Sigur Hollands í Aþenu góður fyrir Ísland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2023 21:15 Virgil van Dijk skoraði markið mikilvæga. Rico Brouwer/Getty Images Slóvakía vann Lúxemborg 1-0 á útivelli í J-riðli undankeppni EM 2024. Ísland á litla sem enga möguleika á að ná 2. sæti en sigur Hollands gerir það að verkum að það er næsta öruggt að Ísland fari í umspil þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. David Duris skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í Lúxemborg og tryggði þar með Slóvakíu dýrmætan sigur. Duris og félagar geta svo endanlega tryggt sæti sitt á EM 2024 með sigri á Íslandi í næstu umferð undankeppninnar. Portúgal vann einkar þægilegan 5-0 útisigur á Bosniu-Hersegóvínu þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Cristiando Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, Bruno Fernandes skoraði þriðja markið áður en João Cancelo og João Felix bættu við sitthvoru markinu. Cristiano Ronaldo #EURO2024 pic.twitter.com/8FPST7KeZ2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Staðan í J-riðli er þannig að Portúgal er löngu komið á EM enda með fullt hús stiga, með 24 stig, að loknum 8 umferðum. Slóvakía er með 16 stig, Lúxemborg, Ísland 10 og Bosnía-Hersegóvína með 9 stig. Liechtenstein er svo á botninum án stiga. Tæknilega séð getur Ísland enn náð 2. sætinu en þá þarf liðið að vinna bæði Portúgal og Slóvakíu á útivelli. Þá þyrfti að vinna Slóvakíu með tveggja marka mun. Í Aþenu stefndi allt í markalaust jafntefli milli Grikklands og Hollands. Það er þangað til Hollendingar fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum og tryggðu sér sigur í uppbótartíma. Wout Weghorst brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Virgil van Dijk brást ekki bogalistin og tryggði Hollendingum dýrmætan 1-0 útisigur. Sigurinn kemur Hollendingum upp í 2. sæti með 12 stig í B-riðli líkt og Grikkland sem er sæti neðar með jafn mörg stig eftir að hafa spilað leik meira. Holland á því tvo leiki eftir í riðlinum á meðan Grikkland á aðeins einn leik eftir. Sá er gegn Frakklandi, toppliði riðilsins. Sigur Hollands eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem það eykur líkurnar á að Ísland komist í umspil um sæti á EM sem fram fer í mars. Í Belgíu var leik heimaliðsins og Svíþjóðar flautaður af eftir skotárás í miðborg Brussel. Önnur úrslit Belgía 1-1 Svíþjóð (Flautaður af) Gíbraltar 0-4 Írland Big wins for Portugal, Republic of Ireland and Iceland; Dutch leave it late.#EURO2024 pic.twitter.com/oed46HCyUk— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
David Duris skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í Lúxemborg og tryggði þar með Slóvakíu dýrmætan sigur. Duris og félagar geta svo endanlega tryggt sæti sitt á EM 2024 með sigri á Íslandi í næstu umferð undankeppninnar. Portúgal vann einkar þægilegan 5-0 útisigur á Bosniu-Hersegóvínu þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Cristiando Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, Bruno Fernandes skoraði þriðja markið áður en João Cancelo og João Felix bættu við sitthvoru markinu. Cristiano Ronaldo #EURO2024 pic.twitter.com/8FPST7KeZ2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Staðan í J-riðli er þannig að Portúgal er löngu komið á EM enda með fullt hús stiga, með 24 stig, að loknum 8 umferðum. Slóvakía er með 16 stig, Lúxemborg, Ísland 10 og Bosnía-Hersegóvína með 9 stig. Liechtenstein er svo á botninum án stiga. Tæknilega séð getur Ísland enn náð 2. sætinu en þá þarf liðið að vinna bæði Portúgal og Slóvakíu á útivelli. Þá þyrfti að vinna Slóvakíu með tveggja marka mun. Í Aþenu stefndi allt í markalaust jafntefli milli Grikklands og Hollands. Það er þangað til Hollendingar fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum og tryggðu sér sigur í uppbótartíma. Wout Weghorst brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Virgil van Dijk brást ekki bogalistin og tryggði Hollendingum dýrmætan 1-0 útisigur. Sigurinn kemur Hollendingum upp í 2. sæti með 12 stig í B-riðli líkt og Grikkland sem er sæti neðar með jafn mörg stig eftir að hafa spilað leik meira. Holland á því tvo leiki eftir í riðlinum á meðan Grikkland á aðeins einn leik eftir. Sá er gegn Frakklandi, toppliði riðilsins. Sigur Hollands eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem það eykur líkurnar á að Ísland komist í umspil um sæti á EM sem fram fer í mars. Í Belgíu var leik heimaliðsins og Svíþjóðar flautaður af eftir skotárás í miðborg Brussel. Önnur úrslit Belgía 1-1 Svíþjóð (Flautaður af) Gíbraltar 0-4 Írland Big wins for Portugal, Republic of Ireland and Iceland; Dutch leave it late.#EURO2024 pic.twitter.com/oed46HCyUk— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05