„Væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2023 21:38 Finnur Freyr Stefánsson var sáttur með sigurinn, en segir að liðið eigi enn eftir að slípa sig saman. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir góðan 15 stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Valsliðið lenti 18 stigum undir í öðrum leikhluta, en snéri taflinu við í seinni hálfleik. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið týpískur haustleikur?“ spurði Finnur Freyr í leikslok. „Við vorum seinir í gang og óöruggir fannst mér enda vorum við með mikið af nýjum andlitum á vellinum sem voru að spila margar mínútur og það er eðlilegt að það taki menn tíma að komast inn í þetta. En svo fórum við að hugsa aðeins betur um boltann og ná stoppunum og þá fannst mér við gera aðeins betur.“ „Við vorum töluvert betri í seinni hálfleiknum og mér fannst við eiga að koma þessu í meiri mun með því að klára lay-up og tapa ekki boltanum svona klaufalega á mómentum í seinni hálfleik. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna miðað við fyrsta leik.“ Eins og Finnur segir var Valsliðið lengi í gang og lenti mest 18 stigum undir í upphafi annars leikhluta, en Finnur segist ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af liðinu sínu á þeim tímapunkti. „Nei, nei. Við þurftum bara að halda áfram. Þetta var djúp hola sem við vorum í en við höfum verið í djúpum holum hérna áður. Þetta er snemma á tímabilinu og liðið verður bara að halda áfram að reyna að gera litlu hlutina betur og það voru nokkrir hlutir sem við vorum að gera mjög illa í byrjun, en svo þegar leið á leikinn náðum við að múra fyrir það og finna flæði sóknarlega.“ Valsvörnin hefur verið aðalsmerki liðsins undanfarin tímabil og hún small heldur betur í gang eftir erfiða byrjun í kvöld. „Það var bara hörkugott Þórslið sem kom hérna með læti og er með flotta leikmenn. Þeir eru bara á sama stað og við og eiga eftir að slípa sig saman og verða betri. Vörnin okkar var ágæt en þeir voru líka að missa mikið af opnum skotum.“ „Maður er ekki ánægður með eitt eða neitt núna. Það væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna.“ Þá hrósaði Finnur einnig liðsheld Valsliðsins eftir að Frank Aron Booker þurfti að hvíla um stund eftir að hafa lent á auglýsingaskiltum í húsinu. Þrátt fyrir að vera draghaltur var hann manna æstastur á bekknum og dró sína menn með sér í stemninguna. „Aron er bara einstök mannvera. Hann er mjög skemmtilegur og flottur og einstök orka í kringum hann. Sérstaklega eins og hann endaði í úrslitakeppninni í fyrra þá getur hann gefið okkur mikið. Ef hann er ekki að setja skotin sín eða spila mínútur á gólfinu þá er hann jafn sveittur á hliðarlínunni. Hann er magnaður strákur sem ég er mjög ánægður að hafa í mínu liði.“ Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið týpískur haustleikur?“ spurði Finnur Freyr í leikslok. „Við vorum seinir í gang og óöruggir fannst mér enda vorum við með mikið af nýjum andlitum á vellinum sem voru að spila margar mínútur og það er eðlilegt að það taki menn tíma að komast inn í þetta. En svo fórum við að hugsa aðeins betur um boltann og ná stoppunum og þá fannst mér við gera aðeins betur.“ „Við vorum töluvert betri í seinni hálfleiknum og mér fannst við eiga að koma þessu í meiri mun með því að klára lay-up og tapa ekki boltanum svona klaufalega á mómentum í seinni hálfleik. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna miðað við fyrsta leik.“ Eins og Finnur segir var Valsliðið lengi í gang og lenti mest 18 stigum undir í upphafi annars leikhluta, en Finnur segist ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af liðinu sínu á þeim tímapunkti. „Nei, nei. Við þurftum bara að halda áfram. Þetta var djúp hola sem við vorum í en við höfum verið í djúpum holum hérna áður. Þetta er snemma á tímabilinu og liðið verður bara að halda áfram að reyna að gera litlu hlutina betur og það voru nokkrir hlutir sem við vorum að gera mjög illa í byrjun, en svo þegar leið á leikinn náðum við að múra fyrir það og finna flæði sóknarlega.“ Valsvörnin hefur verið aðalsmerki liðsins undanfarin tímabil og hún small heldur betur í gang eftir erfiða byrjun í kvöld. „Það var bara hörkugott Þórslið sem kom hérna með læti og er með flotta leikmenn. Þeir eru bara á sama stað og við og eiga eftir að slípa sig saman og verða betri. Vörnin okkar var ágæt en þeir voru líka að missa mikið af opnum skotum.“ „Maður er ekki ánægður með eitt eða neitt núna. Það væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna.“ Þá hrósaði Finnur einnig liðsheld Valsliðsins eftir að Frank Aron Booker þurfti að hvíla um stund eftir að hafa lent á auglýsingaskiltum í húsinu. Þrátt fyrir að vera draghaltur var hann manna æstastur á bekknum og dró sína menn með sér í stemninguna. „Aron er bara einstök mannvera. Hann er mjög skemmtilegur og flottur og einstök orka í kringum hann. Sérstaklega eins og hann endaði í úrslitakeppninni í fyrra þá getur hann gefið okkur mikið. Ef hann er ekki að setja skotin sín eða spila mínútur á gólfinu þá er hann jafn sveittur á hliðarlínunni. Hann er magnaður strákur sem ég er mjög ánægður að hafa í mínu liði.“
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06