Níu milljarða leikmaður Newcastle sagður vera á leið í langt bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 10:21 Sandro Tonali í leik með Newcastle United sem gæti spilað honum um helgina þrátt fyrir fréttir vikunnar. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Sandro Tonali, leikmaður Newcastle og ítalska landsliðsins, er í slæmum málum eftir að upp komst um veðmálafíkn hans. Tonali þurfti að yfirgefa ítalska landsliðshópinn og nú skrifa erlendir fjölmiðlar eins og Sky Sports að hann endi á því að fá mjög langt bann. Umboðsmaður Tonali sagði að skjólstæðingur sinn væri að glíma við veðmálafíkn og Tonali sjálfur hefur viðurkennt að hafa veðjað á leiki AC Milan þegar hann lék sjálfur með liðinu. BREAKING: Sandro Tonali faces a lengthy ban from football after admitting to betting on AC Milan matches while a player at the club, according to Sky pic.twitter.com/1YyAmUXncs— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 18, 2023 Newcastle keypti Tonali frá AC Milan í haust fyrir 64 milljónir evra eða um 9,4 milljarða íslenskra króna. Tonali viðurkenndi að hafa sett pening á sigur hjá AC Milan sem er auðvitað betra en ef það væri öfugt en þó alveg stranglega bannað. Veðmálafíkn er vaxandi vandamál meðal fótboltamanna og þar verða menn að taka á hart á öllum brotum til að viðhalda heilindum leiksins. Tonali gæti endað á því að verða dæmdur í eins árs bann samkvæmt fréttum frá Ítalíu. Nicolo Fagiolo, liðsfélagi Tonali í ítalska landsliðinu, sem var tekinn út úr ítalska hópnum á sama tíma og hann, hefur þegar fengið sjö mánaða bann. Tonali gæti engu að síður spilað með Newcastle á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann er að æfa með enska liðinu. Giuseppe Riso er umboðsmaður leikmannsins og segir hann vera í sjokki og mjög leiður. Hann segir jafnframt að skjólstæðingur hans þurfi að taka á þessu og vinna sigur á veðmálafíkn sinni. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Tonali þurfti að yfirgefa ítalska landsliðshópinn og nú skrifa erlendir fjölmiðlar eins og Sky Sports að hann endi á því að fá mjög langt bann. Umboðsmaður Tonali sagði að skjólstæðingur sinn væri að glíma við veðmálafíkn og Tonali sjálfur hefur viðurkennt að hafa veðjað á leiki AC Milan þegar hann lék sjálfur með liðinu. BREAKING: Sandro Tonali faces a lengthy ban from football after admitting to betting on AC Milan matches while a player at the club, according to Sky pic.twitter.com/1YyAmUXncs— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 18, 2023 Newcastle keypti Tonali frá AC Milan í haust fyrir 64 milljónir evra eða um 9,4 milljarða íslenskra króna. Tonali viðurkenndi að hafa sett pening á sigur hjá AC Milan sem er auðvitað betra en ef það væri öfugt en þó alveg stranglega bannað. Veðmálafíkn er vaxandi vandamál meðal fótboltamanna og þar verða menn að taka á hart á öllum brotum til að viðhalda heilindum leiksins. Tonali gæti endað á því að verða dæmdur í eins árs bann samkvæmt fréttum frá Ítalíu. Nicolo Fagiolo, liðsfélagi Tonali í ítalska landsliðinu, sem var tekinn út úr ítalska hópnum á sama tíma og hann, hefur þegar fengið sjö mánaða bann. Tonali gæti engu að síður spilað með Newcastle á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann er að æfa með enska liðinu. Giuseppe Riso er umboðsmaður leikmannsins og segir hann vera í sjokki og mjög leiður. Hann segir jafnframt að skjólstæðingur hans þurfi að taka á þessu og vinna sigur á veðmálafíkn sinni.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira