Veltu því fyrir sér hvort áhuginn á CrossFit sé að deyja út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur unnið heimsleikana tvisvar og alls komist sex sinnum á verðlaunapall. Hún er enn að keppa á heimsleikunum fjórtán árum eftir þá fyrstu. Instagram/@anniethorisdottir Vinsældir CrossFit íþróttarinnar hafa verið að aukast síðastliðinn áratug og ekki síst hér á Íslandi. Þess vegna vakti fyrirsögn á vikulegu fréttabréfi Mayhem nokkra athygli í CrossFit heiminum. Það var spurt: Er áhuginn á CrossFit að deyja út? Þetta er auðvitað spurning um rétta mælikvarðann á vinsældum CrossFit íþróttarinnar og ef farið eftir þeim sem fólkið á Mayhem var að slá upp þá er auðvitað hægt að lesa út úr því að CrossFit sé á hraðri niðurleið. Samkvæmt rannsókn á því hversu mikið er leitað af CrossFit og vörum beintengdum CrossFit hlutum á netinu þá blasir það við að minna og minna er leitað af slíku með hverju árinu. Toppurinn var árið 2017 og síðan hefur CrossFit leitum fækkað mikið. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Austin Heaton kannaði vefleitir af CrossFit og CrossFit tengdu efni og komst að þessum sláandi niðurstöðum. Fyrirsögnin á grein Mayhem var því að spyrja hvort að CrossFit sé að deyja. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um komandi dauða CrossFit út frá þessum upplýsingum en það er ljóst að leitarvenjur áhugafólks um CrossFit er að breytast. Í greininni er síðan unnið markvisst að því að brjóta niður þessa fullyrðingu og fullvissa áhugafólk um að uppáhaldaíþróttin þeirra sé ekki að niðurlotum komin. Fleiri þekkja sportið Eitt af því sem hlýtur að skipta miklu máli en að þekking fólks um CrossFit hefur aukist afar mikið á síðasta áratug með auknum vinsældum. Í dag vita miklu fleiri um hvað CrossFit íþróttin snýst og því er kannski ekki eins mikil ástæða til að leita af upplýsingum um CrossFit á netinu. Niðurstöðu Mayhem greinarinnar eru heldur ekki þær að spá dauða CrossFit íþróttarinnar. Útbreiðslan um allan heim hefur aukist gríðarlega sem sést vel á þátttöku í Opna hlutanum í undankeppni heimsleikanna. Það er samt sláandi að forvitni og upplýsingaleit um íþróttina sé á svona áberandi niðurleið í langan tíma. Kannaði málið betur Það brá líka örugglega mörgum að sjá slíka yfirlýsingu og sjá þessar niðurstöður. Einn af þeim sem fóru af stað og könnuðu þetta betur en Youtube maðurinn Craig Richey á TeamRICHEY. Það má sjá pælingar hans hér fyrir neðan en þar skoðar hann meðal annars athyglisvert línurit um fjölda CrossFit leita á síðasta áratug. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=38d9KQcs3sM">watch on YouTube</a> Richey nefnir líka sem dæmi að unga öfluga CrossFit fólkið sem er á toppnum í dag er ekki að ná sér í eins marga fylgjendur á Instagram eins og fólk eins og Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Matt Frasier og fleiri náðu þegar þau voru á toppnum. Anníe og Katrín eru langt yfir milljón fylgjendur eins og Tia Clair Toomey en bestu stelpurnar á síðustu heimsleikum eru langt frá því. Það má sjá fróðlega yfirferð Craig Richey um þessa rannsókn og stöðu mála hér fyrir ofan. Hver verður þróunin á Íslandi? Það verður líka fróðlegt að sjá þróun mála á Íslandi. Ísland hafði verið næstum því fastagestur á verðlaunapalli á heimsleikunum ár eftir ár og eignaðist á sínum tíma fjóra heimsmeistara á stuttum tíma. Á síðustu heimsleikum var íslenska fólkið aldrei með í titilbaráttunni fyrir alvöru og aðeins Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði inn á topp tíu. Okkar besta fólk hefur verið lengi að og eru flest farin að nálgast endann á sínum CrossFit keppnisferli. Það virðist ekki líklegt í dag að við séum að eignast strax fólk sem getur barist á toppnum. Hvaða áhrif það hafi á vinsældir CrossFit hér á landi verður líka bara að koma í ljós. Þrátt fyrir sláandi fyrirsögn hjá Mayhem þá er CrossFit auðvitað ekki að deyja en forráðamenn þurfa kannski að fara nýjar leiðir til að kynna sig og tryggja það að fleira fólk hafi áhuga á að forvitnast um íþróttina. CrossFit Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Þetta er auðvitað spurning um rétta mælikvarðann á vinsældum CrossFit íþróttarinnar og ef farið eftir þeim sem fólkið á Mayhem var að slá upp þá er auðvitað hægt að lesa út úr því að CrossFit sé á hraðri niðurleið. Samkvæmt rannsókn á því hversu mikið er leitað af CrossFit og vörum beintengdum CrossFit hlutum á netinu þá blasir það við að minna og minna er leitað af slíku með hverju árinu. Toppurinn var árið 2017 og síðan hefur CrossFit leitum fækkað mikið. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Austin Heaton kannaði vefleitir af CrossFit og CrossFit tengdu efni og komst að þessum sláandi niðurstöðum. Fyrirsögnin á grein Mayhem var því að spyrja hvort að CrossFit sé að deyja. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um komandi dauða CrossFit út frá þessum upplýsingum en það er ljóst að leitarvenjur áhugafólks um CrossFit er að breytast. Í greininni er síðan unnið markvisst að því að brjóta niður þessa fullyrðingu og fullvissa áhugafólk um að uppáhaldaíþróttin þeirra sé ekki að niðurlotum komin. Fleiri þekkja sportið Eitt af því sem hlýtur að skipta miklu máli en að þekking fólks um CrossFit hefur aukist afar mikið á síðasta áratug með auknum vinsældum. Í dag vita miklu fleiri um hvað CrossFit íþróttin snýst og því er kannski ekki eins mikil ástæða til að leita af upplýsingum um CrossFit á netinu. Niðurstöðu Mayhem greinarinnar eru heldur ekki þær að spá dauða CrossFit íþróttarinnar. Útbreiðslan um allan heim hefur aukist gríðarlega sem sést vel á þátttöku í Opna hlutanum í undankeppni heimsleikanna. Það er samt sláandi að forvitni og upplýsingaleit um íþróttina sé á svona áberandi niðurleið í langan tíma. Kannaði málið betur Það brá líka örugglega mörgum að sjá slíka yfirlýsingu og sjá þessar niðurstöður. Einn af þeim sem fóru af stað og könnuðu þetta betur en Youtube maðurinn Craig Richey á TeamRICHEY. Það má sjá pælingar hans hér fyrir neðan en þar skoðar hann meðal annars athyglisvert línurit um fjölda CrossFit leita á síðasta áratug. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=38d9KQcs3sM">watch on YouTube</a> Richey nefnir líka sem dæmi að unga öfluga CrossFit fólkið sem er á toppnum í dag er ekki að ná sér í eins marga fylgjendur á Instagram eins og fólk eins og Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Matt Frasier og fleiri náðu þegar þau voru á toppnum. Anníe og Katrín eru langt yfir milljón fylgjendur eins og Tia Clair Toomey en bestu stelpurnar á síðustu heimsleikum eru langt frá því. Það má sjá fróðlega yfirferð Craig Richey um þessa rannsókn og stöðu mála hér fyrir ofan. Hver verður þróunin á Íslandi? Það verður líka fróðlegt að sjá þróun mála á Íslandi. Ísland hafði verið næstum því fastagestur á verðlaunapalli á heimsleikunum ár eftir ár og eignaðist á sínum tíma fjóra heimsmeistara á stuttum tíma. Á síðustu heimsleikum var íslenska fólkið aldrei með í titilbaráttunni fyrir alvöru og aðeins Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði inn á topp tíu. Okkar besta fólk hefur verið lengi að og eru flest farin að nálgast endann á sínum CrossFit keppnisferli. Það virðist ekki líklegt í dag að við séum að eignast strax fólk sem getur barist á toppnum. Hvaða áhrif það hafi á vinsældir CrossFit hér á landi verður líka bara að koma í ljós. Þrátt fyrir sláandi fyrirsögn hjá Mayhem þá er CrossFit auðvitað ekki að deyja en forráðamenn þurfa kannski að fara nýjar leiðir til að kynna sig og tryggja það að fleira fólk hafi áhuga á að forvitnast um íþróttina.
CrossFit Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira