Beckham hughreysti Maguire á erfiðri stundu: „Það snerti við mér“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 09:31 David Beckham setti sig í samband við Harry Maguire og hughreysti hann Vísir/Samsett mynd Harry Maguire, landsliðsmaður Englands í fótbolta, segist hafa verið djúpt snortinn þegar að enska fótboltagoðsögnin David Beckham setti sig í samband við hann á dögunum og hughreysti hann. Maguire hefur mátt þola mikið aðkast inn á fótboltavellinum og hefur það jafnvel gengið svo langt að stuðningsmenn enska landsliðsins hafa baulað á hann. Í síðasta landsliðsverkefni, í æfingaleik gegn Skotlandi, hæddust þeir svo að honum að tekið var eftir. Undanfarnir mánuðir hafa svo sannarlega verið krefjandi fyrir þennan leikmann enska landsliðsins og Manchester United en á blaðamannafundi, fyrir komandi verkefni enska landsliðsins, greindi Maguire frá því hvernig enska fótboltagoðsögnin David Beckham, hughreysti hann eftir leikinn gegn Skotum fyrir nokkrum vikum síðan. „Hann setti sig í samband við mig, það var virkilega vel gert af honum," sagði Maguire er hann greindi frá því að Beckham hefði hughreyst sig. „Það skpti mig öllu máli. Á mínum yngri árum leit ég mikið upp til hans. Hann var mér fyrirmynd og þetta sýnir bara hversu mikill klassi býr í honum.“ Beckham þekkir það vel á eigin skinni að finna fyrir reiði samlanda sinna í tengslum við enska landsliðið. Eftir að hann var rekinn af velli í 16-liða úrslitum HM 1998 gegn Argentínu, þurfti Beckham að þola mikið og langt aðkast líkt og sést í nýjum heimildarþáttum um feril hans á streymisveitu Netflix. „Hann hefur verið í þessari stöðu sem ég hef fundið mig í upp á síðkastið. Ég horfði á þessa heimildarþætti og trúði ekki mínum eigin augum þegar að ég sá hvað hann þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma. Gary Neville (liðsfélagi og vinur Beckham á þeim tíma) talar um það hversu mikilli þrautseigju Beckham býr yfir sem einstaklingur og þá var gott að heyra hlið Beckham á þessu öllu saman.“ En hvað sagði Beckham við Maguire þegar að hann setti sig í samband við kappann? „Hann minnti mig á þann feril sem ég hef átt til dagsins í dag. Stóru stundirnar á mínum ferli. Það snerti við mér. Þegar að maður er að ganga í gegnum erfiða tíma. Þá verður maður að minna sig á þessar góðu og stóru stundir sem maður hefur upplifað. Hvert maður er kominn á sínum ferli, það sem maður hefur gengið í gegnum.“ Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Maguire hefur mátt þola mikið aðkast inn á fótboltavellinum og hefur það jafnvel gengið svo langt að stuðningsmenn enska landsliðsins hafa baulað á hann. Í síðasta landsliðsverkefni, í æfingaleik gegn Skotlandi, hæddust þeir svo að honum að tekið var eftir. Undanfarnir mánuðir hafa svo sannarlega verið krefjandi fyrir þennan leikmann enska landsliðsins og Manchester United en á blaðamannafundi, fyrir komandi verkefni enska landsliðsins, greindi Maguire frá því hvernig enska fótboltagoðsögnin David Beckham, hughreysti hann eftir leikinn gegn Skotum fyrir nokkrum vikum síðan. „Hann setti sig í samband við mig, það var virkilega vel gert af honum," sagði Maguire er hann greindi frá því að Beckham hefði hughreyst sig. „Það skpti mig öllu máli. Á mínum yngri árum leit ég mikið upp til hans. Hann var mér fyrirmynd og þetta sýnir bara hversu mikill klassi býr í honum.“ Beckham þekkir það vel á eigin skinni að finna fyrir reiði samlanda sinna í tengslum við enska landsliðið. Eftir að hann var rekinn af velli í 16-liða úrslitum HM 1998 gegn Argentínu, þurfti Beckham að þola mikið og langt aðkast líkt og sést í nýjum heimildarþáttum um feril hans á streymisveitu Netflix. „Hann hefur verið í þessari stöðu sem ég hef fundið mig í upp á síðkastið. Ég horfði á þessa heimildarþætti og trúði ekki mínum eigin augum þegar að ég sá hvað hann þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma. Gary Neville (liðsfélagi og vinur Beckham á þeim tíma) talar um það hversu mikilli þrautseigju Beckham býr yfir sem einstaklingur og þá var gott að heyra hlið Beckham á þessu öllu saman.“ En hvað sagði Beckham við Maguire þegar að hann setti sig í samband við kappann? „Hann minnti mig á þann feril sem ég hef átt til dagsins í dag. Stóru stundirnar á mínum ferli. Það snerti við mér. Þegar að maður er að ganga í gegnum erfiða tíma. Þá verður maður að minna sig á þessar góðu og stóru stundir sem maður hefur upplifað. Hvert maður er kominn á sínum ferli, það sem maður hefur gengið í gegnum.“
Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira