Pétur um riðlakeppni Meistaradeildarinnar: „Ætlum að reyna þangað til við komumst inn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2023 07:00 Pétur segir Valsliðið hafa verið að horfa til leiks kvöldsins undanfarnar þrjár vikur. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Vals mæta St. Pölten frá Austurríki, meistaraliðinu þar í landi, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir Valskonur ætla að reyna við riðlakeppnina þangað til þær komast inn. Töluvert er síðan Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en deildinni lauk þau ekki fyrr en á föstudaginn var. Liðið hafði ekki að miklu að keppa á lokametrum mótsins og viðurkennir Pétur Pétursson að liðið hafi verið með hugann við Evrópuleikina tvo gegn St. Pölten. „Það má segja að við séum alveg búnar að stefna á þennan leik síðan mótið kláraðist. Höfum einbeitt okkur að þessum leik því við þurftum ekki að hugsa mikið um eitthvað annað,“ sagði Pétur og bætti við að komnar væru þrjár vikur síðan Valskonur fóru að einbeita sér að St. Pölten. „Þetta er gott lið og þetta er rútínerað lið. Það þekkir það enginn en þetta er lið sem hefur komist tvisvar í Meistaradeildina og var þar í fyrra. Að sama skapi segi ég að við erum líka með gott lið og þetta snýst um að spila okkar besta leik.“ Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að ofan. Valur féll úr leik í umspilinu í fyrra eftir afar svekkjandi tap gegn Slaviu Prag. Gefur það auka bensín á eldinn? „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum mjög nálægt þessu. Töpuðum fyrir Glasgow City í vítaspyrnukeppni og síðan töpuðum við gegn Slavia í einvígi sem við töldum okkur eiga að vinna miðað við leikina tvo. Við höfum einhverskonar reynslu, skulum vona að það hjálpi okkur.“ „Við ætlum að reyna þangað til við komumst inn,“ sagði Pétur að endingu eftir að hafa bent á að Valur væri þegar búið að tryggja sér þátttöku í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2024/2025 með Íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikur Vals og St. Pölten hefst klukkan 18.00. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 17.50. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Sjá meira
Töluvert er síðan Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en deildinni lauk þau ekki fyrr en á föstudaginn var. Liðið hafði ekki að miklu að keppa á lokametrum mótsins og viðurkennir Pétur Pétursson að liðið hafi verið með hugann við Evrópuleikina tvo gegn St. Pölten. „Það má segja að við séum alveg búnar að stefna á þennan leik síðan mótið kláraðist. Höfum einbeitt okkur að þessum leik því við þurftum ekki að hugsa mikið um eitthvað annað,“ sagði Pétur og bætti við að komnar væru þrjár vikur síðan Valskonur fóru að einbeita sér að St. Pölten. „Þetta er gott lið og þetta er rútínerað lið. Það þekkir það enginn en þetta er lið sem hefur komist tvisvar í Meistaradeildina og var þar í fyrra. Að sama skapi segi ég að við erum líka með gott lið og þetta snýst um að spila okkar besta leik.“ Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að ofan. Valur féll úr leik í umspilinu í fyrra eftir afar svekkjandi tap gegn Slaviu Prag. Gefur það auka bensín á eldinn? „Þetta er þriðja árið í röð sem við erum mjög nálægt þessu. Töpuðum fyrir Glasgow City í vítaspyrnukeppni og síðan töpuðum við gegn Slavia í einvígi sem við töldum okkur eiga að vinna miðað við leikina tvo. Við höfum einhverskonar reynslu, skulum vona að það hjálpi okkur.“ „Við ætlum að reyna þangað til við komumst inn,“ sagði Pétur að endingu eftir að hafa bent á að Valur væri þegar búið að tryggja sér þátttöku í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2024/2025 með Íslandsmeistaratitlinum í ár. Leikur Vals og St. Pölten hefst klukkan 18.00. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst 17.50.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Sjá meira