Glódís um vítaspyrnudóminn: „Ég held að þetta hafi verið rangt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Glódís Perla Viggósdóttir þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leik gærkvöldsins. Vísir/Diego Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var nokkuð stolt af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 2-0 tap gegn Þjóðverjum í gær. Hún efast þó um að það hafi verið réttur dómur að dæma vítaspyrnu á Telmu Ívarsdóttur, markvörð íslenska liðsins. „Þær skora úr færunum sínum og við gerum það ekki. Ég held að það sé kannski aðallega það sem skilur að,“ sagði Glódís eftir tapið í gærkvöldi. „Mér fannst við ná að loka vel á þær eins og við töluðum um fyrir leikinn og þær voru ekki að fá þessar fríu fyrirgjafir með mikið af leikmönnum inni í teig, allavega ekki eins mikið og maður bjóst við. Mér fannst við vera að vinna einvígin og návígin í leiknum og mér fannst við vera að láta þær finna fyrir því.“ „Svo náttúrulega fá þær þetta víti, en mér fannst við svara því gríðarlega vel. Við fáum færi í kjölfarið og hefðum getað jafnað og þá hefðum við verið komnar með allt annan leik. En í staðinn fáum við mark í andlitið og þannig er það bara í svona leikjum þegar þú reynir að sækja markið. Við vildum fá stig.“ Íslenska liðið var í skotgröfunum stærstan hluta leiksins og Glódís segir það hafa kostað mikla orku. „Auðvitað tekur það gríðarlega orku. Það er mikil vinnusemi í leikmönnunum og sérstaklega í leikmönnunum fyrir framan okkur í öftustu línu. Það eru þær sem eru að gera vinnuna fyrir okkur auðveldari. Mér fannst þær skila sínu gríðarlega vel í dag.“ „Oft vorum við að ná að tengja og finna svæðin sem við vorum búin að tala um fyrir leikinn og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur. Við þurfum að geta gert enn betur í þessum stöðum af því að við erum að komast í fínar stöður sem geta orðið að færum og við þurfum bara að klára það. En ég er gríðarlega stolt af hugarfarinu í hópnum.“ Þýska liðið tók forystuna í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir var dæmd brotleg eftir að hafa lent á Lea Schuller. Glódís er þó ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur. „Ég veit það ekki. Ég heyri bara í Telmu kalla og svo sé ég ekkert nema að mér finnst hún fá frían skalla. Mér finnst hún ekki geta fengið frían skalla og víti. En eins og ég segi ég veit ekkert hvað gerist. Ég held að þetta hafi verið rangt, en svona er þetta,“ sagði Glódís, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Glódís eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
„Þær skora úr færunum sínum og við gerum það ekki. Ég held að það sé kannski aðallega það sem skilur að,“ sagði Glódís eftir tapið í gærkvöldi. „Mér fannst við ná að loka vel á þær eins og við töluðum um fyrir leikinn og þær voru ekki að fá þessar fríu fyrirgjafir með mikið af leikmönnum inni í teig, allavega ekki eins mikið og maður bjóst við. Mér fannst við vera að vinna einvígin og návígin í leiknum og mér fannst við vera að láta þær finna fyrir því.“ „Svo náttúrulega fá þær þetta víti, en mér fannst við svara því gríðarlega vel. Við fáum færi í kjölfarið og hefðum getað jafnað og þá hefðum við verið komnar með allt annan leik. En í staðinn fáum við mark í andlitið og þannig er það bara í svona leikjum þegar þú reynir að sækja markið. Við vildum fá stig.“ Íslenska liðið var í skotgröfunum stærstan hluta leiksins og Glódís segir það hafa kostað mikla orku. „Auðvitað tekur það gríðarlega orku. Það er mikil vinnusemi í leikmönnunum og sérstaklega í leikmönnunum fyrir framan okkur í öftustu línu. Það eru þær sem eru að gera vinnuna fyrir okkur auðveldari. Mér fannst þær skila sínu gríðarlega vel í dag.“ „Oft vorum við að ná að tengja og finna svæðin sem við vorum búin að tala um fyrir leikinn og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur. Við þurfum að geta gert enn betur í þessum stöðum af því að við erum að komast í fínar stöður sem geta orðið að færum og við þurfum bara að klára það. En ég er gríðarlega stolt af hugarfarinu í hópnum.“ Þýska liðið tók forystuna í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir var dæmd brotleg eftir að hafa lent á Lea Schuller. Glódís er þó ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur. „Ég veit það ekki. Ég heyri bara í Telmu kalla og svo sé ég ekkert nema að mér finnst hún fá frían skalla. Mér finnst hún ekki geta fengið frían skalla og víti. En eins og ég segi ég veit ekkert hvað gerist. Ég held að þetta hafi verið rangt, en svona er þetta,“ sagði Glódís, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Glódís eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15