„Alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2023 08:02 Dyrnar inn í jamaíska landsliðið standa Mason Greenwood opnar að sögn Heimis Hallgrímssonar. vísir/sigurjón/getty Heimir Hallgrímsson segir ekkert launungarmál að hann vilji fá framherjann Mason Greenwood til að spila með jamaíska landsliðinu. Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og hann fór í kjölfarið á láni frá Manchester United til Getafe. Hinn 22 ára lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir England gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Óvíst er hvort Greenwood muni leik aftur fyrir enska landsliðið en hann á möguleika á að spila fyrir það jamaíska þar sem faðir hans er frá landinu. Heimir hefur áhuga á að fá Greenwood í jamaíska landsliðið sem hann hefur stýrt undanfarið ár. „Hann er búinn að vera mikið í umræðunni, bæði fyrir gæði og það sem gekk á í hans einkalífi. En eins og aðrir þjálfarar vil ég hafa gæðaleikmenn í liðinu mínu. Ég ætla ekkert að fela það, ég væri spenntur fyrir því. En það er svo sem ekki mín ákvörðun. Það eru forsetinn, framkvæmdastjórinn og aðrir sem ákveða það hvort hann sé velkominn eða ekki. Þeir hafa báðir gefið það út að þeir myndu vilja fá hann. Dyrnar eru opnar fyrir hann ef hann vill koma til okkar,“ sagði Heimir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe á dögunum.getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimir segist fylgjast með Greenwood líkt og öðrum leikmönnum sem eiga þess kost að spila fyrir jamaíska landsliðið. „Að sjálfsögðu. Þetta er spennandi leikmaður. En við erum að fylgjast með mörgum leikmönnum sem við vitum að geta spilað fyrir okkur og hafa látið vita að þeir hafi áhuga á því. Við erum að reyna að vinna okkar vinnu eins vel og við getum,“ sagði Heimir. En hefur Greenwood sjálfur áhuga á að spila fyrir Jamaíku? „Hann hefur gefið það út og æfir meira að segja í landsliðsbúningi Jamaíku. Þannig að hann hefur gefið það í skyn,“ svaraði Heimir. Klippa: Heimir um Greenwood Hann segir eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku hvort Greenwood eigi að spila fyrir landsliðið. „Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp.“ Horfa má á Heimi tala um Greenwood í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Mál Mason Greenwood Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og hann fór í kjölfarið á láni frá Manchester United til Getafe. Hinn 22 ára lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir England gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Óvíst er hvort Greenwood muni leik aftur fyrir enska landsliðið en hann á möguleika á að spila fyrir það jamaíska þar sem faðir hans er frá landinu. Heimir hefur áhuga á að fá Greenwood í jamaíska landsliðið sem hann hefur stýrt undanfarið ár. „Hann er búinn að vera mikið í umræðunni, bæði fyrir gæði og það sem gekk á í hans einkalífi. En eins og aðrir þjálfarar vil ég hafa gæðaleikmenn í liðinu mínu. Ég ætla ekkert að fela það, ég væri spenntur fyrir því. En það er svo sem ekki mín ákvörðun. Það eru forsetinn, framkvæmdastjórinn og aðrir sem ákveða það hvort hann sé velkominn eða ekki. Þeir hafa báðir gefið það út að þeir myndu vilja fá hann. Dyrnar eru opnar fyrir hann ef hann vill koma til okkar,“ sagði Heimir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe á dögunum.getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimir segist fylgjast með Greenwood líkt og öðrum leikmönnum sem eiga þess kost að spila fyrir jamaíska landsliðið. „Að sjálfsögðu. Þetta er spennandi leikmaður. En við erum að fylgjast með mörgum leikmönnum sem við vitum að geta spilað fyrir okkur og hafa látið vita að þeir hafi áhuga á því. Við erum að reyna að vinna okkar vinnu eins vel og við getum,“ sagði Heimir. En hefur Greenwood sjálfur áhuga á að spila fyrir Jamaíku? „Hann hefur gefið það út og æfir meira að segja í landsliðsbúningi Jamaíku. Þannig að hann hefur gefið það í skyn,“ svaraði Heimir. Klippa: Heimir um Greenwood Hann segir eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku hvort Greenwood eigi að spila fyrir landsliðið. „Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp.“ Horfa má á Heimi tala um Greenwood í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Mál Mason Greenwood Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn