„Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og gott að fá hann aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. október 2023 21:33 Hákon Arnar Haraldsson skoraði fjórða mark Íslands í kvöld. Hann fór fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson sem snéri aftur í byrjunarlið Íslands eftir tæplega þriggja ára fjarveru og bætti markamet landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson skoraði fjórða mark Íslands er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í forkeppni EM 2024 í kvöld. „Ég met þetta bara þannig að við gerðum vel, skoruðum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er bara það sem þú þarft að gera í svona leikjum,“ sagði Hákon Arnar í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og uppskar mark um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það kom hins vegar kafli þar sem liðinu gekk ekki jafn vel að brjóta sig í gegnum vörn Liechtenstein. „Mér fannst við byrja mjög sterkt eins og við gerðum á móti Lúxemborg. En við dettum aðeins niður eftir okkar mark, en náum samt inn einu marki fyrir hálfleik. Svo fannst mér þeir bara ekki eiga séns í seinni hálfleik.“ Hákon hóf leikinn neðarlega á vellinum en færði sig ofar í síðari hálfleik. Hann gerir þó ekki of mikið upp á milli hvar honum finnst betra að spila, en segir það skemmtilegra að spila ofar. „Mér finnst gaman að spila báðar stöður, en það er náttúrulega skemmtilegra að spila tíuna. Þá er líklegra að maður skori og leggi upp. En mér finnst ég góður í báðum stöðum og get spilað báðar stöður.“ Þá segir hann það hafa verið frábæra upplifun að fá að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni. „Reynslan var mjög góð að spila með honum. Maður náttúrulega horfði á hann í sjónvarpinu þegar maður var lítill og nú er maður byrjaður að spila með gæjanum. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og það er gott að fá hann aftur.“ Að lokum segir Hákon stöðuna á liðinu nokkuð góða eftir þennan landsleikjaglugga eftir nokkur erfið verkefni í röð. „Mér finnst við vera að slípa okkur saman og mér finnst þetta góð blanda. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki í þrjú stig á móti Lúxemborg en við náðum í þrjú stig núna og komum inn í næsta verkefni fljúgandi.“ Klippa: Hákon Arnar eftir leik Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Sjá meira
„Ég met þetta bara þannig að við gerðum vel, skoruðum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er bara það sem þú þarft að gera í svona leikjum,“ sagði Hákon Arnar í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og uppskar mark um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það kom hins vegar kafli þar sem liðinu gekk ekki jafn vel að brjóta sig í gegnum vörn Liechtenstein. „Mér fannst við byrja mjög sterkt eins og við gerðum á móti Lúxemborg. En við dettum aðeins niður eftir okkar mark, en náum samt inn einu marki fyrir hálfleik. Svo fannst mér þeir bara ekki eiga séns í seinni hálfleik.“ Hákon hóf leikinn neðarlega á vellinum en færði sig ofar í síðari hálfleik. Hann gerir þó ekki of mikið upp á milli hvar honum finnst betra að spila, en segir það skemmtilegra að spila ofar. „Mér finnst gaman að spila báðar stöður, en það er náttúrulega skemmtilegra að spila tíuna. Þá er líklegra að maður skori og leggi upp. En mér finnst ég góður í báðum stöðum og get spilað báðar stöður.“ Þá segir hann það hafa verið frábæra upplifun að fá að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni. „Reynslan var mjög góð að spila með honum. Maður náttúrulega horfði á hann í sjónvarpinu þegar maður var lítill og nú er maður byrjaður að spila með gæjanum. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og það er gott að fá hann aftur.“ Að lokum segir Hákon stöðuna á liðinu nokkuð góða eftir þennan landsleikjaglugga eftir nokkur erfið verkefni í röð. „Mér finnst við vera að slípa okkur saman og mér finnst þetta góð blanda. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki í þrjú stig á móti Lúxemborg en við náðum í þrjú stig núna og komum inn í næsta verkefni fljúgandi.“ Klippa: Hákon Arnar eftir leik
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20
Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40