„Að Chelsea hafi eytt milljarði og sé samt hálfu liði frá því að berjast um titilinn er fáránlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2023 16:00 Leikmenn Chelsea fagna marki Armandos Broja gegn Fulham. getty/Nigel French Þrátt fyrir að hafa eytt rúmlega milljarði punda í leikmannakaup síðan Todd Boehly og Behdad Eghbali keyptu Chelsea segir Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports, að liðið sé ekki enn nógu gott. Chelsea vann mikilvægan sigur á Fulham, 0-2, í lokaleik 7. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðið fór það úr 15. sæti deildarinnar í það ellefta. Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Chelsea en þrátt fyrir það segir Carragher að Bláliðar séu langt frá því að geta keppt um Englandsmeistaratitilinn. „Þú getur sjaldan stillt upp þínu sterkasta liði. Þeir eru í meiðslavandræðum en ef þeir geta stillt liðinu sínu reglulega upp tel ég að þeir geti barist um Meistaradeildarsæti. En ef þú segir mér að þetta sé besta liðið þeirra eftir að hafa eytt milljarði punda þurfa þeir samt fjóra leikmenn til að ná Manchester City,“ sagði Carragher. „Framherjinn [Nicolas Jackson] er ekki nógu góður, sömu sögu er að segja af markverðinum [Robert Sánchez] og þeir þurfa líka miðvörð og miðjumann. Að Chelsea hafi eytt milljarði og sé samt hálfu liði frá því að berjast um titilinn er fáránlegt.“ Jackson tók út leikbann gegn Fulham í gær. Hann hefur aðeins skorað eitt deildarmark fyrir Chelsea síðan félagið keypti hann frá Villarreal í sumar. Sánchez hélt hreinu í gær og hefur aðeins fengið á sig sex mörk í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur Chelsea er gegn Burnley á Turf Moor á laugardaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliðinn vonast til að Chelsea byggi ofan á sigrana tvo Chelsea vann Fulham 2-0 á útivelli í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í öllum keppnum og vonast Conor Gallagher, fyrirliði liðsins, til að hægt sé að byggja ofan á það eftir erfiða byrjun. 2. október 2023 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Chelsea vann mikilvægan sigur á Fulham, 0-2, í lokaleik 7. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðið fór það úr 15. sæti deildarinnar í það ellefta. Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Chelsea en þrátt fyrir það segir Carragher að Bláliðar séu langt frá því að geta keppt um Englandsmeistaratitilinn. „Þú getur sjaldan stillt upp þínu sterkasta liði. Þeir eru í meiðslavandræðum en ef þeir geta stillt liðinu sínu reglulega upp tel ég að þeir geti barist um Meistaradeildarsæti. En ef þú segir mér að þetta sé besta liðið þeirra eftir að hafa eytt milljarði punda þurfa þeir samt fjóra leikmenn til að ná Manchester City,“ sagði Carragher. „Framherjinn [Nicolas Jackson] er ekki nógu góður, sömu sögu er að segja af markverðinum [Robert Sánchez] og þeir þurfa líka miðvörð og miðjumann. Að Chelsea hafi eytt milljarði og sé samt hálfu liði frá því að berjast um titilinn er fáránlegt.“ Jackson tók út leikbann gegn Fulham í gær. Hann hefur aðeins skorað eitt deildarmark fyrir Chelsea síðan félagið keypti hann frá Villarreal í sumar. Sánchez hélt hreinu í gær og hefur aðeins fengið á sig sex mörk í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur Chelsea er gegn Burnley á Turf Moor á laugardaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrirliðinn vonast til að Chelsea byggi ofan á sigrana tvo Chelsea vann Fulham 2-0 á útivelli í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í öllum keppnum og vonast Conor Gallagher, fyrirliði liðsins, til að hægt sé að byggja ofan á það eftir erfiða byrjun. 2. október 2023 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Fyrirliðinn vonast til að Chelsea byggi ofan á sigrana tvo Chelsea vann Fulham 2-0 á útivelli í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í öllum keppnum og vonast Conor Gallagher, fyrirliði liðsins, til að hægt sé að byggja ofan á það eftir erfiða byrjun. 2. október 2023 22:15