Friðrik Þór hættur að drekka Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 11:11 Friðrik Þór segist eiga mikinn bjór í ísskápnum og nú njóti sá sem þrífur hjá honum góðs af því, Einar Kárason. vísir/vilhelm Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann væri hættur að drekka áfengi og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Stundum verður maður að játa sig sigraðan,“ segir Friðrik Þór og vill þakka öllum vinum sínum sem umbáru sig í áfengisvímu. Hann er hins vegar byrjaður að reykja í staðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrstur til að tjá sig og gefur ekki mikið fyrir tíðindin er vinur Friðriks, Einar Kárason rithöfundur og hann spyr: „Kanntu annan?“ Einar Kárason kemur og þrífur En Friðrik Þór segir að sér sé rammasta alvara. Og það hafi ekkert sérstakt komið til, enginn bömmer eða allsherjar mórall. Þetta hefur blundað í honum lengi. Með yfirlýsingu sinni birtir Friðrik Þór þessa mynd. Nú taka reykingarnar við. „Einar Kárason kemur og þrífur hjá mér einu sinni í viku. Nú þarf hann að taka til í ísskápnum, þar er mikill bjór. Hann nýtur góðs af þessu. Hreinsar út eitrið af heimilinu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn segist lengi hafa pælt í þessu. Og þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í timburmönnum og móral. „Reyndar hef ég ekki smakkað áfengi síðan 10. júní. Mér finnst þetta engar fréttir. Þegar þú gerir kvikmynd þá ertu edrú.“ Friðrik Þór segir sem sagt að það geti varla talist fréttnæmt en viðbrögðin segja annað. Þegar þetta er skrifað eru vel á 700 manns búnir að gefa það til kynna að þeir fagni ákvörðuninni. Fólkið virðist hafa verið að bíða eftir þessu? „Já, ég fylgist ekkert með því,“ segir Friðrik Þór og kímir. Sér fram á fínan seinni hálfleik Inntur eftir því hvaða verkefni hann sé með í takinu segir hann vera að skrifa handrit að nýrri kvikmynd ásamt Einari Kárasyni. „Skella í tvær til þrjár myndir áður en maður deyr og þá þýðir ekkert að trufla það með neinu áfengissulli. Þetta er sönn saga sem ég heyrði í Póllandi 1980. Hún hefur alltaf verið í hausnum á mér. Úkraína er nú hið nýja Pólland. Aktútelt að gera þetta,“ segir Friðrik Þór sem vill ekki segja meira. Hann tali helst ekki um myndir fyrr en þær eru orðnar að veruleika. Friðrik Þór sér fram á fínan seinni hálfleik, og ætlar að skella í tvær til þrjár myndir áður en yfir lýkur.vísir/vilhelm „En hún hefst í síðari heimstyrjöldinni og endar á Íslandi. Þetta verður mjög flott mynd. Svo er að klára Missi eftir Guðberg sem Ari Alexander er að gera. Ég er að framleiða hana og hún opnar í byrjun nýs árs.“ Sem sagt í mörg horn að líta. Og svo er það fótboltaferillinn sem Friðrik Þór telur vert að halda utan um. „Ég get ekki spilað fótbolta lengur. Er að drepast í hnénu og er að fara til bæklunarlæknis 7. nóvember. Rifinn liðþófi. Í síðasta leik skoraði ég fjögur mörk, fór þá í markið og hélt hreinu. Það er kannski hægt að enda ferilinn þannig? En ef ég get spilað áfram með Lunch United þá verður þetta fínn seinni hálfleikur.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Áfengi og tóbak Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Stundum verður maður að játa sig sigraðan,“ segir Friðrik Þór og vill þakka öllum vinum sínum sem umbáru sig í áfengisvímu. Hann er hins vegar byrjaður að reykja í staðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrstur til að tjá sig og gefur ekki mikið fyrir tíðindin er vinur Friðriks, Einar Kárason rithöfundur og hann spyr: „Kanntu annan?“ Einar Kárason kemur og þrífur En Friðrik Þór segir að sér sé rammasta alvara. Og það hafi ekkert sérstakt komið til, enginn bömmer eða allsherjar mórall. Þetta hefur blundað í honum lengi. Með yfirlýsingu sinni birtir Friðrik Þór þessa mynd. Nú taka reykingarnar við. „Einar Kárason kemur og þrífur hjá mér einu sinni í viku. Nú þarf hann að taka til í ísskápnum, þar er mikill bjór. Hann nýtur góðs af þessu. Hreinsar út eitrið af heimilinu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn segist lengi hafa pælt í þessu. Og þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í timburmönnum og móral. „Reyndar hef ég ekki smakkað áfengi síðan 10. júní. Mér finnst þetta engar fréttir. Þegar þú gerir kvikmynd þá ertu edrú.“ Friðrik Þór segir sem sagt að það geti varla talist fréttnæmt en viðbrögðin segja annað. Þegar þetta er skrifað eru vel á 700 manns búnir að gefa það til kynna að þeir fagni ákvörðuninni. Fólkið virðist hafa verið að bíða eftir þessu? „Já, ég fylgist ekkert með því,“ segir Friðrik Þór og kímir. Sér fram á fínan seinni hálfleik Inntur eftir því hvaða verkefni hann sé með í takinu segir hann vera að skrifa handrit að nýrri kvikmynd ásamt Einari Kárasyni. „Skella í tvær til þrjár myndir áður en maður deyr og þá þýðir ekkert að trufla það með neinu áfengissulli. Þetta er sönn saga sem ég heyrði í Póllandi 1980. Hún hefur alltaf verið í hausnum á mér. Úkraína er nú hið nýja Pólland. Aktútelt að gera þetta,“ segir Friðrik Þór sem vill ekki segja meira. Hann tali helst ekki um myndir fyrr en þær eru orðnar að veruleika. Friðrik Þór sér fram á fínan seinni hálfleik, og ætlar að skella í tvær til þrjár myndir áður en yfir lýkur.vísir/vilhelm „En hún hefst í síðari heimstyrjöldinni og endar á Íslandi. Þetta verður mjög flott mynd. Svo er að klára Missi eftir Guðberg sem Ari Alexander er að gera. Ég er að framleiða hana og hún opnar í byrjun nýs árs.“ Sem sagt í mörg horn að líta. Og svo er það fótboltaferillinn sem Friðrik Þór telur vert að halda utan um. „Ég get ekki spilað fótbolta lengur. Er að drepast í hnénu og er að fara til bæklunarlæknis 7. nóvember. Rifinn liðþófi. Í síðasta leik skoraði ég fjögur mörk, fór þá í markið og hélt hreinu. Það er kannski hægt að enda ferilinn þannig? En ef ég get spilað áfram með Lunch United þá verður þetta fínn seinni hálfleikur.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Áfengi og tóbak Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira