„Of mikið stress að þjálfa meistaraflokk“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2023 07:31 Gylfi Sigurðsson verður í sviðsljósinu á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson segir það enn algerlega óljóst hvenær hann leggi skóna á hilluna en hann er nýorðinn 34 ára gamall. „Ég ætlaði einhvern tímann að hætta þegar ég væri 32 eða 33 ára. Ég mun spila einhvern tíma í viðbót. Ég get ekki sagt til um hversu lengi. Ég ætla að klára þetta tímabil og sjá svo til hvernig mér líður. Hvað sé í boði og mig langar að gera,“ segir Gylfi í samtali við Guðmund Benediktsson. „Það sem ég hef mest gaman af núna er að spila fyrir landsliðið. Spila fyrir Ísland. Auðvitað svo að vera í allt öðruvísi umhverfi hjá Lyngby en ég hef verið vanur. Þegar líkaminn er kominn aftur í gott stand get ég leikandi spilað nokkur ár í viðbót.“ Þó svo Gylfi eigi nokkur ár eftir er hann farinn að huga að því hvað skuli gera er skórnir fara í hilluna. „Ég er með hinar og þessar pælingar en ekkert sem endilega bíður mín. Ég hef áhuga á að þjálfa yngri leikmenn sem eru efnilegir, vilja ná langt og hafa áhuga á að bæta sig. Ég held ég hafi ekki áhuga á að þjálfa meistaraflokk eða aðallið. Ég held að það sé of mikið stress og sé það á þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina. „Umboðsmennska er líka eitthvað sem ég hef áhuga á. Miðla af reynslu og hjálpa leikmönnum sem vilja fara erlendis. Svo er það líka ráðgjöf. Fyrir mig persónulega hefði verið frábært að hafa einhvern sem hefur verið í atvinnumennsku í mörg ár og farið í gegnum ýmislegt.“ Þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum líta menn oft til baka og hugsa hvort þeir hefðu átt að fara í annað lið eða álíka. Gylfi sér þó ekki eftir neinu. „Ég hef alltaf tekið stöðuna hvernig mér líði og hvað ég vilji gera. Ef ég hef verið einhvers staðar og viljað fara þá hef ég ekki getað séð eftir því. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög skemmtilegur ferill.“ Klippa: Vill ekki þjálfa meistaraflokk Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
„Ég ætlaði einhvern tímann að hætta þegar ég væri 32 eða 33 ára. Ég mun spila einhvern tíma í viðbót. Ég get ekki sagt til um hversu lengi. Ég ætla að klára þetta tímabil og sjá svo til hvernig mér líður. Hvað sé í boði og mig langar að gera,“ segir Gylfi í samtali við Guðmund Benediktsson. „Það sem ég hef mest gaman af núna er að spila fyrir landsliðið. Spila fyrir Ísland. Auðvitað svo að vera í allt öðruvísi umhverfi hjá Lyngby en ég hef verið vanur. Þegar líkaminn er kominn aftur í gott stand get ég leikandi spilað nokkur ár í viðbót.“ Þó svo Gylfi eigi nokkur ár eftir er hann farinn að huga að því hvað skuli gera er skórnir fara í hilluna. „Ég er með hinar og þessar pælingar en ekkert sem endilega bíður mín. Ég hef áhuga á að þjálfa yngri leikmenn sem eru efnilegir, vilja ná langt og hafa áhuga á að bæta sig. Ég held ég hafi ekki áhuga á að þjálfa meistaraflokk eða aðallið. Ég held að það sé of mikið stress og sé það á þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina. „Umboðsmennska er líka eitthvað sem ég hef áhuga á. Miðla af reynslu og hjálpa leikmönnum sem vilja fara erlendis. Svo er það líka ráðgjöf. Fyrir mig persónulega hefði verið frábært að hafa einhvern sem hefur verið í atvinnumennsku í mörg ár og farið í gegnum ýmislegt.“ Þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum líta menn oft til baka og hugsa hvort þeir hefðu átt að fara í annað lið eða álíka. Gylfi sér þó ekki eftir neinu. „Ég hef alltaf tekið stöðuna hvernig mér líði og hvað ég vilji gera. Ef ég hef verið einhvers staðar og viljað fara þá hef ég ekki getað séð eftir því. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög skemmtilegur ferill.“ Klippa: Vill ekki þjálfa meistaraflokk
Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira