gerði ég það,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe tjáði sig líka sérstaklega um kvennakeppnina. „Tia-Clair Toomey og Laura Horvoth háðu þvílíka keppni. Vá. Ég sendi hamingjuóskir til Lauru en með sigri sýndi hún hversu ótrúlega sterk hún er og góð að keppa,“ skrifaði Anníe. „Og svo Tia. Það er engin orð til að lýsa því sem hún gerði þessa helgi. Algjörlega rugluð frammistaða. Gerði það ómögulega á ný. Ég er agndofa,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Toomey eignaðist dóttur í maí en sneri aftur á Rogue Invitational stórmótinu um helgina þar sem hún náði öðru sæti. Anníe hafði áður komist á verðlaunapall innan við ári eftir að hún eignaðist dóttur sína Freyju Mist. Það munaði líka ótrúlega litlu að Toomey tækist að vinna nýkrýndan heimmeistara Lauru Horvath þrátt fyrir að hafa eignast barn fyrir aðeins fimm mánuðum. Anníe ætlaði að taka þátt í mótinu en hætti við þegar hún komst að því að hún væri ófrísk að sínu öðru barni. Anníe mætti samt á staðinn og hitti aðdáendur sína. Þau fengu ekki að sjá hana keppa við þær bestu en fögnuðu því að geta hitt hetjuna sína. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro Anníe sá þá frá fyrstu hendi hvernig ofurmanneskjan Toomey gerði frábæra hluti svo stuttu eftir barnsburð. Anníe hrósaði líka sexfalda heimsmeistaranum. „Þvílík helgi. Ég fékk aðeins að stíga einu sinni inn á gólfið en það var góð tilfinning. Ég fékk að setjast í öðruvísi sæti þar sem ég lýsti því þegar þau bestu voru að gefa allt sitt í þetta. Saknaði ég þess að keppa ekki? Já. Naut ég þess að horfa? Auðvitað gerði ég það,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe tjáði sig líka sérstaklega um kvennakeppnina. „Tia-Clair Toomey og Laura Horvoth háðu þvílíka keppni. Vá. Ég sendi hamingjuóskir til Lauru en með sigri sýndi hún hversu ótrúlega sterk hún er og góð að keppa,“ skrifaði Anníe. „Og svo Tia. Það er engin orð til að lýsa því sem hún gerði þessa helgi. Algjörlega rugluð frammistaða. Gerði það ómögulega á ný. Ég er agndofa,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira