Heimsmeistarinn kennir hóstasafti sonarins um fall sitt á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 09:01 Papu Gomez varð heimsmeistari með Argentínu eftir að lyfjaprófið var tekið. Getty/Eric Verhoeven Papu Gomez varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu í fyrra en innan við ári síðar er hann á leiðinni í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Gomez í tveggja ára bann eftir að ólöglegt efni fannst í sýni hans. „Ég hef aldrei notað eða hef ætlað að nota ólögleg lyf,“ skrifaði Papu Gomez á Instagram. Hann kennir hóstasafti sonarins um að efnið fannst hjá honum. Félagið hans tekur undir það. Efnið sem fannst heitir Terbutaline. Breska ríkisútvarpið segir frá. OFFICIAL: Papu Gómez has been banned from professional football for the next two years.Gómez failed an anti-doping test as he tested positive in October 2022 at Sevilla before the World Cup.Italian side Monza confirm they ve just been informed by FIFA. pic.twitter.com/qKa7UFNo1m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023 Lyfjaprófið var tekið í október 2022 eftir leik með Sevilla og þar með áður en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu með argentínska landsliðinu. Hinn 35 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við ítalska félagið Monza í september en hefur aðeins spilað tvo leiki með félaginu. Gomez hótar því líka að leita réttar síns af því að hann telur að ekki hafi verið fylgt lögum í máli hans. „Það er rétt að taka það fram að það er leyfilegt fyrir íþróttamenn að nota terbutaline í lækningaskyni og það bætir ekki á nokkurn hátt frammistöðu íþróttafólks,“ skrifaði Gomez meðal annars. Terbutaline er notað fyrir sjúklinga með asma, lungnakvef, lungnaþemba og aðra öndunarfærasjúkdóma. Gomez vann Evrópudeildina með Sevilla í vor þar sem liðið vann lærisveina Jose Mourinho í úrslitaleiknum. Gomez skaut aðeins á Mourinho og portúgalski stjórinn var ekki búinn að gleyma því. Þegar hann frétti af óförum Gomez þá sagðist hann ekki þora að taka hóstasaft við veikindum sínum því þá gæti hann lent í vandræðum hjá lyfjaeftirlitinu. Papu Gómez: "Mourinho? I only have one memory of him, and that is me winning the Europa League with Sevilla against him." Mourinho: "I have a cough... but I won't take any syrup or pills. Or I might have some trouble passing doping control." pic.twitter.com/LpBjcN4ffT— EuroFoot (@eurofootcom) October 23, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Gomez í tveggja ára bann eftir að ólöglegt efni fannst í sýni hans. „Ég hef aldrei notað eða hef ætlað að nota ólögleg lyf,“ skrifaði Papu Gomez á Instagram. Hann kennir hóstasafti sonarins um að efnið fannst hjá honum. Félagið hans tekur undir það. Efnið sem fannst heitir Terbutaline. Breska ríkisútvarpið segir frá. OFFICIAL: Papu Gómez has been banned from professional football for the next two years.Gómez failed an anti-doping test as he tested positive in October 2022 at Sevilla before the World Cup.Italian side Monza confirm they ve just been informed by FIFA. pic.twitter.com/qKa7UFNo1m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023 Lyfjaprófið var tekið í október 2022 eftir leik með Sevilla og þar með áður en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu með argentínska landsliðinu. Hinn 35 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við ítalska félagið Monza í september en hefur aðeins spilað tvo leiki með félaginu. Gomez hótar því líka að leita réttar síns af því að hann telur að ekki hafi verið fylgt lögum í máli hans. „Það er rétt að taka það fram að það er leyfilegt fyrir íþróttamenn að nota terbutaline í lækningaskyni og það bætir ekki á nokkurn hátt frammistöðu íþróttafólks,“ skrifaði Gomez meðal annars. Terbutaline er notað fyrir sjúklinga með asma, lungnakvef, lungnaþemba og aðra öndunarfærasjúkdóma. Gomez vann Evrópudeildina með Sevilla í vor þar sem liðið vann lærisveina Jose Mourinho í úrslitaleiknum. Gomez skaut aðeins á Mourinho og portúgalski stjórinn var ekki búinn að gleyma því. Þegar hann frétti af óförum Gomez þá sagðist hann ekki þora að taka hóstasaft við veikindum sínum því þá gæti hann lent í vandræðum hjá lyfjaeftirlitinu. Papu Gómez: "Mourinho? I only have one memory of him, and that is me winning the Europa League with Sevilla against him." Mourinho: "I have a cough... but I won't take any syrup or pills. Or I might have some trouble passing doping control." pic.twitter.com/LpBjcN4ffT— EuroFoot (@eurofootcom) October 23, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við Sjá meira