Hristov stýrði ÍBV í Bestudeild kvenna á síðustu leiktíð en liðið féll um deild. Hann tók við stöðunni fyrir tímabilið og skrifaði undir þriggja ára samning við klúbbinn í byrjun nóvember fyrir ári síðan.
Hristov hefur verið starfandi hjá ÍBV síðustu tvö ár. Eyjamenn eiga eftir að ráða þjálfara í hans stað sem mun stýra liðinu í Lengjudeildinni á næsta ári.