Ástarlífið blómstrar í Fjallabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2023 13:30 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sem ræður sér ekki yfir kæti hvað allt gengur vel í Fjallabyggð og hvað það er mikill kraftur í samfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Fjallabyggð fjölgar og fjölgar enda segir bæjarstjórinn að ástarlífið blómstri í sveitarfélaginu. Þá er verið að byggja mikið af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði og í Ólafsfirði. Það er mikill uppgangur í Fjallabyggð og allt að gerast þar eins og stundum er sagt. Nú er stefnt að því að taka 10 mánaða gömul börn inn í leikskóla sveitarfélagsins, grunnskólar sveitarfélagsins og menntaskólinn á Tröllaskaga blómstra og næga atvinnu eru að hafa í Fjallabyggð. Þá er lista- og menningarlíf til fyrirmyndar svo ekki sé minnst á íþróttastarfið. Og íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar eins og Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri veit manna best. „Okkur er að fjölga verulega og það er mjög ánægjulegt. Við erum núna orðin tæplega 2.030 og við stefnum bara á meiri fjölgun. Ég bara bíð fólk hjartanlega velkomin til okkar hingað,“ segir Sigriður alsæl. Ertu með einhverjar sérstakar áskoranir til fólks til að búa til fleiri börn og svona? „Heyrðu, ég vil náttúrulega bara að ástarlífið blómstri og við bara tökum mjög vel á móti nýjum einstaklingum hér í bæjarfélagið, bæði fullorðnum einstaklingum, sem vilja stunda fjörugt ástarlíf og geta af sér góð afkvæmi og svo náttúrulega þegar börnin fæðast þá tökum við mjög vel á móti þeim,“ segir Sigríður hlæjandi. Íbúum Fjallbyggðar fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er töluvert byggt af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði. „Já, verktaki er að fara að byggja 27 íbúðir á gamla malarvellinum. Svo er verið að byggja hérna á Eyrinni og í Bylgjubyggðinni í Ólafsfirði, svo það er nóg um að vera,“ segir bæjarstjóri Fjallabyggðar. Eitt af nýju húsunum, sem eru í byggingu í Fjallabyggð, myndarlegt raðhús á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Það er mikill uppgangur í Fjallabyggð og allt að gerast þar eins og stundum er sagt. Nú er stefnt að því að taka 10 mánaða gömul börn inn í leikskóla sveitarfélagsins, grunnskólar sveitarfélagsins og menntaskólinn á Tröllaskaga blómstra og næga atvinnu eru að hafa í Fjallabyggð. Þá er lista- og menningarlíf til fyrirmyndar svo ekki sé minnst á íþróttastarfið. Og íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar eins og Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri veit manna best. „Okkur er að fjölga verulega og það er mjög ánægjulegt. Við erum núna orðin tæplega 2.030 og við stefnum bara á meiri fjölgun. Ég bara bíð fólk hjartanlega velkomin til okkar hingað,“ segir Sigriður alsæl. Ertu með einhverjar sérstakar áskoranir til fólks til að búa til fleiri börn og svona? „Heyrðu, ég vil náttúrulega bara að ástarlífið blómstri og við bara tökum mjög vel á móti nýjum einstaklingum hér í bæjarfélagið, bæði fullorðnum einstaklingum, sem vilja stunda fjörugt ástarlíf og geta af sér góð afkvæmi og svo náttúrulega þegar börnin fæðast þá tökum við mjög vel á móti þeim,“ segir Sigríður hlæjandi. Íbúum Fjallbyggðar fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er töluvert byggt af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði. „Já, verktaki er að fara að byggja 27 íbúðir á gamla malarvellinum. Svo er verið að byggja hérna á Eyrinni og í Bylgjubyggðinni í Ólafsfirði, svo það er nóg um að vera,“ segir bæjarstjóri Fjallabyggðar. Eitt af nýju húsunum, sem eru í byggingu í Fjallabyggð, myndarlegt raðhús á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Mannfjöldi Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira