Jokic og meistararnir byrja nýtt tímabil eins og ekkert hafi breyst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 07:31 Nikola Jokic var frábær í fyrsta leik sem ríkjandi NBA meistari þar sem Denver liðið vann Los Sngeles Lakers. APDavid Zalubowski Það virðist lítið hafa breyst frá því að síðasta NBA tímabili lauk. Nikola Jokic bauð upp á þrennu og Denver Nuggets vann Los Angeles Lakers í fyrsta leik í nótt Denver varð NBA meistari í fyrsta sinn í sumar og hélt upp á titilinn með því að vinna sannfærandi tólf stiga sigur á Los Angeles Lakers, 119-107, í opnunarleik tímabilsins. Jokic var með 29 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum og Jamal Murray bætti við 21 stigi. „Mér finnst við stjórna leiknum allan tímann,“ sagði Nikola Jokic eftir leikinn. Nikola Jokic dropped a trademark triple-double to open the Nuggets title defense 29 PTS \ 13 REB \ 11 AST \ W#KiaTipOff23 pic.twitter.com/WPjvXFRqtE— NBA (@NBA) October 25, 2023 Denver náði snemma átján stiga forystu í leiknum en liðið var 34-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Lakers náði muninum niður í níu stig fyrir hálfleik og náði síðan 13-0 spretti í kringum leikhlutaskipti þriðja og fjórða. Með því fór munurinn niður í þrjú stig, 87-84, áður en Denver gaf aftur í og landaði sigrinum. LeBron James var atkvæðamestur hjá Lakers með 21 stig en menn sáu það að hann var hvíldur meira en í fyrra og spilaði bara 29 mínútur í leiknum. „Ég vil alltaf vera inn á gólfinu og ekki síst í leik sem þú átt möguleika á því að vinna. En það er ákveðið skipulag í gangi og ég fylgi því,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Hann er elsti leikmaður deildarinnar enda orðinn 38 ára gamall. Taurean Prince skoraði 18 stig í fyrsta leiknum með Lakers og Anthony Davis var með 17 stig. CP3 put up 14 PTS, 6 REB, and 9 AST in his Warriors debut tonight #KiaTipOff23 pic.twitter.com/H5pBQTZhCT— NBA (@NBA) October 25, 2023 Devin Booker og Kevin Durant fóru yfir 108-104 sigri Phoenix Suns á Golden State Warriors í hinum leik næturinnar. Booker var með 32 stig og 8 stoðsendingar en Durant var með 18 stig og 11 fráköst. Josh Okogie bætti við 17 stigum og nýi miðherjinn Jusuf Nurkic var með 14 stig og 14 fráköst. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Golden State, Klay Thompson var með 15 stig og Chris Paul bauð upp á 14 stig og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum með liðinu. Devin Booker was red hot in the Suns season-opening road win 32 PTS \ 6 REB \ 8 AST#KiaTipOff23 pic.twitter.com/6s9p2nm7bI— NBA (@NBA) October 25, 2023 NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Denver varð NBA meistari í fyrsta sinn í sumar og hélt upp á titilinn með því að vinna sannfærandi tólf stiga sigur á Los Angeles Lakers, 119-107, í opnunarleik tímabilsins. Jokic var með 29 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum og Jamal Murray bætti við 21 stigi. „Mér finnst við stjórna leiknum allan tímann,“ sagði Nikola Jokic eftir leikinn. Nikola Jokic dropped a trademark triple-double to open the Nuggets title defense 29 PTS \ 13 REB \ 11 AST \ W#KiaTipOff23 pic.twitter.com/WPjvXFRqtE— NBA (@NBA) October 25, 2023 Denver náði snemma átján stiga forystu í leiknum en liðið var 34-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Lakers náði muninum niður í níu stig fyrir hálfleik og náði síðan 13-0 spretti í kringum leikhlutaskipti þriðja og fjórða. Með því fór munurinn niður í þrjú stig, 87-84, áður en Denver gaf aftur í og landaði sigrinum. LeBron James var atkvæðamestur hjá Lakers með 21 stig en menn sáu það að hann var hvíldur meira en í fyrra og spilaði bara 29 mínútur í leiknum. „Ég vil alltaf vera inn á gólfinu og ekki síst í leik sem þú átt möguleika á því að vinna. En það er ákveðið skipulag í gangi og ég fylgi því,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Hann er elsti leikmaður deildarinnar enda orðinn 38 ára gamall. Taurean Prince skoraði 18 stig í fyrsta leiknum með Lakers og Anthony Davis var með 17 stig. CP3 put up 14 PTS, 6 REB, and 9 AST in his Warriors debut tonight #KiaTipOff23 pic.twitter.com/H5pBQTZhCT— NBA (@NBA) October 25, 2023 Devin Booker og Kevin Durant fóru yfir 108-104 sigri Phoenix Suns á Golden State Warriors í hinum leik næturinnar. Booker var með 32 stig og 8 stoðsendingar en Durant var með 18 stig og 11 fráköst. Josh Okogie bætti við 17 stigum og nýi miðherjinn Jusuf Nurkic var með 14 stig og 14 fráköst. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Golden State, Klay Thompson var með 15 stig og Chris Paul bauð upp á 14 stig og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum með liðinu. Devin Booker was red hot in the Suns season-opening road win 32 PTS \ 6 REB \ 8 AST#KiaTipOff23 pic.twitter.com/6s9p2nm7bI— NBA (@NBA) October 25, 2023
NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira