„Á erfitt með að trúa því sjálfur hvað hefur gerst undanfarnar vikur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 08:31 Þengill Orrason hefur skorað tvö mikilvæg mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Þengill Orrason hafði ekki spilað eina mínútu í efstu deild þegar úrslitakeppnin hófst á dögunum. Nú nokkrum vikum síðar er þessi átján ára strákur í lykilhlutverki í að bjarga Framliðinu frá falli. Þengill tryggði Fram afar dýrmætan 1-0 sigur á KA í neðri hluta Bestu deildarinnar um helgina og hann hafði áður skorað mikilvægt jöfnunarmark á móti ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Þessi fjögur stig sjá til þess að Fram situr ekki í fallsæti. Þengill er þó ekki að spila sem framherji heldur í vörninni og hélt því líka, ásamt félögum sínum, hreinu í KA-leiknum. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Þengil í gær og ræddi við hann um óvæntan endi á fótboltasumrinu hans. Hver er Þengill Orrason og hvernig komst hann í þessa stöðu? „Ég á pínu erfitt með að útskýra það sjálfur. Ég átti ekki von á því að ég myndi koma inn í þessum kringumstæðum. Þetta var gerðist og ég á erfitt með að trúa því sjálfur hvað hefur gerst undanfarnar vikur,“ sagði Þengill Orrason. Þengill spilaði ekkert í deildarkeppninni í sumar en fékk svo kallið frá Ragnari Sigurðssyni þjálfara. Þengill Orrason í fyrsta leiknum sínum á móti HK í Kórnum.Vísir/Hulda Margrét Nýbúinn að kaupa miða á Verslóball „Það voru meiðsli í liðinu þarna á undan. Ég mæti á æfingu á miðvikudegi í vikunni fyrir HK-leikinn. Ég var nýbúinn að kaupa miða á nýnemaball í Versló. Ég mætti þarna á æfingu og Raggi tekur mig aðeins til hliðar og segir: Það er ansi líklegt að þú sért að fara að starta á móti HK. Þannig að vertu tilbúinn að þú æfir með okkur restina af vikunni,“ sagði Þengill. „Maður brosti en kíkti svo niður á hendina og sá armbandið sem ég fékk fyrir ballið. Jújú, ég er að fara að spila í Bestu deildinni,“ sagði Þengill en þurfti hann að sleppa ballinu. „Nei ég fór á ballið en maður passaði sig alveg. Ég var ekkert mikið í því að hoppa og skoppa. Ég var bara til hliðar og að syngja kannski með,“ sagði Þengill þannig að Ragnar þjálfari eyðilagði nýnemaballið fyrir hann. „Jú en ég fékk að spila í bestu deildinni og fannst ég standa mig nokkuð vel. Ég myndi ekki skipta þessu út því þetta er búið að vera mjög gaman,“ sagði Þengill. Fékk tíma til að undirbúa sig „Ég fékk að vita þetta tímanlega eða daginn fyrir. Ég fékk því smá tíma til að undirbúa mig. Ég var ógeðslega stressaður fyrir þennan leik en náði að tengja nokkrar góðar sendingar í byrjun. Síðan var þetta eins og hver annar leikur. Sem betur fer þá gerði ég engin mistök og það hjálpa mjög mikið. Þá stendur maður sig vel sem varnarmaður ef maður gerir engin mistök,“ sagði Þengill. Svava spurði hann út í fyrsta markið hans í efstu deild sem kom út í Eyjum. „Við vorum 2-1 undir á móti ÍBV og það hefði verið mjög súrt að tapa þessum leik. Ég er ógeðslega ánægður að hafa skorað þetta mark og get varla sagt eitthvað annað,“ sagði Þengill en hann hlýtur að vera kominn til að vera í meistaraflokknum. „Það er bara markmiðið núna númer eitt, tvö og þrjú. Festa mig bara í byrjunarliðinu. Vonandi heldur þetta bara áfram, gott gengi hjá mér og hjá liðinu í heild sinni. Vonandi klárum við þetta á laugardaginn með góðum sigri og höldum okkur í Bestu deildinni,“ sagði Þengill. Ragnar hefur hjálpað honum mikið Ragnar Sigurðsson gaf honum tækifærið og treysti honum til að koma svo ungur inn í vörn Framliðsins. „Persónulega finnst mér hann búinn að hjálpa mér mjög mikið. Á æfingunum fyrir HK-leikinn þá stóð hann mikið yfir mér og var alltaf að leiðbeina mér. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég er orðinn miklu betri varnarmaður og ég vona að hann haldi áfram. Mér finnst hann vera búinn að breyta liðinu mikið,“ sagði Þengill. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Passaði sig á ballinu og sló svo í gegn í Bestu deildinni Besta deild karla Fram Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Þengill tryggði Fram afar dýrmætan 1-0 sigur á KA í neðri hluta Bestu deildarinnar um helgina og hann hafði áður skorað mikilvægt jöfnunarmark á móti ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Þessi fjögur stig sjá til þess að Fram situr ekki í fallsæti. Þengill er þó ekki að spila sem framherji heldur í vörninni og hélt því líka, ásamt félögum sínum, hreinu í KA-leiknum. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Þengil í gær og ræddi við hann um óvæntan endi á fótboltasumrinu hans. Hver er Þengill Orrason og hvernig komst hann í þessa stöðu? „Ég á pínu erfitt með að útskýra það sjálfur. Ég átti ekki von á því að ég myndi koma inn í þessum kringumstæðum. Þetta var gerðist og ég á erfitt með að trúa því sjálfur hvað hefur gerst undanfarnar vikur,“ sagði Þengill Orrason. Þengill spilaði ekkert í deildarkeppninni í sumar en fékk svo kallið frá Ragnari Sigurðssyni þjálfara. Þengill Orrason í fyrsta leiknum sínum á móti HK í Kórnum.Vísir/Hulda Margrét Nýbúinn að kaupa miða á Verslóball „Það voru meiðsli í liðinu þarna á undan. Ég mæti á æfingu á miðvikudegi í vikunni fyrir HK-leikinn. Ég var nýbúinn að kaupa miða á nýnemaball í Versló. Ég mætti þarna á æfingu og Raggi tekur mig aðeins til hliðar og segir: Það er ansi líklegt að þú sért að fara að starta á móti HK. Þannig að vertu tilbúinn að þú æfir með okkur restina af vikunni,“ sagði Þengill. „Maður brosti en kíkti svo niður á hendina og sá armbandið sem ég fékk fyrir ballið. Jújú, ég er að fara að spila í Bestu deildinni,“ sagði Þengill en þurfti hann að sleppa ballinu. „Nei ég fór á ballið en maður passaði sig alveg. Ég var ekkert mikið í því að hoppa og skoppa. Ég var bara til hliðar og að syngja kannski með,“ sagði Þengill þannig að Ragnar þjálfari eyðilagði nýnemaballið fyrir hann. „Jú en ég fékk að spila í bestu deildinni og fannst ég standa mig nokkuð vel. Ég myndi ekki skipta þessu út því þetta er búið að vera mjög gaman,“ sagði Þengill. Fékk tíma til að undirbúa sig „Ég fékk að vita þetta tímanlega eða daginn fyrir. Ég fékk því smá tíma til að undirbúa mig. Ég var ógeðslega stressaður fyrir þennan leik en náði að tengja nokkrar góðar sendingar í byrjun. Síðan var þetta eins og hver annar leikur. Sem betur fer þá gerði ég engin mistök og það hjálpa mjög mikið. Þá stendur maður sig vel sem varnarmaður ef maður gerir engin mistök,“ sagði Þengill. Svava spurði hann út í fyrsta markið hans í efstu deild sem kom út í Eyjum. „Við vorum 2-1 undir á móti ÍBV og það hefði verið mjög súrt að tapa þessum leik. Ég er ógeðslega ánægður að hafa skorað þetta mark og get varla sagt eitthvað annað,“ sagði Þengill en hann hlýtur að vera kominn til að vera í meistaraflokknum. „Það er bara markmiðið núna númer eitt, tvö og þrjú. Festa mig bara í byrjunarliðinu. Vonandi heldur þetta bara áfram, gott gengi hjá mér og hjá liðinu í heild sinni. Vonandi klárum við þetta á laugardaginn með góðum sigri og höldum okkur í Bestu deildinni,“ sagði Þengill. Ragnar hefur hjálpað honum mikið Ragnar Sigurðsson gaf honum tækifærið og treysti honum til að koma svo ungur inn í vörn Framliðsins. „Persónulega finnst mér hann búinn að hjálpa mér mjög mikið. Á æfingunum fyrir HK-leikinn þá stóð hann mikið yfir mér og var alltaf að leiðbeina mér. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég er orðinn miklu betri varnarmaður og ég vona að hann haldi áfram. Mér finnst hann vera búinn að breyta liðinu mikið,“ sagði Þengill. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Passaði sig á ballinu og sló svo í gegn í Bestu deildinni
Besta deild karla Fram Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn