Í hag allra að loftslagskrísunni sé mætt af ákafa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2023 13:30 Veðuröfgar eru meðal þess sem orsakast af loftslagsbreytingum. Vísir/RAX Forseti Ungra umhverfissinna segir innihald nýrrar vísindaskýrlu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi vera sláandi en ekki hafa komið á óvart. Fram kemur í skýrslunni, sem birt var í gær, að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa áhrif á náttúru og lífsskilyrði á Íslandi. Það sem skýrslan fjallar meira um en fyrri skýrslur er að það sé samfélagslega hakvæmt að bregðast við loftslagsbreytingum strax. „Það er beinlínis í hag okkar allra hvort sem litið er til hagkerfisins, öryggis, heilsu, innviða, sjávarauðlinda eða lífsgæða almennt að stjórnvöld og almenningur vakni og vinni saman og fari að sýna loftslagskrísunni áhuga í öllu sem við gerum,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem verið hefur frá landnámi. Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða.Vísir/Arnar „Þessi framtíð sem skýrslan lýsir blasir við mér og okkur unga fólkinu og framtíðarkynslóðum sömu leiðis. Það er ekkert auðvelt að lesa þessa skýrslu. Að sama skapi vonum við að skýrslan verði til þess að þessi vilji sem stjórnvöld hafa lýst í orðum hingað til að þau sýni þann vilja í verki.“ Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum en fullnýta þau tækifæri sem þó skapast. „Það sem Ísland ætti eiginlega að gera er að setja loftslagsmál í algjöran forgang í utanríkismálastefnu okkar af því að það er í hag okkar þjóða og annarra þjóða að heimurinn dragi úr losun á samræmdan hátt.“ Einn höfunda skýrslunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það þurfi að verða hluti af menningunni að takast a við þessar breytingar og fólk megi ekki vera of neikvætt. „Við vitum að ástandið er rosalega alvarlegt, það er númer eitt, tvö og þrjú. Til viðbótar við alvarleikann vitum við að við getum enn takmarkað verstu afleiðingarnar og það eru tækifæri til að betrumbæta samfélagið í leiðinni,“ segir Finnur. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35 Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fram kemur í skýrslunni, sem birt var í gær, að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að hafa áhrif á náttúru og lífsskilyrði á Íslandi. Það sem skýrslan fjallar meira um en fyrri skýrslur er að það sé samfélagslega hakvæmt að bregðast við loftslagsbreytingum strax. „Það er beinlínis í hag okkar allra hvort sem litið er til hagkerfisins, öryggis, heilsu, innviða, sjávarauðlinda eða lífsgæða almennt að stjórnvöld og almenningur vakni og vinni saman og fari að sýna loftslagskrísunni áhuga í öllu sem við gerum,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem verið hefur frá landnámi. Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða.Vísir/Arnar „Þessi framtíð sem skýrslan lýsir blasir við mér og okkur unga fólkinu og framtíðarkynslóðum sömu leiðis. Það er ekkert auðvelt að lesa þessa skýrslu. Að sama skapi vonum við að skýrslan verði til þess að þessi vilji sem stjórnvöld hafa lýst í orðum hingað til að þau sýni þann vilja í verki.“ Draga þurfi úr neikvæðum áhrifum en fullnýta þau tækifæri sem þó skapast. „Það sem Ísland ætti eiginlega að gera er að setja loftslagsmál í algjöran forgang í utanríkismálastefnu okkar af því að það er í hag okkar þjóða og annarra þjóða að heimurinn dragi úr losun á samræmdan hátt.“ Einn höfunda skýrslunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það þurfi að verða hluti af menningunni að takast a við þessar breytingar og fólk megi ekki vera of neikvætt. „Við vitum að ástandið er rosalega alvarlegt, það er númer eitt, tvö og þrjú. Til viðbótar við alvarleikann vitum við að við getum enn takmarkað verstu afleiðingarnar og það eru tækifæri til að betrumbæta samfélagið í leiðinni,“ segir Finnur.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35 Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þurfi að verða hluti af menningunni að takast á við loftslagsbreytingar Það stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok þessarar aldar verði gjörólíkt því sem hefur verið frá landnámi. Sérfræðingur í umhverfismannfræði segir að samfélagið allt muni breytast með breyttu loftslagi. Taka þurfi á breytingunum strax og líta björtum augum á verkefnið framundan 18. október 2023 23:35
Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. 18. október 2023 13:01