Ása Steinars segir hæfileika ekki þekkja kynjamörk Íris Hauksdóttir skrifar 17. október 2023 16:38 Ljósmyndarar sýningarinnar þær Unnur Magnadóttir, Ása Steinars, Rán Bjargardóttir, Eydís María Ólafsdóttir og Rakel Rún Garðarsdóttir. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndasýningin Sprakkar samanstendur af verkum fimm kvenljósmyndara og er staðsett í kofa gallerí á Hafnartorgi. Ása Steinarsdóttir er ein af ljósmyndurunum fimm og segir hún markmið sýningarinnar að vekja athygli á ójafnvægi ljósmyndabransans þegar kemur að jafnrétti kynjanna. „Konur hafa alltaf verið virkar í ljósmyndun, en eru síður ráðnar í verkefni, fá lægri laun og eru í heild minna sjánlegar.“ Ása bauð gesti velkomna á sýninguna.Aldís Pálsdóttir Spurð hvaðan titill sýningarinnar spretti segir Ása Sprakki vera gamalt íslenskt orð sem þýði dugnaðarkona eða kvenskörungur. „Í sögulegu tilliti hefur ljósmyndun verið hluti af yfirráðasvæði karla og það er óheppilegt í heimi þar sem öll ættu að njóta hæfileika sinna. Í heimi þar sem hæfileikar þekkja engin kynjamörk er það óréttlæti enn við líði að kvenljósmyndarar glíma við ójöfn atvinnutækifæri og fá lægri laun en karlmenn í sama geira. Breytingar eru ekki aðeins nauðsynlegar heldur löngu tímabærar.“ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Unnur Magna og Styrmir.Aldís Pálsdóttir Djúpstæð kynjamismunun Ása fullyrðir að kvenljósmyndarar séu upp til hópa vanmetnir fyrir það eitt að vera konur. „Í starfsgrein þar sem list og kunnátta ætti að vera eini mælikvarðinn á velgengni, er kynjahlutdrægni enn viðvarandi. Tölur sýna að helmingur allra ljósmyndara á Íslandi eru konur. Þrátt fyrir það eru þær aðeins brot af vinnuafli á markaði ljósmyndunar og þegar konur tryggja sér vinnu þá þéna þær oft umtalsvert minna er karlkyns ljósmyndarar fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert annað en djúpstæð kynjamismunun.“ Fjölmennt var í opnunarhófinu.Aldís Pálsdóttir Iðnaðurinn einkennist af karlmönnum Ástæðurnar á bak við þetta óréttlæti segir hún vera flóknar en um leið óumdeilanlegar „Ljósmyndaiðnaðurinn einkennist af karlmönnum. Staðalmyndir og hlutdrægni eru viðvarandi, þar sem viðskiptavinir stunda frekar viðskipti við karlkyns ljósmyndara, með það fyrir augum að þeir séu hæfari eða áreiðanlegri en konur. Þessar ranghugmyndir fæðast inn í vítahring sem heldur áfram að koma konum í óhag á þessu sviði. Rán Bjargardóttir ræðir við gesti.Aldís Pálsdóttir Gagnast samfélaginu í heild Karlar gegna mikilvægu hlutverki við að afnema þessa hlutdrægni með því að sýna virkan stuðning og kynna kvenkyns samstarfsmenn sína. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna er ekki barátta sem konur geta eða ættu að há einar. Karlar verða að viðurkenna að það kemur ekki bara í hlut kvenna að berjast fyrir jafnrétti, heldur kemur það í hlut okkar allra. Það gagnast ekki bara konum, heldur samfélaginu í heild.“ Mikið var um dýrðir Kofa gallerí Hafnartorgi þar sem sýningin er haldin.Aldís Pálsdóttir Auk Ásu samanstendur sýningin af verkum Unnar Magnadóttur, Eydísar Maríu Ólafsdóttur, Rakelar Rúnar Garðarsdóttur og Ránar Bjargardóttur. Sýningin mun standa út október og verða myndirnar einnig til sölu. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnunarhófi sýningarinnar. Prúðbúnir gestir.Aldís Pálsdóttir Unnur Magna ræðir við kollega sína. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndararnir fimm sem héldu sýninguna.Aldís Pálsdóttir Rán Bjargardóttir, Unnur Magna og Aldís Pálsdóttir.Aldís Pálsdóttir Ása Steinars ásamt ljósmyndum sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Fjörugir plötusnúðar þeyttu skífum fram eftir kvöldi.Aldís Pálsdóttir Glæsilegar ljósmyndir sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndun Menning Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Ása Steinarsdóttir er ein af ljósmyndurunum fimm og segir hún markmið sýningarinnar að vekja athygli á ójafnvægi ljósmyndabransans þegar kemur að jafnrétti kynjanna. „Konur hafa alltaf verið virkar í ljósmyndun, en eru síður ráðnar í verkefni, fá lægri laun og eru í heild minna sjánlegar.“ Ása bauð gesti velkomna á sýninguna.Aldís Pálsdóttir Spurð hvaðan titill sýningarinnar spretti segir Ása Sprakki vera gamalt íslenskt orð sem þýði dugnaðarkona eða kvenskörungur. „Í sögulegu tilliti hefur ljósmyndun verið hluti af yfirráðasvæði karla og það er óheppilegt í heimi þar sem öll ættu að njóta hæfileika sinna. Í heimi þar sem hæfileikar þekkja engin kynjamörk er það óréttlæti enn við líði að kvenljósmyndarar glíma við ójöfn atvinnutækifæri og fá lægri laun en karlmenn í sama geira. Breytingar eru ekki aðeins nauðsynlegar heldur löngu tímabærar.“ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Unnur Magna og Styrmir.Aldís Pálsdóttir Djúpstæð kynjamismunun Ása fullyrðir að kvenljósmyndarar séu upp til hópa vanmetnir fyrir það eitt að vera konur. „Í starfsgrein þar sem list og kunnátta ætti að vera eini mælikvarðinn á velgengni, er kynjahlutdrægni enn viðvarandi. Tölur sýna að helmingur allra ljósmyndara á Íslandi eru konur. Þrátt fyrir það eru þær aðeins brot af vinnuafli á markaði ljósmyndunar og þegar konur tryggja sér vinnu þá þéna þær oft umtalsvert minna er karlkyns ljósmyndarar fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert annað en djúpstæð kynjamismunun.“ Fjölmennt var í opnunarhófinu.Aldís Pálsdóttir Iðnaðurinn einkennist af karlmönnum Ástæðurnar á bak við þetta óréttlæti segir hún vera flóknar en um leið óumdeilanlegar „Ljósmyndaiðnaðurinn einkennist af karlmönnum. Staðalmyndir og hlutdrægni eru viðvarandi, þar sem viðskiptavinir stunda frekar viðskipti við karlkyns ljósmyndara, með það fyrir augum að þeir séu hæfari eða áreiðanlegri en konur. Þessar ranghugmyndir fæðast inn í vítahring sem heldur áfram að koma konum í óhag á þessu sviði. Rán Bjargardóttir ræðir við gesti.Aldís Pálsdóttir Gagnast samfélaginu í heild Karlar gegna mikilvægu hlutverki við að afnema þessa hlutdrægni með því að sýna virkan stuðning og kynna kvenkyns samstarfsmenn sína. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna er ekki barátta sem konur geta eða ættu að há einar. Karlar verða að viðurkenna að það kemur ekki bara í hlut kvenna að berjast fyrir jafnrétti, heldur kemur það í hlut okkar allra. Það gagnast ekki bara konum, heldur samfélaginu í heild.“ Mikið var um dýrðir Kofa gallerí Hafnartorgi þar sem sýningin er haldin.Aldís Pálsdóttir Auk Ásu samanstendur sýningin af verkum Unnar Magnadóttur, Eydísar Maríu Ólafsdóttur, Rakelar Rúnar Garðarsdóttur og Ránar Bjargardóttur. Sýningin mun standa út október og verða myndirnar einnig til sölu. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnunarhófi sýningarinnar. Prúðbúnir gestir.Aldís Pálsdóttir Unnur Magna ræðir við kollega sína. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndararnir fimm sem héldu sýninguna.Aldís Pálsdóttir Rán Bjargardóttir, Unnur Magna og Aldís Pálsdóttir.Aldís Pálsdóttir Ása Steinars ásamt ljósmyndum sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Fjörugir plötusnúðar þeyttu skífum fram eftir kvöldi.Aldís Pálsdóttir Glæsilegar ljósmyndir sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndun Menning Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira