„Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram” Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2023 20:30 Verkalýðsleiðtogarnir á Suðurlandi, sem allt eru konur. Frá vinstri, Halldóra Sveinsdóttir formaður Bárunnar, Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands og Árný Erla Bjarnadóttir formaður Foss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margar sunnlenskar konur nýtt sér ókeypis rútuferð í boð verkalýðsfélaga til að mæta á samstöðufundinn á Austurvelli í dag. „Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram, en þetta er að koma,” segir ein af konunum, sem nýtti sér rútuferðina . Konurnar söfnuðust saman við Hótel Selfoss í hádeginu, sumar með kröfuspjöld og lögðu svo af stað til Reykjavíkur með rútum. klukkan hálf eitt. „Bara áfram við. Það verður svakalegt stuð, sem byrjar strax í rútunni held ég,” segir Marta Katarzyna Kuc ein af konunum en hún býr á Selfossi. „Við erum bara með hópa, sem eru bara mjög veikir. Það eru ný komnar skýrslur, sem segja að ræstingafólk sé þrælastétt, það er megnið konur og það er bara of mikill launamunur enn þá,” segir Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélagsins. Rúturnar lögðu af stað til Reykjavíkur frá Hótel Selfossi klukkan 12:30Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hafa kannski einhverjir sofnað á verðinum en ég vona að þeir vakni bara og taki aðeins til í sínum ranni,” segir Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „.Já, ég vona að þetta skili okkur útrýmingu á karla og kvennastörfum, að við getum farið og unnið saman því að öll störf þurfa á báðum kynjum að halda,” segir Árný Erla Bjarnadóttir formaður Foss stéttarfélags. Árni segir megin þorra kvenna á Íslandi ekki hafa það slæmt. Þó sé hluti sem hafi það alls ekki gott. Þó að íslenskar konur hafi það betra en margar kynsystur þeirra í heiminum þá sé eðlilegt að sækjast eftir jafnrétti. „Við höfum það ekkert slæmt en við þurfum jafnrétti,” segir Sesselja Guðmundsdóttir, íbúi í Hveragerði, sem nýtti sér rútuferðina í dag. Sesselja Guðmundsdóttir, sem fór á fundinn með rútu á Arnarhól í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eru þetta bara einhverjir karlpungar, sem stjórna hér? „Já, það er svolítið of mikið en það er líka svolítið okkur að kenna. Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram, en þetta er að koma,” bætir Sesselja við. Og þessi skilaboð komu frá konunum inn í rútunum. „Áfram stelpur”. Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Konurnar söfnuðust saman við Hótel Selfoss í hádeginu, sumar með kröfuspjöld og lögðu svo af stað til Reykjavíkur með rútum. klukkan hálf eitt. „Bara áfram við. Það verður svakalegt stuð, sem byrjar strax í rútunni held ég,” segir Marta Katarzyna Kuc ein af konunum en hún býr á Selfossi. „Við erum bara með hópa, sem eru bara mjög veikir. Það eru ný komnar skýrslur, sem segja að ræstingafólk sé þrælastétt, það er megnið konur og það er bara of mikill launamunur enn þá,” segir Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélagsins. Rúturnar lögðu af stað til Reykjavíkur frá Hótel Selfossi klukkan 12:30Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hafa kannski einhverjir sofnað á verðinum en ég vona að þeir vakni bara og taki aðeins til í sínum ranni,” segir Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „.Já, ég vona að þetta skili okkur útrýmingu á karla og kvennastörfum, að við getum farið og unnið saman því að öll störf þurfa á báðum kynjum að halda,” segir Árný Erla Bjarnadóttir formaður Foss stéttarfélags. Árni segir megin þorra kvenna á Íslandi ekki hafa það slæmt. Þó sé hluti sem hafi það alls ekki gott. Þó að íslenskar konur hafi það betra en margar kynsystur þeirra í heiminum þá sé eðlilegt að sækjast eftir jafnrétti. „Við höfum það ekkert slæmt en við þurfum jafnrétti,” segir Sesselja Guðmundsdóttir, íbúi í Hveragerði, sem nýtti sér rútuferðina í dag. Sesselja Guðmundsdóttir, sem fór á fundinn með rútu á Arnarhól í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eru þetta bara einhverjir karlpungar, sem stjórna hér? „Já, það er svolítið of mikið en það er líka svolítið okkur að kenna. Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram, en þetta er að koma,” bætir Sesselja við. Og þessi skilaboð komu frá konunum inn í rútunum. „Áfram stelpur”.
Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira