Líf fótboltamannsins sé ekkert eðlilegt: „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti“ Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 10:30 Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður KAS Eupen í Belgíu Vísir Alfreð Finnbogason, einn af reyndari leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikilvægt fyrir yngri leikmenn liðsins að hafa reyndari leikmenn sér við hlið. Blandan í íslenska landsliðshópnum núna sé mjög góð hvað þetta varðar. Íslenska landsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024. Liðið tekur á móti Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun og á mánudaginn kemur mætir Liechtenstein á Laugardalsvöll. Alfreð hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum á yfirstandandi tímabili. Hann var seldur til belgíska úrvalsdeildarliðsins KAS Eupen í upphafi tímabils en hafði þar áður verið á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. „Það hefur gengið nokkuð vel,“ segir Alfreð aðspurður hvernig fyrstu mánuðirnir í Belgíu hafa verið. „Þetta er land sem ég hef búið í áður. Þó er ég núna í þýskumælandi hluta Belgíu. Þetta er því svolítið eins og að vera í Þýskalandi en það hjálpar mér bara. Að geta talað þýsku og þá er þjálfarinn okkar Þjóðverji. Guðlaugur Victor, góðvinur minn, er þarna líka. Það hefur því gengið mjög vel að koma sér þarna fyrir.“Alfreð hefur fengið margar mínútur í leikjum KAS Eupen á tímabilinu. „Ég er búinn að spila alveg hrikalega mikið. Maður finnur að það fylgir því mikið álag að vera þarna. Ég er búinn að spila flest alla leiki liðsins í byrjunarliðinu. Hef náð að skora og leggja upp mörk. Mér finnst ég hafa náð að byrja bara frekar vel þrátt fyrir að síðustu leikir hafi verið erfiðir fyrir liðið. Við höfum fengið öll topplið deildarinnar á okkur í einni svipan og ekki nælt í sigur í síðustu leikjum. Þess vegna er fínt að koma núna í landsliðið, fá vonandi jákvæða strauma og nokkra sigurleiki í þessari viku.“ Stóru fréttirnar fyrir komandi landsleiki Íslands eru vafalaust þær að Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson einnig mættur í landsliðið á nýjan leik. Alfreð er á því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að vera með sína reynslumestu leikmenn í þessum landsliðsverkefnum. „Þegar að maður var sjálfur yngri fattaði maður ekkert hvað þetta skiptir miklu máli. Svo eldist maður og sér menn í kringum sig að fara í gegnum ýmsa hluti á einum og sama fótboltaferlinum.“ Ekki sé um neitt eðlilegt líf að ræða. „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti eftir hverja helgi. Þú þarft hins vegar, einhvern veginn, að halda þér svona nokkuð rólegum. Þú ert ekki jafn góður og allir segja þegar að það gengur vel. Þú ert heldur ekki jafn lélegur og allir segja þegar að það gengur illa. Ég ætla að vona að við eldri leikmenn getum komið með ákveðna ró inn í hópinn og því fleiri sem við erum því betra. Svo er það undir yngri leikmönnum komið að vonandi geta lært eitthvað aðeins. Samt sem áður þurfum við jafnmikið framlag frá eldri leikmönnum eins og yngri leikmönnum.“ Blandan hvað þetta varðar í íslenska landsliðinu sé orðin mjög góð. „Það kom tímabil hjá liðinu þar sem að þér var hent nokkuð fljótt ofan í djúpu laugina. En eins og þetta er núna er kannski eðlilegri þróun og breyting á liðinu. Við vitum að á endanum munu þessir yngri leikmenn taka yfir og það eru náttúrulega margir hrikalega efnilegir leikmenn undir 25 ára aldri hjá okkur.“ Viðtalið við Alfreð Finnbogason í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Íslenska landsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024. Liðið tekur á móti Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun og á mánudaginn kemur mætir Liechtenstein á Laugardalsvöll. Alfreð hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum á yfirstandandi tímabili. Hann var seldur til belgíska úrvalsdeildarliðsins KAS Eupen í upphafi tímabils en hafði þar áður verið á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. „Það hefur gengið nokkuð vel,“ segir Alfreð aðspurður hvernig fyrstu mánuðirnir í Belgíu hafa verið. „Þetta er land sem ég hef búið í áður. Þó er ég núna í þýskumælandi hluta Belgíu. Þetta er því svolítið eins og að vera í Þýskalandi en það hjálpar mér bara. Að geta talað þýsku og þá er þjálfarinn okkar Þjóðverji. Guðlaugur Victor, góðvinur minn, er þarna líka. Það hefur því gengið mjög vel að koma sér þarna fyrir.“Alfreð hefur fengið margar mínútur í leikjum KAS Eupen á tímabilinu. „Ég er búinn að spila alveg hrikalega mikið. Maður finnur að það fylgir því mikið álag að vera þarna. Ég er búinn að spila flest alla leiki liðsins í byrjunarliðinu. Hef náð að skora og leggja upp mörk. Mér finnst ég hafa náð að byrja bara frekar vel þrátt fyrir að síðustu leikir hafi verið erfiðir fyrir liðið. Við höfum fengið öll topplið deildarinnar á okkur í einni svipan og ekki nælt í sigur í síðustu leikjum. Þess vegna er fínt að koma núna í landsliðið, fá vonandi jákvæða strauma og nokkra sigurleiki í þessari viku.“ Stóru fréttirnar fyrir komandi landsleiki Íslands eru vafalaust þær að Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson einnig mættur í landsliðið á nýjan leik. Alfreð er á því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að vera með sína reynslumestu leikmenn í þessum landsliðsverkefnum. „Þegar að maður var sjálfur yngri fattaði maður ekkert hvað þetta skiptir miklu máli. Svo eldist maður og sér menn í kringum sig að fara í gegnum ýmsa hluti á einum og sama fótboltaferlinum.“ Ekki sé um neitt eðlilegt líf að ræða. „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti eftir hverja helgi. Þú þarft hins vegar, einhvern veginn, að halda þér svona nokkuð rólegum. Þú ert ekki jafn góður og allir segja þegar að það gengur vel. Þú ert heldur ekki jafn lélegur og allir segja þegar að það gengur illa. Ég ætla að vona að við eldri leikmenn getum komið með ákveðna ró inn í hópinn og því fleiri sem við erum því betra. Svo er það undir yngri leikmönnum komið að vonandi geta lært eitthvað aðeins. Samt sem áður þurfum við jafnmikið framlag frá eldri leikmönnum eins og yngri leikmönnum.“ Blandan hvað þetta varðar í íslenska landsliðinu sé orðin mjög góð. „Það kom tímabil hjá liðinu þar sem að þér var hent nokkuð fljótt ofan í djúpu laugina. En eins og þetta er núna er kannski eðlilegri þróun og breyting á liðinu. Við vitum að á endanum munu þessir yngri leikmenn taka yfir og það eru náttúrulega margir hrikalega efnilegir leikmenn undir 25 ára aldri hjá okkur.“ Viðtalið við Alfreð Finnbogason í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti