Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. október 2023 07:01 Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar hjá Deloitte segir litlar líkur á að möguleikar kvenna á æðstu stjórnendastöðum verði til jafns við karla næstu áratugina, nema eitthvað breytist frá því sem nú er. Þetta má sjá í nýju mælaborði Jafnvægisvogar FKA sem Guðrún kynnir í dag. Vísir/Vilhelm „Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte. „Það þarf eitthvað að breytast til að markmiðið náist, en það er í rauninni lítið sem bendir til þess í gögnunum í sögulegu samhengi að hraðari breyting verði á á næstu árum“ segir Guðrún og bætir við: „En ég er nú samt sem áður að vona að það náist áður en ég verð komin á Grund.“ En öllu gamni fylgir alvara. Og Guðrúnu er í reynd ekkert skemmt. Konur hafa verið 66% allra brautskráðra á háskólastigi síðustu tíu árin. Ég bjóst ekki við því að sú tala væri svo há. Það er athyglisvert hversu mikið hlutfallið breytist frá háskólagöngu upp í hæstu stöður, þar sem konur halda á aðalákvörðunarvaldinu í innan við 1/3 fyrirtækja í íslensku atvinnulífi.“ Í dag mun Guðrún kynna nýtt mælaborð Jafnvægisvogar FKA, sem Deloitte hefur unnið að í samstarfi við Creditinfo og fleiri. Kynningin er liður í ráðstefnu og viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar sem hefst klukkan 12. Aðgangur er ókeypis og hægt er að skrá sig HÉR. Í tilefni Jafnvægisvogarinnar, fjallar Atvinnulífið um verkefnið í gær og í dag. Konur eru 66% þeirra sem útskrifast úr háskólanámi en það hefur þó ekki skilað þeim meiri möguleikum á að komast í æðstu stjórnendastöður. Hvers vegna? Mælaborð Jafnvægisvogar FKA Er opinberi geirinn að bjóða betur? Jafnvægisvog FKA hefur það að markmiði að virkja sem flest íslensk fyrirtæki til að stefna að því að ná 40/60 kynjahlutfalli í framkvæmdastjórn. Mælaborð Jafnvægisvogarinnar hefur haldið utan um stöðuna hverju sinni, en að sögn Guðrúnar var mælaborðið komið nokkuð til ára sinna og því kominn tími til að uppfæra það. Í nýja mælaborðinu sem kynnt verður í dag, bætist við þó nokkuð af upplýsingum. Meðal annars er stuðst við upplýsingar frá Creditinfo, GemmaQ og háskólasamfélaginu. „Þetta er mikið magn af gögnum og upplýsingum, og það eru margar spurningar sem vakna þegar gögnin eru rýnd. Hvers vegna er staðan eins og hún er? Hvers vegna erum við ekki komin lengra?“ segir Guðrún. Þar sem ekki eru til töluleg gögn um framkvæmdastjórnir innan fyrirtækja, er stuðst við þær skráningar sem fyrir liggja í æðstu stjórnendastörf. Því framkvæmdastjóra þarf að skrá samkvæmt lögum, ólíkt því hvort og þá hvernig upplýsingar liggja fyrir um framkvæmdastjórn innan fyrirtækja. Guðrún segir gögnin um æðstu stjórnendur þó mjög upplýsandi um það hvernig landið liggur og nefnir sem dæmi hversu mikill munur er á kynjahlutfalli í stjórnum í einkageiranum í samanburði við hjá hinu opinbera: Hjá hinu opinbera eru 49% stjórnarmeðlima konur. Í einkageiranum er þetta hlutfall 25%. Maður veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif hversu mismunandi ráðningarferlin geta verið, á milli opinbera geirans og einkageira, því ráðningaferli hjá hinu opinbera eru orðin gagnsærri en hjá einkageiranum. Eða hvort eitthvað í vinnuumhverfinu valdi því að konur sæki meira í stjórnendastörf í opinbera geiranum?“ Konur virðast eiga mun meiri séns á því að vera stjórnarmenn hjá hinu opinbera í samanburði við einkageirann. Hvers vegna? Hvað veldur þessum hægagangi? Heilt yfir má sjá að frá árinu 2010 hefur þróunin verið afar hæg. Því árið 2010 voru konur framkvæmdastjórar í um 16% fyrirtækja, til samanburðar við um 21% fyrirtækja í dag, þrettán árum síðar. Þó hefur það gerst í millitíðinni að til dæmis kynjakvótalögin svokölluðu tóku gildi árið 2013. Að fjölga konum í stjórn eða að konur séu í miklum meirihluta brautskráðra í háskólum virðist því ekki skila konum stjórnunarstörfum til jafns við karlmenn. „Þetta er raunstaðan og það skiptir miklu máli að hægt sé að rýna í þessi gögn í mælaborðinu og sjá hver raunstaðan er hverju sinni. Við myndum því helst vilja að vinnustaðir, starfsfólk og hið opinbera nýtti sér þetta mælaborð til að skoða stöðuna og velta upp þessum spurningum um það, hvers vegna þróunin er svona hæg. Því það er alltaf betra að styðjast við gögn en að giska,“ segir Guðrún og bætir við: „Við sjáum líka í mælaborðinu hvað sagan er að segja okkur um þróunina. En það er síðan undir okkur komið að velta fyrir okkur hvað veldur því að staðan er eins og hún er og hvað getum við gert til þess að breyta henni. Því geta gögnin ekki svarað fyrir okkur. Þau sýna okkur stöðuna en ekki hvað liggur að baki.