„Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 15:31 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM 2024. Þar var hann spurður út í samkomulag við fyrrum aðstoðarmann sinn, Jon Dahl Tomasson. Tomasson var aðstoðarmaður Åge Hareide þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2019. Sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Blackburn Rovers í B-deildinni á Englandi hvar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er leikmaður. Arnór hefur byrjað afar vel hjá Blackburn.Getty Arnór hefur glímt við meiðsli og fór seint af stað með Blackburn í vetur en hefur leikið frábærlega og skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Tomasson óttast hins vegar um heilsu hans og er ekki parsáttur við að Arnór taki þátt í leikjunum við Lúxemborg og Liechtenstein sem fram undan eru. Tomasson sagði í viðtali á dögunum að hann hefði gert samkomulag við Hareide um að Arnór myndi aðeins taka þátt í öðrum leiknum. Hareide vísaði því á bug á blaðamannafundi dagsins. „Jon telur að það sé samkomulag, ég leyfði honum að trúa því,“ sagði Hareide brosandi. „Arnór er okkar eign í þessum glugga og hann [Tomasson] veit það. Þegar Jon Dahl vann með mér í Danmörku vildum við nýta alla leikmenn. Hann veit hvernig þetta virkar.“ Klippa: Åge Hareide um samskiptin við Jon Dahl Tomasson „Ég skil að hann hafi áhyggjur enda Arnór verið meiddur um hríð og Jon Dahl sagði mér að hann hefði spilað honum of mikið sín megin vegna meiðsla annarra leikmanna [hjá Blackburn],“ sagði Hareide enn fremur. Hareide var þá spurður hvort hann tæki sénsinn á því að Tomasson yrði honum reiður með því að ofnota Arnór. „Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir,“ sagði Hareide og hló. Leikur Íslands og Lúxemborgar fer fram klukkan 19:00. á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vísir fylgir landsliðinu vel eftir fram að leik, á meðan hann fer fram og að honum loknum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Tomasson var aðstoðarmaður Åge Hareide þegar sá síðarnefndi þjálfaði danska landsliðið frá 2016 til 2019. Sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Blackburn Rovers í B-deildinni á Englandi hvar landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er leikmaður. Arnór hefur byrjað afar vel hjá Blackburn.Getty Arnór hefur glímt við meiðsli og fór seint af stað með Blackburn í vetur en hefur leikið frábærlega og skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Tomasson óttast hins vegar um heilsu hans og er ekki parsáttur við að Arnór taki þátt í leikjunum við Lúxemborg og Liechtenstein sem fram undan eru. Tomasson sagði í viðtali á dögunum að hann hefði gert samkomulag við Hareide um að Arnór myndi aðeins taka þátt í öðrum leiknum. Hareide vísaði því á bug á blaðamannafundi dagsins. „Jon telur að það sé samkomulag, ég leyfði honum að trúa því,“ sagði Hareide brosandi. „Arnór er okkar eign í þessum glugga og hann [Tomasson] veit það. Þegar Jon Dahl vann með mér í Danmörku vildum við nýta alla leikmenn. Hann veit hvernig þetta virkar.“ Klippa: Åge Hareide um samskiptin við Jon Dahl Tomasson „Ég skil að hann hafi áhyggjur enda Arnór verið meiddur um hríð og Jon Dahl sagði mér að hann hefði spilað honum of mikið sín megin vegna meiðsla annarra leikmanna [hjá Blackburn],“ sagði Hareide enn fremur. Hareide var þá spurður hvort hann tæki sénsinn á því að Tomasson yrði honum reiður með því að ofnota Arnór. „Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir,“ sagði Hareide og hló. Leikur Íslands og Lúxemborgar fer fram klukkan 19:00. á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vísir fylgir landsliðinu vel eftir fram að leik, á meðan hann fer fram og að honum loknum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti