Mörkin á Laugardalsvelli og vítaspyrnurnar sem fóru forgörðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2023 07:00 Íslenska liðið fagnar því að Gylfi Þór sé orðinn markahæstur frá upphafi. Vísir/Hulda Margrét Ísland vann Liechtenstein 4-0 í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Sigurinn var síst of stór en hans verður munað sem leiksins þar sem Gylfi Þór Sigurðsson bætti markamet íslenska karlalandsliðsins. Gylfi Þór var fyrir leik gærkvöldsins aðeins einu marki frá því að jafna markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þegar í ljós kom að Gylfi Þór myndi byrja leikinn þá var strax farið að spá því að hann myndi allavega jafna markametið eða mögulega bæta það. Það tók Gylfa Þór ekki langan tíma að láta til sín taka. Það var svo á 22. mínútu sem Ísland fékk vítaspyrnu eftir að fyrirgjöf Gylfa Þórs fór í hendina á varnarmanni gestanna. Gylfi Þór fór sjálfur á punktinn og negldi boltanum í slá og inn. Alfreð Finnbogason tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Klippa: Mörkin á Laugardalsvelli og vítaspyrnunar sem fóru forgörðum Gestirnir fengu hins vegar vítaspyrnu áður en flautað var til fyrri hálfleiks eftir að boltinn fór í hönd Alfons Sampsted innan vítateigs. Elías Rafn Ólafssonar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Sandro Wieser en samherji hans fylgdi eftir og minnkaði muninn. Það þurfti hins vegar að taka spyrnuna aftur þar sem leikmenn beggja liða voru komnir inn í teiginn. Wieser steig aftur á punktinn og þrumaði framhjá, staðan 2-0 í hálfleik. Gylfi Þór sannfærði þjálfarateymið um að spila tíu mínútur til viðbótar í síðari hálfleik og þær nýtti hann í að skora annað mark sitt og bæta þar með markamet íslenska karlalandsliðsins. Hákon Arnar Haraldsson gulltryggði svo sigur 4-0 sigur Íslands. Mörkin fjögur ásamt vítaspyrnum gestanna má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Gylfi Þór var fyrir leik gærkvöldsins aðeins einu marki frá því að jafna markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þegar í ljós kom að Gylfi Þór myndi byrja leikinn þá var strax farið að spá því að hann myndi allavega jafna markametið eða mögulega bæta það. Það tók Gylfa Þór ekki langan tíma að láta til sín taka. Það var svo á 22. mínútu sem Ísland fékk vítaspyrnu eftir að fyrirgjöf Gylfa Þórs fór í hendina á varnarmanni gestanna. Gylfi Þór fór sjálfur á punktinn og negldi boltanum í slá og inn. Alfreð Finnbogason tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Klippa: Mörkin á Laugardalsvelli og vítaspyrnunar sem fóru forgörðum Gestirnir fengu hins vegar vítaspyrnu áður en flautað var til fyrri hálfleiks eftir að boltinn fór í hönd Alfons Sampsted innan vítateigs. Elías Rafn Ólafssonar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Sandro Wieser en samherji hans fylgdi eftir og minnkaði muninn. Það þurfti hins vegar að taka spyrnuna aftur þar sem leikmenn beggja liða voru komnir inn í teiginn. Wieser steig aftur á punktinn og þrumaði framhjá, staðan 2-0 í hálfleik. Gylfi Þór sannfærði þjálfarateymið um að spila tíu mínútur til viðbótar í síðari hálfleik og þær nýtti hann í að skora annað mark sitt og bæta þar með markamet íslenska karlalandsliðsins. Hákon Arnar Haraldsson gulltryggði svo sigur 4-0 sigur Íslands. Mörkin fjögur ásamt vítaspyrnum gestanna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti