Leroux var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en markið sitt skoraði hún með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu. Angel City vann leikinn 5-1 á móti Portland Thorns og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni.
Leroux á tvö börn sem hún eignaðist 2016 og 2019 en hún kom strax aftur inn á fótboltavöllinn í bæði skiptin.
Strákurinn hennar heitir Cassius Cruz Dwyer og er nýorðinn sjö ára gamall. Hann var á vellinum og sá mömmu sína skora þetta flott mark.
Boltinn barst til hennar eftir að vörnin náði ekki að hreinsa fyrirgjöf út úr teignum. Leroux var eldlfjót að hugsa og sendi boltann með hjólhesti, yfir markmanninn og í fjærhornið.
Viðbrögð Cassius Cruz vöktu sérstaka athygli því hann var hreinlega gapandi hissa yfir tilþrifum móður sinnar.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af marki Leroux og viðbrögðum stráksins.