Þann 3. október vann Tindastóll sigur á eistneska liðinu Parnu, lokatölur í Eistlandi 62-69. Leikið er í þriggja liða riðlum og sigurvegarar riðlanna fara áfram í riðlakeppni Evrópubikarsins.
Stólarnir þurfti því „aðeins“ sigur gegn Trepca frá Kósovó til að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Sá leikur gekk ekki jafn vel og enduðu Stólarnir á að tapa með átta stiga mun, lokatölur 77-69.
Þar með virtist sem öll von væri úti en svo var ekki þar sem tvö bestu liðin í 2. sæti fara einnig áfram í riðlakeppnina. Nú er ljóst að Stólarnir verða ekki meðal tveggja bestu liðanna í 2. sæti og Evrópuævintýrið er því úti.