Ása Steinars segir hæfileika ekki þekkja kynjamörk Íris Hauksdóttir skrifar 17. október 2023 16:38 Ljósmyndarar sýningarinnar þær Unnur Magnadóttir, Ása Steinars, Rán Bjargardóttir, Eydís María Ólafsdóttir og Rakel Rún Garðarsdóttir. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndasýningin Sprakkar samanstendur af verkum fimm kvenljósmyndara og er staðsett í kofa gallerí á Hafnartorgi. Ása Steinarsdóttir er ein af ljósmyndurunum fimm og segir hún markmið sýningarinnar að vekja athygli á ójafnvægi ljósmyndabransans þegar kemur að jafnrétti kynjanna. „Konur hafa alltaf verið virkar í ljósmyndun, en eru síður ráðnar í verkefni, fá lægri laun og eru í heild minna sjánlegar.“ Ása bauð gesti velkomna á sýninguna.Aldís Pálsdóttir Spurð hvaðan titill sýningarinnar spretti segir Ása Sprakki vera gamalt íslenskt orð sem þýði dugnaðarkona eða kvenskörungur. „Í sögulegu tilliti hefur ljósmyndun verið hluti af yfirráðasvæði karla og það er óheppilegt í heimi þar sem öll ættu að njóta hæfileika sinna. Í heimi þar sem hæfileikar þekkja engin kynjamörk er það óréttlæti enn við líði að kvenljósmyndarar glíma við ójöfn atvinnutækifæri og fá lægri laun en karlmenn í sama geira. Breytingar eru ekki aðeins nauðsynlegar heldur löngu tímabærar.“ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Unnur Magna og Styrmir.Aldís Pálsdóttir Djúpstæð kynjamismunun Ása fullyrðir að kvenljósmyndarar séu upp til hópa vanmetnir fyrir það eitt að vera konur. „Í starfsgrein þar sem list og kunnátta ætti að vera eini mælikvarðinn á velgengni, er kynjahlutdrægni enn viðvarandi. Tölur sýna að helmingur allra ljósmyndara á Íslandi eru konur. Þrátt fyrir það eru þær aðeins brot af vinnuafli á markaði ljósmyndunar og þegar konur tryggja sér vinnu þá þéna þær oft umtalsvert minna er karlkyns ljósmyndarar fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert annað en djúpstæð kynjamismunun.“ Fjölmennt var í opnunarhófinu.Aldís Pálsdóttir Iðnaðurinn einkennist af karlmönnum Ástæðurnar á bak við þetta óréttlæti segir hún vera flóknar en um leið óumdeilanlegar „Ljósmyndaiðnaðurinn einkennist af karlmönnum. Staðalmyndir og hlutdrægni eru viðvarandi, þar sem viðskiptavinir stunda frekar viðskipti við karlkyns ljósmyndara, með það fyrir augum að þeir séu hæfari eða áreiðanlegri en konur. Þessar ranghugmyndir fæðast inn í vítahring sem heldur áfram að koma konum í óhag á þessu sviði. Rán Bjargardóttir ræðir við gesti.Aldís Pálsdóttir Gagnast samfélaginu í heild Karlar gegna mikilvægu hlutverki við að afnema þessa hlutdrægni með því að sýna virkan stuðning og kynna kvenkyns samstarfsmenn sína. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna er ekki barátta sem konur geta eða ættu að há einar. Karlar verða að viðurkenna að það kemur ekki bara í hlut kvenna að berjast fyrir jafnrétti, heldur kemur það í hlut okkar allra. Það gagnast ekki bara konum, heldur samfélaginu í heild.“ Mikið var um dýrðir Kofa gallerí Hafnartorgi þar sem sýningin er haldin.Aldís Pálsdóttir Auk Ásu samanstendur sýningin af verkum Unnar Magnadóttur, Eydísar Maríu Ólafsdóttur, Rakelar Rúnar Garðarsdóttur og Ránar Bjargardóttur. Sýningin mun standa út október og verða myndirnar einnig til sölu. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnunarhófi sýningarinnar. Prúðbúnir gestir.Aldís Pálsdóttir Unnur Magna ræðir við kollega sína. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndararnir fimm sem héldu sýninguna.Aldís Pálsdóttir Rán Bjargardóttir, Unnur Magna og Aldís Pálsdóttir.Aldís Pálsdóttir Ása Steinars ásamt ljósmyndum sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Fjörugir plötusnúðar þeyttu skífum fram eftir kvöldi.Aldís Pálsdóttir Glæsilegar ljósmyndir sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndun Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Ása Steinarsdóttir er ein af ljósmyndurunum fimm og segir hún markmið sýningarinnar að vekja athygli á ójafnvægi ljósmyndabransans þegar kemur að jafnrétti kynjanna. „Konur hafa alltaf verið virkar í ljósmyndun, en eru síður ráðnar í verkefni, fá lægri laun og eru í heild minna sjánlegar.“ Ása bauð gesti velkomna á sýninguna.Aldís Pálsdóttir Spurð hvaðan titill sýningarinnar spretti segir Ása Sprakki vera gamalt íslenskt orð sem þýði dugnaðarkona eða kvenskörungur. „Í sögulegu tilliti hefur ljósmyndun verið hluti af yfirráðasvæði karla og það er óheppilegt í heimi þar sem öll ættu að njóta hæfileika sinna. Í heimi þar sem hæfileikar þekkja engin kynjamörk er það óréttlæti enn við líði að kvenljósmyndarar glíma við ójöfn atvinnutækifæri og fá lægri laun en karlmenn í sama geira. Breytingar eru ekki aðeins nauðsynlegar heldur löngu tímabærar.“ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Unnur Magna og Styrmir.Aldís Pálsdóttir Djúpstæð kynjamismunun Ása fullyrðir að kvenljósmyndarar séu upp til hópa vanmetnir fyrir það eitt að vera konur. „Í starfsgrein þar sem list og kunnátta ætti að vera eini mælikvarðinn á velgengni, er kynjahlutdrægni enn viðvarandi. Tölur sýna að helmingur allra ljósmyndara á Íslandi eru konur. Þrátt fyrir það eru þær aðeins brot af vinnuafli á markaði ljósmyndunar og þegar konur tryggja sér vinnu þá þéna þær oft umtalsvert minna er karlkyns ljósmyndarar fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert annað en djúpstæð kynjamismunun.“ Fjölmennt var í opnunarhófinu.Aldís Pálsdóttir Iðnaðurinn einkennist af karlmönnum Ástæðurnar á bak við þetta óréttlæti segir hún vera flóknar en um leið óumdeilanlegar „Ljósmyndaiðnaðurinn einkennist af karlmönnum. Staðalmyndir og hlutdrægni eru viðvarandi, þar sem viðskiptavinir stunda frekar viðskipti við karlkyns ljósmyndara, með það fyrir augum að þeir séu hæfari eða áreiðanlegri en konur. Þessar ranghugmyndir fæðast inn í vítahring sem heldur áfram að koma konum í óhag á þessu sviði. Rán Bjargardóttir ræðir við gesti.Aldís Pálsdóttir Gagnast samfélaginu í heild Karlar gegna mikilvægu hlutverki við að afnema þessa hlutdrægni með því að sýna virkan stuðning og kynna kvenkyns samstarfsmenn sína. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna er ekki barátta sem konur geta eða ættu að há einar. Karlar verða að viðurkenna að það kemur ekki bara í hlut kvenna að berjast fyrir jafnrétti, heldur kemur það í hlut okkar allra. Það gagnast ekki bara konum, heldur samfélaginu í heild.“ Mikið var um dýrðir Kofa gallerí Hafnartorgi þar sem sýningin er haldin.Aldís Pálsdóttir Auk Ásu samanstendur sýningin af verkum Unnar Magnadóttur, Eydísar Maríu Ólafsdóttur, Rakelar Rúnar Garðarsdóttur og Ránar Bjargardóttur. Sýningin mun standa út október og verða myndirnar einnig til sölu. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnunarhófi sýningarinnar. Prúðbúnir gestir.Aldís Pálsdóttir Unnur Magna ræðir við kollega sína. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndararnir fimm sem héldu sýninguna.Aldís Pálsdóttir Rán Bjargardóttir, Unnur Magna og Aldís Pálsdóttir.Aldís Pálsdóttir Ása Steinars ásamt ljósmyndum sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Fjörugir plötusnúðar þeyttu skífum fram eftir kvöldi.Aldís Pálsdóttir Glæsilegar ljósmyndir sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndun Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira