Remy Martin þarf að standa undir nafni í fyrsta leiknum sínum í Sláturhúsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 15:00 Remy Martin er búinn að spila tvo leiki og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir frammistöðuna. Hvað gerir hann í kvöld. S2 Sport Keflvíkingar fá loksins heimaleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir taka á móti deildar- og bikarmeisturum Valsmanna. Fyrstu tveir leikir Keflavíkurliðsins hafa verið á útivelli en þeir eru eina liðið í deildinni sem á eftirt að spila heimaleik á þessu tímabili. Það breytist í kvöld þegar Valur kemur í heimsókn í Blue höllina. Þetta er stórleikur kvöldsins enda tvö lið sem búist var við miklu af á þessari leiktíð. Valsmenn hafa byrjað tímabilið með tveimur sannfærandi sigrum en Keflvíkingar eru enn að sleikja sárin eftir að hafa steinlegið á Króknum um síðustu helgi. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Augun hafa beinst að bandaríska leikmanni Keflavíkurliðsins því sjaldan hefur stærri prófíll komið til Íslands en umræddur Remy Martin. Martin var frábær með Arizona State háskólanum og varð síðan bandarískur háskólameistari með University of Kansas 2022 þar sem hann skoraði meðal annars 14 stig í úrslitaleiknum. Remy Martin var ekki góður í fyrsta leik en hafði þá afsökun að hann að spila í Frystikistunni í Hveragerði í fyrsta sinn. Keflavík vann líka leikinn auk þess að hann endaði með 29 stig í leiknum. Viðvörunarbjöllurnar fóru aftur á móti í gang eftir leikinn á Króknum þar sem Martin var bitlítill, kraftlaus og varð hreinlega undir í glímunni við ágenga bakverði Íslandsmeistaranna. Martin þurfti 17 skot til skora 13 stig og komst aldrei á vítalínuna í leiknum. Keflavíkurliðið tapaði líka með 23 stigum þegar hann var inn á vellinum enda ekki er hann að breyta leiknum heldur í vörninni. Þegar sóknin klikkar hjá honum þá er fokið í flest skjól. Martin hefur þar með þurft að taka 45 skot til að skora þessi 42 stig sín á tímabilinu og mörg þessara skota eru ekki tekin í flæðinu heldur eftir knattrak hans þar sem enginn annar Keflvíkingur sér boltann. Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig En er þetta það sem kappinn ætlar að bjóða upp á í vetur? Nú fá stuðningsmenn Keflavíkur loksins að sjá Martin í Sláturhúsinu á Sunnubrautinni og þótt að andstæðingurinn sé eitt allra besta lið landsins þá er án efa pressa á Remy Martin í kvöld að standa undir nafni. Skyndiprófin hans eru að baki en í dag er stóra prófið fyrir stuðningsmenn Keflavíkur að komast að því hvort Remy Martin sé sá leikmaður sem ferilskráin hans sýnir eða bara kannski bara strandaður á Íslandi eftir misheppnaða byrjun sína í atvinnumennsku. Augun verða því að þessu snaggaralega Bandaríkjamanni í leiknum og ef að Martin sé sá keppnismaður sem margir trúa að hann sé þá ætti hann að mæta í fullum herklæðum í leikinn í kvöld og sýna hvað hann stendur fyrir inn á körfuboltavellinum. Hann hefur vissulega hæfileika til að stríða Valsmönnum í fjörutíu mínútur en stórt spurningin er hvort hann hafi hugarfarið í það. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Fyrstu tveir leikir Keflavíkurliðsins hafa verið á útivelli en þeir eru eina liðið í deildinni sem á eftirt að spila heimaleik á þessu tímabili. Það breytist í kvöld þegar Valur kemur í heimsókn í Blue höllina. Þetta er stórleikur kvöldsins enda tvö lið sem búist var við miklu af á þessari leiktíð. Valsmenn hafa byrjað tímabilið með tveimur sannfærandi sigrum en Keflvíkingar eru enn að sleikja sárin eftir að hafa steinlegið á Króknum um síðustu helgi. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Augun hafa beinst að bandaríska leikmanni Keflavíkurliðsins því sjaldan hefur stærri prófíll komið til Íslands en umræddur Remy Martin. Martin var frábær með Arizona State háskólanum og varð síðan bandarískur háskólameistari með University of Kansas 2022 þar sem hann skoraði meðal annars 14 stig í úrslitaleiknum. Remy Martin var ekki góður í fyrsta leik en hafði þá afsökun að hann að spila í Frystikistunni í Hveragerði í fyrsta sinn. Keflavík vann líka leikinn auk þess að hann endaði með 29 stig í leiknum. Viðvörunarbjöllurnar fóru aftur á móti í gang eftir leikinn á Króknum þar sem Martin var bitlítill, kraftlaus og varð hreinlega undir í glímunni við ágenga bakverði Íslandsmeistaranna. Martin þurfti 17 skot til skora 13 stig og komst aldrei á vítalínuna í leiknum. Keflavíkurliðið tapaði líka með 23 stigum þegar hann var inn á vellinum enda ekki er hann að breyta leiknum heldur í vörninni. Þegar sóknin klikkar hjá honum þá er fokið í flest skjól. Martin hefur þar með þurft að taka 45 skot til að skora þessi 42 stig sín á tímabilinu og mörg þessara skota eru ekki tekin í flæðinu heldur eftir knattrak hans þar sem enginn annar Keflvíkingur sér boltann. Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig En er þetta það sem kappinn ætlar að bjóða upp á í vetur? Nú fá stuðningsmenn Keflavíkur loksins að sjá Martin í Sláturhúsinu á Sunnubrautinni og þótt að andstæðingurinn sé eitt allra besta lið landsins þá er án efa pressa á Remy Martin í kvöld að standa undir nafni. Skyndiprófin hans eru að baki en í dag er stóra prófið fyrir stuðningsmenn Keflavíkur að komast að því hvort Remy Martin sé sá leikmaður sem ferilskráin hans sýnir eða bara kannski bara strandaður á Íslandi eftir misheppnaða byrjun sína í atvinnumennsku. Augun verða því að þessu snaggaralega Bandaríkjamanni í leiknum og ef að Martin sé sá keppnismaður sem margir trúa að hann sé þá ætti hann að mæta í fullum herklæðum í leikinn í kvöld og sýna hvað hann stendur fyrir inn á körfuboltavellinum. Hann hefur vissulega hæfileika til að stríða Valsmönnum í fjörutíu mínútur en stórt spurningin er hvort hann hafi hugarfarið í það.
Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira