„Alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2023 08:02 Dyrnar inn í jamaíska landsliðið standa Mason Greenwood opnar að sögn Heimis Hallgrímssonar. vísir/sigurjón/getty Heimir Hallgrímsson segir ekkert launungarmál að hann vilji fá framherjann Mason Greenwood til að spila með jamaíska landsliðinu. Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og hann fór í kjölfarið á láni frá Manchester United til Getafe. Hinn 22 ára lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir England gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Óvíst er hvort Greenwood muni leik aftur fyrir enska landsliðið en hann á möguleika á að spila fyrir það jamaíska þar sem faðir hans er frá landinu. Heimir hefur áhuga á að fá Greenwood í jamaíska landsliðið sem hann hefur stýrt undanfarið ár. „Hann er búinn að vera mikið í umræðunni, bæði fyrir gæði og það sem gekk á í hans einkalífi. En eins og aðrir þjálfarar vil ég hafa gæðaleikmenn í liðinu mínu. Ég ætla ekkert að fela það, ég væri spenntur fyrir því. En það er svo sem ekki mín ákvörðun. Það eru forsetinn, framkvæmdastjórinn og aðrir sem ákveða það hvort hann sé velkominn eða ekki. Þeir hafa báðir gefið það út að þeir myndu vilja fá hann. Dyrnar eru opnar fyrir hann ef hann vill koma til okkar,“ sagði Heimir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe á dögunum.getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimir segist fylgjast með Greenwood líkt og öðrum leikmönnum sem eiga þess kost að spila fyrir jamaíska landsliðið. „Að sjálfsögðu. Þetta er spennandi leikmaður. En við erum að fylgjast með mörgum leikmönnum sem við vitum að geta spilað fyrir okkur og hafa látið vita að þeir hafi áhuga á því. Við erum að reyna að vinna okkar vinnu eins vel og við getum,“ sagði Heimir. En hefur Greenwood sjálfur áhuga á að spila fyrir Jamaíku? „Hann hefur gefið það út og æfir meira að segja í landsliðsbúningi Jamaíku. Þannig að hann hefur gefið það í skyn,“ svaraði Heimir. Klippa: Heimir um Greenwood Hann segir eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku hvort Greenwood eigi að spila fyrir landsliðið. „Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp.“ Horfa má á Heimi tala um Greenwood í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Mál Mason Greenwood Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og hann fór í kjölfarið á láni frá Manchester United til Getafe. Hinn 22 ára lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir England gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Óvíst er hvort Greenwood muni leik aftur fyrir enska landsliðið en hann á möguleika á að spila fyrir það jamaíska þar sem faðir hans er frá landinu. Heimir hefur áhuga á að fá Greenwood í jamaíska landsliðið sem hann hefur stýrt undanfarið ár. „Hann er búinn að vera mikið í umræðunni, bæði fyrir gæði og það sem gekk á í hans einkalífi. En eins og aðrir þjálfarar vil ég hafa gæðaleikmenn í liðinu mínu. Ég ætla ekkert að fela það, ég væri spenntur fyrir því. En það er svo sem ekki mín ákvörðun. Það eru forsetinn, framkvæmdastjórinn og aðrir sem ákveða það hvort hann sé velkominn eða ekki. Þeir hafa báðir gefið það út að þeir myndu vilja fá hann. Dyrnar eru opnar fyrir hann ef hann vill koma til okkar,“ sagði Heimir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe á dögunum.getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimir segist fylgjast með Greenwood líkt og öðrum leikmönnum sem eiga þess kost að spila fyrir jamaíska landsliðið. „Að sjálfsögðu. Þetta er spennandi leikmaður. En við erum að fylgjast með mörgum leikmönnum sem við vitum að geta spilað fyrir okkur og hafa látið vita að þeir hafi áhuga á því. Við erum að reyna að vinna okkar vinnu eins vel og við getum,“ sagði Heimir. En hefur Greenwood sjálfur áhuga á að spila fyrir Jamaíku? „Hann hefur gefið það út og æfir meira að segja í landsliðsbúningi Jamaíku. Þannig að hann hefur gefið það í skyn,“ svaraði Heimir. Klippa: Heimir um Greenwood Hann segir eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku hvort Greenwood eigi að spila fyrir landsliðið. „Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp.“ Horfa má á Heimi tala um Greenwood í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Mál Mason Greenwood Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira