Viðar Örn: Buðum hættunni heim Gunnar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 22:19 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var ánægður með að hafa unnið Breiðablik 80-73 á Egilsstöðum í kvöld þótt frammistaða liðsins væri ekki góð. Höttur spilaði vel fyrsta kortérið og var þá komið með 10 stiga forskot en hrökk síðan í baklás. Það bjargaði sér svo í síðasta leikhluta. „Við byrjuðum af krafti en urðum síðan kærulausir, hægir og varnaleikurinn lélegur. Þar buðum við hættunni heim. Undir lokin náðum við smá áhlaupi og komumst aftur í takt. Ég er vonsvikinn með frammistöðu okkar í dag, hún var ekki góð. En kannski er það þroskamerki á liðinu og félaginu að vinna leik þótt frammistaðan sé þetta slök.“ Litlar breytingar eru á Hattarhópnum milli ára þannig að í liðinu er kjarni sem spilað hefur lengi saman. Það kann að hafa hjálpað þegar það þurfti að klóra sig upp úr holunni í restina því Breiðablik var yfir þegar kom að síðasta leikhlutanum. „Við höfum reynt að halda í kjarnann til að byggja upp liðsheild og bæta ofan á hann. Ég held það hafi skipt máli og þótt við höfum ekki sýnt góðan leik þá var þetta sterkur sigur.“ Höttur hefur unnið tvo fyrstu leikina og er þetta í fyrsta sinn í sögu liðsins í úrvalsdeild sem það nær þeim árangri. „Byrjunin gæti ekki verið betri og við verðum að fagna því. Ég er ekki leiður þótt það þurfi að laga frammistöðuna.“ Af einstökum atvikum í leiknum má nefna að á 15. mínútu fór Everage Lee Richardson, stigahæsti leikmaður Breiðabliks, úr lið á fingri. Ólafur Sigfús Björnsson, sjúkraþjálfari Hattar, kippti honum í liðinn og Viðar Örn aðstoðaði. „Óli sá um þetta. Ég kom bara til að skyggja á og halda í höndina á Everage á móti. Það er eðlilegt að aðstoða eins og hægt er í svona aðstæðum. Everage er frábær leikmaður og það hefði verið sniðugt að leyfa honum að setjast á bekkinn en fegurðin við íþróttirnar felst í því að það verður að vera heiðarleiki í þeim.“ Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Við byrjuðum af krafti en urðum síðan kærulausir, hægir og varnaleikurinn lélegur. Þar buðum við hættunni heim. Undir lokin náðum við smá áhlaupi og komumst aftur í takt. Ég er vonsvikinn með frammistöðu okkar í dag, hún var ekki góð. En kannski er það þroskamerki á liðinu og félaginu að vinna leik þótt frammistaðan sé þetta slök.“ Litlar breytingar eru á Hattarhópnum milli ára þannig að í liðinu er kjarni sem spilað hefur lengi saman. Það kann að hafa hjálpað þegar það þurfti að klóra sig upp úr holunni í restina því Breiðablik var yfir þegar kom að síðasta leikhlutanum. „Við höfum reynt að halda í kjarnann til að byggja upp liðsheild og bæta ofan á hann. Ég held það hafi skipt máli og þótt við höfum ekki sýnt góðan leik þá var þetta sterkur sigur.“ Höttur hefur unnið tvo fyrstu leikina og er þetta í fyrsta sinn í sögu liðsins í úrvalsdeild sem það nær þeim árangri. „Byrjunin gæti ekki verið betri og við verðum að fagna því. Ég er ekki leiður þótt það þurfi að laga frammistöðuna.“ Af einstökum atvikum í leiknum má nefna að á 15. mínútu fór Everage Lee Richardson, stigahæsti leikmaður Breiðabliks, úr lið á fingri. Ólafur Sigfús Björnsson, sjúkraþjálfari Hattar, kippti honum í liðinn og Viðar Örn aðstoðaði. „Óli sá um þetta. Ég kom bara til að skyggja á og halda í höndina á Everage á móti. Það er eðlilegt að aðstoða eins og hægt er í svona aðstæðum. Everage er frábær leikmaður og það hefði verið sniðugt að leyfa honum að setjast á bekkinn en fegurðin við íþróttirnar felst í því að það verður að vera heiðarleiki í þeim.“
Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Nýliðarnir búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02