Barcelona hefur farið frábærlega af stað í spænsku deildinni og hefur ekki enn tapað leik í fyrstu tíu leikjum liðsins. Liðið hefur gert þrjú jafntefli og skaust með sigrinum í kvöld upp í þriðja sæti með 24 stig, stigi á eftir Real Madrid og Girona.
Barcelona höfðu töluverða yfirburði í leiknum í kvöld en gekk seint og illa að klára færin sín enda þeirra helsti markaskori, Robert Lewandowski, frá vegna meiðsla. Á 80. mínútu náði Marc Guiu loks að brjóta ísinn og urðu það lokatölur leiksins.