„Hann var miklu betri en ég bjóst við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2023 17:29 DeAndre Kane spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík á fimmtudag. Vísir / Anton Brink DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur gegn Álftanesi í Subway-deildinni á fimmtudag. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir komu Kane en efasemdaraddir höfðu verið uppi um hvort hann myndi yfirhöfuð mæta til leiks í vetur. Álftanes vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í körfubolta á fimmtudag þegar liðið lagði Grindavík á heimavelli sínum. Grindavík tapaði þar sínum öðrum leik í röð en góðu fréttirnar fyrir Suðurnesjamenn voru þær að DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og leit vel út. Grindvíkingar tilkynntu um komu Kane snemma í sumar en hann á að baka frábæran feril í Evrópu og hefur meðal annars tvívegis orðið meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Þá æfði hann með Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu. Þar hefur hann leikið í sterkum deildum sem og í EuroCup. Það ríkti því töluverð eftirvænting í sumar fyrir komu Kane en einhverjir efuðust um að hann myndi hreinlega mæta. Hann var ekki kominn fyrir fyrsta leik Grindavíkinga en mætti daginn eftir og lék með liðinu gegn Álftanesi. „Ég var eiginlega aldrei á hans vagni. Ég var kominn með leið á þessari bið, ég var kominn með leið á að maðurinn væri aldrei að koma,“ sagði Ómar Sævarsson í Subway-Körfuboltakvöldi í gær þar sem hann fór yfir liðna umferð í Subway-deildinni ásamt Helga Má Magnússyni og stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni. „Virkar mikil tilfinningavera“ Kane átti fínan leik fyrir Grindavík á fimmtudag þó hann hafi reyndar náð sér í fimmtu villuna í fjórða leikhlutanum og því þurft að fylgjast með lokamínútum leiksins af bekknum. Hann skoraði 22 stig og kom ýmsum á óvart í hversu góði standi hann virtist vera. „Þetta er maður sem hefur verið þekktur fyrir rosalega góðan varnarleik. Hann hefur verið settur mönnum til höfuðs þegar hann hefur verið að spila úti. Það kom mér mjög mikið á óvart í hvernig standi hann var. Hann var miklu betri en ég bjóst við, betri að komast á körfuna og betri í sóknarleiknum.“ „Ég er búinn að vera mikið í kringum liðið, uppi í íþróttahúsi og sjá æfingar. Þvílíkur karakter. Látandi menn heyra það á æfingum og er leiðbeinandi. Þetta er að koma miklu betur út en ég þorði að vona,“ bætti Ómar við en hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur. Klippa: Körfuboltakvöld - DeAndre Kane Kane fékk tæknivillu í hálfleik og endaði á því að þurfa að yfirgefa völlinn með fimm villur. „Hann virkar rosaleg tilfinningavera. Það fór ekkert framhjá neinum hvenær hann var ósáttur við sjálfan sig. Hann var að klikka á vítum í fyrri hálfleik og tók á sig villu í fyrri hálfleik, strunsaði útaf og var pirraður á bekknum. Svo var hann kominn inn á og var byrjaður að gefa „high five“, bætti Helgi Már við en Kane tók fimmtán víti í leiknum og var duglegur að koma sér á körfuna. Alla umræðu þeirra Ómars, Helga Más og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Álftanes vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í körfubolta á fimmtudag þegar liðið lagði Grindavík á heimavelli sínum. Grindavík tapaði þar sínum öðrum leik í röð en góðu fréttirnar fyrir Suðurnesjamenn voru þær að DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og leit vel út. Grindvíkingar tilkynntu um komu Kane snemma í sumar en hann á að baka frábæran feril í Evrópu og hefur meðal annars tvívegis orðið meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Þá æfði hann með Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu. Þar hefur hann leikið í sterkum deildum sem og í EuroCup. Það ríkti því töluverð eftirvænting í sumar fyrir komu Kane en einhverjir efuðust um að hann myndi hreinlega mæta. Hann var ekki kominn fyrir fyrsta leik Grindavíkinga en mætti daginn eftir og lék með liðinu gegn Álftanesi. „Ég var eiginlega aldrei á hans vagni. Ég var kominn með leið á þessari bið, ég var kominn með leið á að maðurinn væri aldrei að koma,“ sagði Ómar Sævarsson í Subway-Körfuboltakvöldi í gær þar sem hann fór yfir liðna umferð í Subway-deildinni ásamt Helga Má Magnússyni og stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni. „Virkar mikil tilfinningavera“ Kane átti fínan leik fyrir Grindavík á fimmtudag þó hann hafi reyndar náð sér í fimmtu villuna í fjórða leikhlutanum og því þurft að fylgjast með lokamínútum leiksins af bekknum. Hann skoraði 22 stig og kom ýmsum á óvart í hversu góði standi hann virtist vera. „Þetta er maður sem hefur verið þekktur fyrir rosalega góðan varnarleik. Hann hefur verið settur mönnum til höfuðs þegar hann hefur verið að spila úti. Það kom mér mjög mikið á óvart í hvernig standi hann var. Hann var miklu betri en ég bjóst við, betri að komast á körfuna og betri í sóknarleiknum.“ „Ég er búinn að vera mikið í kringum liðið, uppi í íþróttahúsi og sjá æfingar. Þvílíkur karakter. Látandi menn heyra það á æfingum og er leiðbeinandi. Þetta er að koma miklu betur út en ég þorði að vona,“ bætti Ómar við en hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur. Klippa: Körfuboltakvöld - DeAndre Kane Kane fékk tæknivillu í hálfleik og endaði á því að þurfa að yfirgefa völlinn með fimm villur. „Hann virkar rosaleg tilfinningavera. Það fór ekkert framhjá neinum hvenær hann var ósáttur við sjálfan sig. Hann var að klikka á vítum í fyrri hálfleik og tók á sig villu í fyrri hálfleik, strunsaði útaf og var pirraður á bekknum. Svo var hann kominn inn á og var byrjaður að gefa „high five“, bætti Helgi Már við en Kane tók fimmtán víti í leiknum og var duglegur að koma sér á körfuna. Alla umræðu þeirra Ómars, Helga Más og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira