Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2023 13:30 Drónamynd sem tekin var af þingfulltrúum fyrir fram Hótel Vík í Mýrdalshreppi á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Aðsend Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna. Vel heppnað ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn í Vík í Mýrdal. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður hér tæpt á nokkrum þeirra. Þingið skorar á menntamálaráðherra að tryggja heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að gæta jafnréttis ungmenna til náms óháð búsetu en sveitarstjórnarmenn sega að óvissan um framtíð heimavistarinnar sé óviðunandi. Þá skora sunnlenskir sveitarstjórnarmenn á ríkið að móta stefnu í minka- og refaveiðum og stórauka fjármagn til að halda minkum og refum í skefjum í byggð. Ársþingið skoraði líka á Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að tryggja að allar akstursleiðir skólabíla séu bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna en þar vantar víða mikið upp á. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru líka einróma um að það þurfi að gera stórátak í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt Suðurland, Einnig þurfi að forgangsraða vegaframkvæmdum á Suðurlandi í þágu öryggis vegfarenda s.s. með því að breikka vegi, fjölga útskotum, laga vegaxlir, fækka einbreiðum brúm og bæta vetrarþjónustu. Mikill umferðarþungi er í umdæminu, ekki síst vegna mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Ársþingið samþykkti líka sérstaka ályktunum um nauðsyn þess að efla þurfi löggæslu og viðbragð sjúkraflutninga. Sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit haldi niðri umferðarhraða og eykur öryggi vegfarenda. Þá sé mikilvægt að stytta viðbragðstíma lögreglu og sjúkraflutninga þar sem hann er mestur. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn vilja líka fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland, sem yrði hluti af viðbragðsþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Og að ending má geta þess að sérstök ályktun var samþykkt til allra þeirra, sem koma að gerð nýrra kjarasamingina á næstunni, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, til að stuðla að stöðugleika á atvinnumarkaði í komandi kjarasamningaviðræðum. Það sé mikilvægt ef ná eigi tökum á verðbólgunni sem sligar á endanum fyrirtæki og heimili landsins. Heimasíða SASS Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði var endurkjörin formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþinginu í Vík í Mýrdal,Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Sjúkraflutningar Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Vel heppnað ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn í Vík í Mýrdal. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður hér tæpt á nokkrum þeirra. Þingið skorar á menntamálaráðherra að tryggja heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að gæta jafnréttis ungmenna til náms óháð búsetu en sveitarstjórnarmenn sega að óvissan um framtíð heimavistarinnar sé óviðunandi. Þá skora sunnlenskir sveitarstjórnarmenn á ríkið að móta stefnu í minka- og refaveiðum og stórauka fjármagn til að halda minkum og refum í skefjum í byggð. Ársþingið skoraði líka á Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að tryggja að allar akstursleiðir skólabíla séu bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna en þar vantar víða mikið upp á. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru líka einróma um að það þurfi að gera stórátak í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt Suðurland, Einnig þurfi að forgangsraða vegaframkvæmdum á Suðurlandi í þágu öryggis vegfarenda s.s. með því að breikka vegi, fjölga útskotum, laga vegaxlir, fækka einbreiðum brúm og bæta vetrarþjónustu. Mikill umferðarþungi er í umdæminu, ekki síst vegna mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Ársþingið samþykkti líka sérstaka ályktunum um nauðsyn þess að efla þurfi löggæslu og viðbragð sjúkraflutninga. Sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit haldi niðri umferðarhraða og eykur öryggi vegfarenda. Þá sé mikilvægt að stytta viðbragðstíma lögreglu og sjúkraflutninga þar sem hann er mestur. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn vilja líka fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland, sem yrði hluti af viðbragðsþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Og að ending má geta þess að sérstök ályktun var samþykkt til allra þeirra, sem koma að gerð nýrra kjarasamingina á næstunni, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, til að stuðla að stöðugleika á atvinnumarkaði í komandi kjarasamningaviðræðum. Það sé mikilvægt ef ná eigi tökum á verðbólgunni sem sligar á endanum fyrirtæki og heimili landsins. Heimasíða SASS Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði var endurkjörin formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþinginu í Vík í Mýrdal,Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Sjúkraflutningar Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira