Leon Bailey og Youri Tielemans sáu um markaskorun Aston Villa í fyrri hálfleik áður en Ollie Watkins og John McGinn bættu sínu markinu hvor við með stuttu millibili í síðari hálfleik.
Ibrahim Sadiq lagaði stöðuna lítillega fyrir heimamenn á 65. mínútu, en úrslitin voru þegar ráðin og Aston Villa fagnaði öruggum 1-4 sigri. Enska félagið er nú á toppi E-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, en AZ Alkmaar situr í þriðja sæti með þrjú stig. Zrinjski Mostar og Legia Warszawa eru einnig með þrjú stig og mætast síðar í kvöld.
Á sama tíma vann KÍ Klaksvík öruggan 3-0 sigur gegn Olimpija Ljubljana í A-riðli. Rene Joensen og Pall Andrasson Klettskard skorðu mörk Færeyingana í fyrri hálfleik áður en Jakup Biskopsto Andreasen rak síðasta naglann í kistu gestanna snemma í síðari hálfleik.
KÍ Klaksvík er nú með fjögur stig í þriðja sæti A-riðils eftir þrjá leiki, þremur stigum á eftir toppliði Lille. Olimpija Ljubljana situr hins vegar á botninum án stiga.
Úrslit
A-riðill
KÍ Klaksvík 3-0 Olimpija Ljubljana
Lille 2-1 Slovan Bratislava
B-riðill
Gent 5-0 Breiðablik
C-riðill
Ballkani 1-2 FC Astana
D-riðill
Lugano 1-3 Club Brugge
E-riðill
AZ Alkmaar 1-4 Aston Villa
H-riðill
Fenerbache 3-1 Ludogorets Razgrad