Jokic og meistararnir byrja nýtt tímabil eins og ekkert hafi breyst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 07:31 Nikola Jokic var frábær í fyrsta leik sem ríkjandi NBA meistari þar sem Denver liðið vann Los Sngeles Lakers. APDavid Zalubowski Það virðist lítið hafa breyst frá því að síðasta NBA tímabili lauk. Nikola Jokic bauð upp á þrennu og Denver Nuggets vann Los Angeles Lakers í fyrsta leik í nótt Denver varð NBA meistari í fyrsta sinn í sumar og hélt upp á titilinn með því að vinna sannfærandi tólf stiga sigur á Los Angeles Lakers, 119-107, í opnunarleik tímabilsins. Jokic var með 29 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum og Jamal Murray bætti við 21 stigi. „Mér finnst við stjórna leiknum allan tímann,“ sagði Nikola Jokic eftir leikinn. Nikola Jokic dropped a trademark triple-double to open the Nuggets title defense 29 PTS \ 13 REB \ 11 AST \ W#KiaTipOff23 pic.twitter.com/WPjvXFRqtE— NBA (@NBA) October 25, 2023 Denver náði snemma átján stiga forystu í leiknum en liðið var 34-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Lakers náði muninum niður í níu stig fyrir hálfleik og náði síðan 13-0 spretti í kringum leikhlutaskipti þriðja og fjórða. Með því fór munurinn niður í þrjú stig, 87-84, áður en Denver gaf aftur í og landaði sigrinum. LeBron James var atkvæðamestur hjá Lakers með 21 stig en menn sáu það að hann var hvíldur meira en í fyrra og spilaði bara 29 mínútur í leiknum. „Ég vil alltaf vera inn á gólfinu og ekki síst í leik sem þú átt möguleika á því að vinna. En það er ákveðið skipulag í gangi og ég fylgi því,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Hann er elsti leikmaður deildarinnar enda orðinn 38 ára gamall. Taurean Prince skoraði 18 stig í fyrsta leiknum með Lakers og Anthony Davis var með 17 stig. CP3 put up 14 PTS, 6 REB, and 9 AST in his Warriors debut tonight #KiaTipOff23 pic.twitter.com/H5pBQTZhCT— NBA (@NBA) October 25, 2023 Devin Booker og Kevin Durant fóru yfir 108-104 sigri Phoenix Suns á Golden State Warriors í hinum leik næturinnar. Booker var með 32 stig og 8 stoðsendingar en Durant var með 18 stig og 11 fráköst. Josh Okogie bætti við 17 stigum og nýi miðherjinn Jusuf Nurkic var með 14 stig og 14 fráköst. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Golden State, Klay Thompson var með 15 stig og Chris Paul bauð upp á 14 stig og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum með liðinu. Devin Booker was red hot in the Suns season-opening road win 32 PTS \ 6 REB \ 8 AST#KiaTipOff23 pic.twitter.com/6s9p2nm7bI— NBA (@NBA) October 25, 2023 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Denver varð NBA meistari í fyrsta sinn í sumar og hélt upp á titilinn með því að vinna sannfærandi tólf stiga sigur á Los Angeles Lakers, 119-107, í opnunarleik tímabilsins. Jokic var með 29 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum og Jamal Murray bætti við 21 stigi. „Mér finnst við stjórna leiknum allan tímann,“ sagði Nikola Jokic eftir leikinn. Nikola Jokic dropped a trademark triple-double to open the Nuggets title defense 29 PTS \ 13 REB \ 11 AST \ W#KiaTipOff23 pic.twitter.com/WPjvXFRqtE— NBA (@NBA) October 25, 2023 Denver náði snemma átján stiga forystu í leiknum en liðið var 34-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Lakers náði muninum niður í níu stig fyrir hálfleik og náði síðan 13-0 spretti í kringum leikhlutaskipti þriðja og fjórða. Með því fór munurinn niður í þrjú stig, 87-84, áður en Denver gaf aftur í og landaði sigrinum. LeBron James var atkvæðamestur hjá Lakers með 21 stig en menn sáu það að hann var hvíldur meira en í fyrra og spilaði bara 29 mínútur í leiknum. „Ég vil alltaf vera inn á gólfinu og ekki síst í leik sem þú átt möguleika á því að vinna. En það er ákveðið skipulag í gangi og ég fylgi því,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Hann er elsti leikmaður deildarinnar enda orðinn 38 ára gamall. Taurean Prince skoraði 18 stig í fyrsta leiknum með Lakers og Anthony Davis var með 17 stig. CP3 put up 14 PTS, 6 REB, and 9 AST in his Warriors debut tonight #KiaTipOff23 pic.twitter.com/H5pBQTZhCT— NBA (@NBA) October 25, 2023 Devin Booker og Kevin Durant fóru yfir 108-104 sigri Phoenix Suns á Golden State Warriors í hinum leik næturinnar. Booker var með 32 stig og 8 stoðsendingar en Durant var með 18 stig og 11 fráköst. Josh Okogie bætti við 17 stigum og nýi miðherjinn Jusuf Nurkic var með 14 stig og 14 fráköst. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Golden State, Klay Thompson var með 15 stig og Chris Paul bauð upp á 14 stig og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum með liðinu. Devin Booker was red hot in the Suns season-opening road win 32 PTS \ 6 REB \ 8 AST#KiaTipOff23 pic.twitter.com/6s9p2nm7bI— NBA (@NBA) October 25, 2023
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira