Hvað gerðist síðast þegar Gylfi Þór spilaði fyrir landsliðið? Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Dönum á Parken þann 15.nóvember árið 2020. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, hefur á nýjan leik verið valinn í íslenska landsliðið og gæti spilað sinn fyrsta landsleik síðan í nóvember árið 2020 í næstu viku er Ísland mætir Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Gylfi Þór á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað 25 mörk. Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á bæði stórmótin sem liðið hefur tryggt sér sæti á, EM 2016 og HM 2018. Það var þann 15. nóvember á því herrans ári 2020 sem Gylfi Þór spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Sá leikur fór fram á Parken og var gegn Dönum í Þjóðadeild UEFA. Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands í leiknum og bar fyrirliðabandið en Ísland lenti undir snemma leiks, nánar tiltekið á 12.mínútu þegar að Christian Eriksen kom Dönum yfir með marki úr vítaspyrnu. Annað mark leiksins lét bíða eftir sér en það kom þó á endanum og þá blessunarlega Íslands megin. Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki á 85.mínútu. Það var hins vegar nægur tími fyrir Dani til þess að komast aftur yfir og aftur var það Christian Eriksen sem var þar á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu. Grátlegt 2-1 tap var því niðurstaðan síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu. „Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur“ Það var í gær sem endurkoma Gylfa Þórs í íslenska landsliðið var staðfest. KSÍ opinberaði landsliðshópinn sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði valið fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi, leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Åge sagði á blaðamannafundi í gær að hann vilji hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Af hverju þessi langi tími milli leikja? Ástæðan fyrir því að Gylfi Þór hefur ekki leikið landsleik fyrir Íslands hönd síðan í nóvember árið 2020 er helst sú að hann var handtekinn vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í júlí árið 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Málið hefur nú verið látið niður falla og er Gylfi Þór kominn á fullt í að koma atvinnumannaferli sínum aftur af stað. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og spilar þar með liðinu undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar sem var einmitt aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu síðast þegar Gylfi Þór spilaði landsleik. Freyr Alexandersson og Erik Hamren mynduðu þjálfarateymi Íslands síðast þegar Gylfi Þór lék með landsliðinuGetty/Salih Zeki Fazlioglu Nú er Gylfi Þór að fara aftur af stað með sinn landsliðsferil og hefur hann greint frá þvi að hann stefni á að slá markamet íslenska landsliðsins sem er í eigu Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Metið stendur í 26 mörkum og þyrfti Gylfi Þór að skora tvö mörk til viðbótar með landsliðinu til þess að slá það. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Sjá meira
Gylfi Þór á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað 25 mörk. Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á bæði stórmótin sem liðið hefur tryggt sér sæti á, EM 2016 og HM 2018. Það var þann 15. nóvember á því herrans ári 2020 sem Gylfi Þór spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Sá leikur fór fram á Parken og var gegn Dönum í Þjóðadeild UEFA. Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands í leiknum og bar fyrirliðabandið en Ísland lenti undir snemma leiks, nánar tiltekið á 12.mínútu þegar að Christian Eriksen kom Dönum yfir með marki úr vítaspyrnu. Annað mark leiksins lét bíða eftir sér en það kom þó á endanum og þá blessunarlega Íslands megin. Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki á 85.mínútu. Það var hins vegar nægur tími fyrir Dani til þess að komast aftur yfir og aftur var það Christian Eriksen sem var þar á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu. Grátlegt 2-1 tap var því niðurstaðan síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu. „Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur“ Það var í gær sem endurkoma Gylfa Þórs í íslenska landsliðið var staðfest. KSÍ opinberaði landsliðshópinn sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði valið fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi, leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Åge sagði á blaðamannafundi í gær að hann vilji hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Af hverju þessi langi tími milli leikja? Ástæðan fyrir því að Gylfi Þór hefur ekki leikið landsleik fyrir Íslands hönd síðan í nóvember árið 2020 er helst sú að hann var handtekinn vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í júlí árið 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Málið hefur nú verið látið niður falla og er Gylfi Þór kominn á fullt í að koma atvinnumannaferli sínum aftur af stað. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og spilar þar með liðinu undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar sem var einmitt aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu síðast þegar Gylfi Þór spilaði landsleik. Freyr Alexandersson og Erik Hamren mynduðu þjálfarateymi Íslands síðast þegar Gylfi Þór lék með landsliðinuGetty/Salih Zeki Fazlioglu Nú er Gylfi Þór að fara aftur af stað með sinn landsliðsferil og hefur hann greint frá þvi að hann stefni á að slá markamet íslenska landsliðsins sem er í eigu Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Metið stendur í 26 mörkum og þyrfti Gylfi Þór að skora tvö mörk til viðbótar með landsliðinu til þess að slá það.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Sjá meira