“ Margar breytur eru í þessum efnum löngu þekktar. Til dæmis það að því stærri sem fyrirtæki eru, því minni líkur eru á að kona sé ráðin þar sem framkvæmdastjóri. Þá hafa rannsóknir sýnt í áraraðir að fjölbreytni er líklegri til að skila betri árangri í rekstri. Ný auglýsingaherferð Jafnvægisvogarinnar bendir meðal annars á þetta: Að án kynjajafnréttis er einsleitnin alltaf til staðar. Fyrir vel menntaðar og hæfar konur er ójafnvægið og hæg þróun lýjandi staða til lengdar. Það er því ekki úr vegi að spyrja Guðrúnu hvað kom henni persónulega mest á óvart, þegar hún sá gögnin fæðast í nýja mælaborðinu. „Það er áhugavert að sjá hvað hlutirnir hreyfast hægt, umræðan hefur verið á þá leið en að sjá það svona svart á hvítu kom mér á óvart. Það er augljóst að trendin í átt að jöfnu hlutfalli eru ekki hröð. Ég hélt satt best að segja að við værum komin lengra.“ Hér má sjá hversu hæg þróunin hefur verið frá árinu 2010, þrátt fyrir að kynjakvótalögin hafi tekið gildi árið 2013. Hvers vegna?Mælaborð Jafnvægisvogar FKA Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Vinnustaðurinn Starfsframi Vinnumarkaður Mannauðsmál Tengdar fréttir Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Eigum að horfa meira til framkvæmdastjóraskipta og nýrra aðila í stjórn „Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. 6. janúar 2023 07:02 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Það þarf eitthvað að breytast til að markmiðið náist, en það er í rauninni lítið sem bendir til þess í gögnunum í sögulegu samhengi að hraðari breyting verði á á næstu árum“ segir Guðrún og bætir við: „En ég er nú samt sem áður að vona að það náist áður en ég verð komin á Grund.“ En öllu gamni fylgir alvara. Og Guðrúnu er í reynd ekkert skemmt. Konur hafa verið 66% allra brautskráðra á háskólastigi síðustu tíu árin. Ég bjóst ekki við því að sú tala væri svo há. Það er athyglisvert hversu mikið hlutfallið breytist frá háskólagöngu upp í hæstu stöður, þar sem konur halda á aðalákvörðunarvaldinu í innan við 1/3 fyrirtækja í íslensku atvinnulífi.“ Í dag mun Guðrún kynna nýtt mælaborð Jafnvægisvogar FKA, sem Deloitte hefur unnið að í samstarfi við Creditinfo og fleiri. Kynningin er liður í ráðstefnu og viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar sem hefst klukkan 12. Aðgangur er ókeypis og hægt er að skrá sig HÉR. Í tilefni Jafnvægisvogarinnar, fjallar Atvinnulífið um verkefnið í gær og í dag. Konur eru 66% þeirra sem útskrifast úr háskólanámi en það hefur þó ekki skilað þeim meiri möguleikum á að komast í æðstu stjórnendastöður. Hvers vegna? Mælaborð Jafnvægisvogar FKA Er opinberi geirinn að bjóða betur? Jafnvægisvog FKA hefur það að markmiði að virkja sem flest íslensk fyrirtæki til að stefna að því að ná 40/60 kynjahlutfalli í framkvæmdastjórn. Mælaborð Jafnvægisvogarinnar hefur haldið utan um stöðuna hverju sinni, en að sögn Guðrúnar var mælaborðið komið nokkuð til ára sinna og því kominn tími til að uppfæra það. Í nýja mælaborðinu sem kynnt verður í dag, bætist við þó nokkuð af upplýsingum. Meðal annars er stuðst við upplýsingar frá Creditinfo, GemmaQ og háskólasamfélaginu. „Þetta er mikið magn af gögnum og upplýsingum, og það eru margar spurningar sem vakna þegar gögnin eru rýnd. Hvers vegna er staðan eins og hún er? Hvers vegna erum við ekki komin lengra?“ segir Guðrún. Þar sem ekki eru til töluleg gögn um framkvæmdastjórnir innan fyrirtækja, er stuðst við þær skráningar sem fyrir liggja í æðstu stjórnendastörf. Því framkvæmdastjóra þarf að skrá samkvæmt lögum, ólíkt því hvort og þá hvernig upplýsingar liggja fyrir um framkvæmdastjórn innan fyrirtækja. Guðrún segir gögnin um æðstu stjórnendur þó mjög upplýsandi um það hvernig landið liggur og nefnir sem dæmi hversu mikill munur er á kynjahlutfalli í stjórnum í einkageiranum í samanburði við hjá hinu opinbera: Hjá hinu opinbera eru 49% stjórnarmeðlima konur. Í einkageiranum er þetta hlutfall 25%. Maður veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif hversu mismunandi ráðningarferlin geta verið, á milli opinbera geirans og einkageira, því ráðningaferli hjá hinu opinbera eru orðin gagnsærri en hjá einkageiranum. Eða hvort eitthvað í vinnuumhverfinu valdi því að konur sæki meira í stjórnendastörf í opinbera geiranum?“ Konur virðast eiga mun meiri séns á því að vera stjórnarmenn hjá hinu opinbera í samanburði við einkageirann. Hvers vegna? Hvað veldur þessum hægagangi? Heilt yfir má sjá að frá árinu 2010 hefur þróunin verið afar hæg. Því árið 2010 voru konur framkvæmdastjórar í um 16% fyrirtækja, til samanburðar við um 21% fyrirtækja í dag, þrettán árum síðar. Þó hefur það gerst í millitíðinni að til dæmis kynjakvótalögin svokölluðu tóku gildi árið 2013. Að fjölga konum í stjórn eða að konur séu í miklum meirihluta brautskráðra í háskólum virðist því ekki skila konum stjórnunarstörfum til jafns við karlmenn. „Þetta er raunstaðan og það skiptir miklu máli að hægt sé að rýna í þessi gögn í mælaborðinu og sjá hver raunstaðan er hverju sinni. Við myndum því helst vilja að vinnustaðir, starfsfólk og hið opinbera nýtti sér þetta mælaborð til að skoða stöðuna og velta upp þessum spurningum um það, hvers vegna þróunin er svona hæg. Því það er alltaf betra að styðjast við gögn en að giska,“ segir Guðrún og bætir við: „Við sjáum líka í mælaborðinu hvað sagan er að segja okkur um þróunina. En það er síðan undir okkur komið að velta fyrir okkur hvað veldur því að staðan er eins og hún er og hvað getum við gert til þess að breyta henni. Því geta gögnin ekki svarað fyrir okkur. Þau sýna okkur stöðuna en ekki hvað liggur að baki.“ Margar breytur eru í þessum efnum löngu þekktar. Til dæmis það að því stærri sem fyrirtæki eru, því minni líkur eru á að kona sé ráðin þar sem framkvæmdastjóri. Þá hafa rannsóknir sýnt í áraraðir að fjölbreytni er líklegri til að skila betri árangri í rekstri. Ný auglýsingaherferð Jafnvægisvogarinnar bendir meðal annars á þetta: Að án kynjajafnréttis er einsleitnin alltaf til staðar. Fyrir vel menntaðar og hæfar konur er ójafnvægið og hæg þróun lýjandi staða til lengdar. Það er því ekki úr vegi að spyrja Guðrúnu hvað kom henni persónulega mest á óvart, þegar hún sá gögnin fæðast í nýja mælaborðinu. „Það er áhugavert að sjá hvað hlutirnir hreyfast hægt, umræðan hefur verið á þá leið en að sjá það svona svart á hvítu kom mér á óvart. Það er augljóst að trendin í átt að jöfnu hlutfalli eru ekki hröð. Ég hélt satt best að segja að við værum komin lengra.“ Hér má sjá hversu hæg þróunin hefur verið frá árinu 2010, þrátt fyrir að kynjakvótalögin hafi tekið gildi árið 2013. Hvers vegna?Mælaborð Jafnvægisvogar FKA
Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Vinnustaðurinn Starfsframi Vinnumarkaður Mannauðsmál Tengdar fréttir Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Eigum að horfa meira til framkvæmdastjóraskipta og nýrra aðila í stjórn „Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. 6. janúar 2023 07:02 Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01 Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Jafnvægisvogin '23: „Samkeppni um starfsfólk er orðin svo mikil“ „Við erum á vegferð, við erum ekki í höfn svo það sé ekki misskilið,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann er einn fyrirlesara viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogar FKA sem haldin verður á morgun. 11. október 2023 07:00
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Eigum að horfa meira til framkvæmdastjóraskipta og nýrra aðila í stjórn „Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. 6. janúar 2023 07:02
Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga „Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni. 4. janúar 2023 07:01
Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. 25. janúar 2022 13:12