Friðrik Þór hættur að drekka Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 11:11 Friðrik Þór segist eiga mikinn bjór í ísskápnum og nú njóti sá sem þrífur hjá honum góðs af því, Einar Kárason. vísir/vilhelm Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann væri hættur að drekka áfengi og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Stundum verður maður að játa sig sigraðan,“ segir Friðrik Þór og vill þakka öllum vinum sínum sem umbáru sig í áfengisvímu. Hann er hins vegar byrjaður að reykja í staðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrstur til að tjá sig og gefur ekki mikið fyrir tíðindin er vinur Friðriks, Einar Kárason rithöfundur og hann spyr: „Kanntu annan?“ Einar Kárason kemur og þrífur En Friðrik Þór segir að sér sé rammasta alvara. Og það hafi ekkert sérstakt komið til, enginn bömmer eða allsherjar mórall. Þetta hefur blundað í honum lengi. Með yfirlýsingu sinni birtir Friðrik Þór þessa mynd. Nú taka reykingarnar við. „Einar Kárason kemur og þrífur hjá mér einu sinni í viku. Nú þarf hann að taka til í ísskápnum, þar er mikill bjór. Hann nýtur góðs af þessu. Hreinsar út eitrið af heimilinu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn segist lengi hafa pælt í þessu. Og þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í timburmönnum og móral. „Reyndar hef ég ekki smakkað áfengi síðan 10. júní. Mér finnst þetta engar fréttir. Þegar þú gerir kvikmynd þá ertu edrú.“ Friðrik Þór segir sem sagt að það geti varla talist fréttnæmt en viðbrögðin segja annað. Þegar þetta er skrifað eru vel á 700 manns búnir að gefa það til kynna að þeir fagni ákvörðuninni. Fólkið virðist hafa verið að bíða eftir þessu? „Já, ég fylgist ekkert með því,“ segir Friðrik Þór og kímir. Sér fram á fínan seinni hálfleik Inntur eftir því hvaða verkefni hann sé með í takinu segir hann vera að skrifa handrit að nýrri kvikmynd ásamt Einari Kárasyni. „Skella í tvær til þrjár myndir áður en maður deyr og þá þýðir ekkert að trufla það með neinu áfengissulli. Þetta er sönn saga sem ég heyrði í Póllandi 1980. Hún hefur alltaf verið í hausnum á mér. Úkraína er nú hið nýja Pólland. Aktútelt að gera þetta,“ segir Friðrik Þór sem vill ekki segja meira. Hann tali helst ekki um myndir fyrr en þær eru orðnar að veruleika. Friðrik Þór sér fram á fínan seinni hálfleik, og ætlar að skella í tvær til þrjár myndir áður en yfir lýkur.vísir/vilhelm „En hún hefst í síðari heimstyrjöldinni og endar á Íslandi. Þetta verður mjög flott mynd. Svo er að klára Missi eftir Guðberg sem Ari Alexander er að gera. Ég er að framleiða hana og hún opnar í byrjun nýs árs.“ Sem sagt í mörg horn að líta. Og svo er það fótboltaferillinn sem Friðrik Þór telur vert að halda utan um. „Ég get ekki spilað fótbolta lengur. Er að drepast í hnénu og er að fara til bæklunarlæknis 7. nóvember. Rifinn liðþófi. Í síðasta leik skoraði ég fjögur mörk, fór þá í markið og hélt hreinu. Það er kannski hægt að enda ferilinn þannig? En ef ég get spilað áfram með Lunch United þá verður þetta fínn seinni hálfleikur.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Áfengi og tóbak Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Stundum verður maður að játa sig sigraðan,“ segir Friðrik Þór og vill þakka öllum vinum sínum sem umbáru sig í áfengisvímu. Hann er hins vegar byrjaður að reykja í staðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrstur til að tjá sig og gefur ekki mikið fyrir tíðindin er vinur Friðriks, Einar Kárason rithöfundur og hann spyr: „Kanntu annan?“ Einar Kárason kemur og þrífur En Friðrik Þór segir að sér sé rammasta alvara. Og það hafi ekkert sérstakt komið til, enginn bömmer eða allsherjar mórall. Þetta hefur blundað í honum lengi. Með yfirlýsingu sinni birtir Friðrik Þór þessa mynd. Nú taka reykingarnar við. „Einar Kárason kemur og þrífur hjá mér einu sinni í viku. Nú þarf hann að taka til í ísskápnum, þar er mikill bjór. Hann nýtur góðs af þessu. Hreinsar út eitrið af heimilinu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn segist lengi hafa pælt í þessu. Og þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í timburmönnum og móral. „Reyndar hef ég ekki smakkað áfengi síðan 10. júní. Mér finnst þetta engar fréttir. Þegar þú gerir kvikmynd þá ertu edrú.“ Friðrik Þór segir sem sagt að það geti varla talist fréttnæmt en viðbrögðin segja annað. Þegar þetta er skrifað eru vel á 700 manns búnir að gefa það til kynna að þeir fagni ákvörðuninni. Fólkið virðist hafa verið að bíða eftir þessu? „Já, ég fylgist ekkert með því,“ segir Friðrik Þór og kímir. Sér fram á fínan seinni hálfleik Inntur eftir því hvaða verkefni hann sé með í takinu segir hann vera að skrifa handrit að nýrri kvikmynd ásamt Einari Kárasyni. „Skella í tvær til þrjár myndir áður en maður deyr og þá þýðir ekkert að trufla það með neinu áfengissulli. Þetta er sönn saga sem ég heyrði í Póllandi 1980. Hún hefur alltaf verið í hausnum á mér. Úkraína er nú hið nýja Pólland. Aktútelt að gera þetta,“ segir Friðrik Þór sem vill ekki segja meira. Hann tali helst ekki um myndir fyrr en þær eru orðnar að veruleika. Friðrik Þór sér fram á fínan seinni hálfleik, og ætlar að skella í tvær til þrjár myndir áður en yfir lýkur.vísir/vilhelm „En hún hefst í síðari heimstyrjöldinni og endar á Íslandi. Þetta verður mjög flott mynd. Svo er að klára Missi eftir Guðberg sem Ari Alexander er að gera. Ég er að framleiða hana og hún opnar í byrjun nýs árs.“ Sem sagt í mörg horn að líta. Og svo er það fótboltaferillinn sem Friðrik Þór telur vert að halda utan um. „Ég get ekki spilað fótbolta lengur. Er að drepast í hnénu og er að fara til bæklunarlæknis 7. nóvember. Rifinn liðþófi. Í síðasta leik skoraði ég fjögur mörk, fór þá í markið og hélt hreinu. Það er kannski hægt að enda ferilinn þannig? En ef ég get spilað áfram með Lunch United þá verður þetta fínn seinni hálfleikur.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Áfengi og tóbak Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira