Smartland greinir frá. Um er að ræða 316,5 fermetra glæsilegt hús sem byggt var árið 1920. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara og rislofts. Auk þess er möguleiki á aukaíbúð.
Á fyrstu hæðinni eru stórar og rúmgóðar stofur með aukinni lofthæð og fallegri loftklæðningu. Úr borðstofu er gengið fram í einstaklega fallega sólstofu og frá henni er hægt að ganga niður í garð. Nánar um húsið hér:
Ásta Fjeldsted var á síðasta ári ráðin forstjóri Festi en hún var áður framkvæmdastjóri Krónunnar. Bolli hefur átt góðu gengi að fagna í viðskiptalífi Japans en hann er eigandi fyrirtækisins Takanawa sem hefur aðsetur bæði í Reykjavík og Tokyo. Fyrirtækið fæst við viðskiptaþróun, kaup og samruna fyrirtækja í lyfja- og líftæknigeiranum. Þau Ásta og Bolli eignuðust sitt þriðja barn í nóvember á síðasta ári.