„Hjálp, ég er með of stórt typpi“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. október 2023 20:01 Stærðin getur skipt máli. Getty Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, svarar ákalli karlmanns sem er úrræðalaus vegna stærðar getnaðarlims síns. Hann segir liminn meiða bólfélaga sinn í samförum. „Hjálp, ég er með of stórt typpi og það meiðir bólfélagann minn í samförum. Hvað get ég gert?“ Svona hljóðar spurningin sem barst Siggu Dögg á Betra kynlíf á dögunum. Sigga Dögg segir of stórt typpi geti valdið erfiðleikum í kynlífi og jafnvel útilokað samfarir. Það skipti þó máli hvernig kynlífið er stundað, samfarir í rass eða píku og samsetning bólfélaga. Getty „Það getur valdið bólfélaga sársauka og sérstaklega ef talað er um samfarir, en ef það er vont að fá typpið inn í sig getur það útilokað samfarir. Það er það sem gleymist ef þú er með stóran lim,“ segir Sigga Dögg og heldur áfram: „Við erum ótrúlega misjafnlega gerð og skipir máli hvernig bólfélaginn þinn er. Þá getur til dæmis verið erfitt að setja eitthvað inn í leggöng ef grindarbotninn er yfirspenntur.“ Stór typpi eru misjöfn og geta flokkast sem breið og löng, eða bæði. „Stórt typpi getur bæði verið mjótt og langt, langt og breitt eða stutt og breitt,“ segir Sigga Dögg. Reynið á hugmyndaflugið Sigga Dögg segir ýmsar leiðir til að njóta ánægjulegs kynlífs þó svo að samfarir komi ekki til greina. Góð regla er að hafa sleipiefni ávallt við höndina. Kemur fyrir að menn með stór typpi geti ekki stundað samfarir? „Já, það kemur fyrir að þetta sé bara ekki hægt,“ segir Sigga Dögg. Hún hvetur fólk til að hugsa út fyrir boxið og finna aðrar leiðir en typpi í píku, eða rass. „Karlmenn halda oft að stórt typpi sé betra en lítið. En lítið typpi á auðveldara með að örva önnur svæði líkamans, barmana og minni svæði. Getty Þegar menn eru með stór typpi verður fókusinn oft bara inn og út og ákveðnar stellingar verða jafnvel ómögulegar,“ segir Sigga Dögg. Nánari upplýsingar má finna á síðu Betra kynlífs, kynfræðslu streymisveitu fullorðinna. View this post on Instagram A post shared by Betra kynlíf (@betrakynlif) Kynlíf Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
„Hjálp, ég er með of stórt typpi og það meiðir bólfélagann minn í samförum. Hvað get ég gert?“ Svona hljóðar spurningin sem barst Siggu Dögg á Betra kynlíf á dögunum. Sigga Dögg segir of stórt typpi geti valdið erfiðleikum í kynlífi og jafnvel útilokað samfarir. Það skipti þó máli hvernig kynlífið er stundað, samfarir í rass eða píku og samsetning bólfélaga. Getty „Það getur valdið bólfélaga sársauka og sérstaklega ef talað er um samfarir, en ef það er vont að fá typpið inn í sig getur það útilokað samfarir. Það er það sem gleymist ef þú er með stóran lim,“ segir Sigga Dögg og heldur áfram: „Við erum ótrúlega misjafnlega gerð og skipir máli hvernig bólfélaginn þinn er. Þá getur til dæmis verið erfitt að setja eitthvað inn í leggöng ef grindarbotninn er yfirspenntur.“ Stór typpi eru misjöfn og geta flokkast sem breið og löng, eða bæði. „Stórt typpi getur bæði verið mjótt og langt, langt og breitt eða stutt og breitt,“ segir Sigga Dögg. Reynið á hugmyndaflugið Sigga Dögg segir ýmsar leiðir til að njóta ánægjulegs kynlífs þó svo að samfarir komi ekki til greina. Góð regla er að hafa sleipiefni ávallt við höndina. Kemur fyrir að menn með stór typpi geti ekki stundað samfarir? „Já, það kemur fyrir að þetta sé bara ekki hægt,“ segir Sigga Dögg. Hún hvetur fólk til að hugsa út fyrir boxið og finna aðrar leiðir en typpi í píku, eða rass. „Karlmenn halda oft að stórt typpi sé betra en lítið. En lítið typpi á auðveldara með að örva önnur svæði líkamans, barmana og minni svæði. Getty Þegar menn eru með stór typpi verður fókusinn oft bara inn og út og ákveðnar stellingar verða jafnvel ómögulegar,“ segir Sigga Dögg. Nánari upplýsingar má finna á síðu Betra kynlífs, kynfræðslu streymisveitu fullorðinna. View this post on Instagram A post shared by Betra kynlíf (@betrakynlif)
Kynlíf Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira